Mongol skrifaði:Hvað er það nákvæmlega sem þú ert ekki sammála mér í sambandi við það sem ég skrifaði áðann? :S
Þú sagðir :
Mongol skrifaði:Prótein er eitthvað sem maður á að drekka á meðan ræktinni stendur yfir þannig vöðvarnir fái næringu og svo fram vegis.
Og ef þú étur prótein fyrir sveninn þá sest það frekar utan á þig nema þá að þú brennir mjög hratt
Það eru fjórir tímar dags þar sem best er að innbyrða prótín, og þeir eru :
1. Strax um morgun þegar þú vaknar
2. 60-90 mínútum fyrir æfingu
3. Strax eftir æfingu
4. Rétt fyrir svefn
Þú nýtir t.d. prótín sem þú innbyrðir á meðan æfingu stendur ekki eins vel og beint eftir æfingu. Það er líka mjög mikilvægt að innbyrða prótín fyrir svefn ef maður er að lyfta, þar sem svefn þýðir yfirleitt 6-8 tíma fasta, sem getur valdið því að líkaminn gengur á vöðva fyrir orku, sérstaklega hjá þeim sem eru með lága fituprósentu fyrir. Hvernig prótín þú innbyrðir rétt fyrir svefn skiptir líka gríðarlegu máli, og þá er lykillinn að taka helst casein prótin, sem tekur mikið lengri tíma að melta og vinna úr, og viðheldur því prótínþörfinni hjá vöðvunum yfir nóttina. Með þessu er t.d. hægt að taka með MUFA (monounsaturated fatty acids) sem hægir enn meira á meltingunni. MUFA er yfirleitt ekki hægt að fá sem sér fæðubótarefni líkt og CLA t.d., heldur er slíkt yfirleitt fengið úr mat eins og hnetum, hnetusmjöri, olífum, canola olíu, avokadó og flr.