Verndum Verðmæti

Allt utan efnis

Höfundur
vidargeir
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 11. Nóv 2010 21:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Verndum Verðmæti

Pósturaf vidargeir » Þri 16. Nóv 2010 23:44

Gsm öryggiskerfi í heimahús. hvað fynnst þér?

Sem hringir eða sendir sms í þig og númer sem maður sjálfur velur..
kerfi sem getur tilgreint hvaða hluti þess er í gangi í tilkynninguni til mans..

er þetta málið?




sxf
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 308
Skráði sig: Sun 26. Sep 2010 21:24
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf sxf » Þri 16. Nóv 2010 23:51

Er ég einn sem skil þetta ekki?




Höfundur
vidargeir
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 11. Nóv 2010 21:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf vidargeir » Þri 16. Nóv 2010 23:59

innbrotakerfi.

í stað þess að kerfið sendi einhverju fyrirtæki eins og securitas boð um að það hafi farið í gang, að þá er þetta sjálfstætt kerfi sem er með gsm kort í sér og getur hringt í eða sent 16 númerum skilaboð um að kerfið hafi farið í gang..

kerfið skilgreinir í sms-inu eða símtalinu hvaða partur kerfis fór í gang (hreyfisskynjari í sofu eða svefnherbergi)(reykskynjari)


skiljanlegra?




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf Gets » Mið 17. Nóv 2010 00:25

Er með svona kerfi og er mjög ánægður með það, ef brotist er inn þá hringir kerfið samstundis í mig og segir "burgler alarm" ef boðin koma frá hurðar eða hreyfiskynjara, eða "fire alarm" ef boðin koma frá reikskynjara.
Eftir að ég er búin að hlusta á boðin get ég ýtt á 6 á símanum og talað við fólk sem er í húsinu í gegnum móðurstöðina en hún er með hátalara og mike, það heyrist í þessu um allt hús og ég heyri mjög vel allan umgang þó að engin segi neitt, búin að prófa þetta vel :D
Aukalega kom ég fyrir 3G auga sem ég get séð úr yfir stofuna fram í anddyri :shooting



Skjámynd

methylman
vélbúnaðarpervert
Póstar: 919
Skráði sig: Fim 13. Mar 2008 00:39
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf methylman » Mið 17. Nóv 2010 00:28

Vinur minn var með svona kerfi í sumarbústað hjá sér, það var brotist inn og það eina sem var tekið í innbrotinu var þjófavarnarkerfið. \:D/



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6793
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf Viktor » Mið 17. Nóv 2010 01:16

Hvað kosta svona kerfi?


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf gardar » Mið 17. Nóv 2010 01:23

Skárra en ekkert kerfi, en ég leyfi mér að efast um að viðbragðstíminn hjá sjálfum þér sé jafn góður og hjá securitas/öryggismiðstöðinni :) Hlutirnir gerast jú oftast frekar hratt.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf urban » Mið 17. Nóv 2010 07:50

Gets skrifaði:Er með svona kerfi og er mjög ánægður með það, ef brotist er inn þá hringir kerfið samstundis í mig og segir "burgler alarm" ef boðin koma frá hurðar eða hreyfiskynjara, eða "fire alarm" ef boðin koma frá reikskynjara.
Eftir að ég er búin að hlusta á boðin get ég ýtt á 6 á símanum og talað við fólk sem er í húsinu í gegnum móðurstöðina en hún er með hátalara og mike, það heyrist í þessu um allt hús og ég heyri mjög vel allan umgang þó að engin segi neitt, búin að prófa þetta vel :D
Aukalega kom ég fyrir 3G auga sem ég get séð úr yfir stofuna fram í anddyri :shooting


og hvað ætlar þú svo að gera þegar að þú ert t.d.. mökkölvaður niður í miðbæ
í jeppaferð á fjöllum
eða gefa geit brauð í dýragarðinum í köben ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Benzmann
Bara að hanga
Póstar: 1568
Skráði sig: Þri 11. Nóv 2008 14:58
Reputation: 41
Staðsetning: Breiðholt
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf Benzmann » Mið 17. Nóv 2010 08:32

Tesla coil i öll herbergi virkar best finnst mer


CPU: Intel i9 13900K | MB: Asus ROG Strix Z790-E Gaming| GPU: Asus TUF RTX 3080 OC 10gb | Case: Corsair 7000D| PSU: Corsair RM850x 850W | RAM: Kingston Fury 5600mhz 64gb |Storage: 2x Samsung 980Pro 2Tb| OS: Windows 11 Enterprise E5 64bit


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf AntiTrust » Mið 17. Nóv 2010 09:34

urban skrifaði:
Gets skrifaði:Er með svona kerfi og er mjög ánægður með það, ef brotist er inn þá hringir kerfið samstundis í mig og segir "burgler alarm" ef boðin koma frá hurðar eða hreyfiskynjara, eða "fire alarm" ef boðin koma frá reikskynjara.
Eftir að ég er búin að hlusta á boðin get ég ýtt á 6 á símanum og talað við fólk sem er í húsinu í gegnum móðurstöðina en hún er með hátalara og mike, það heyrist í þessu um allt hús og ég heyri mjög vel allan umgang þó að engin segi neitt, búin að prófa þetta vel :D
Aukalega kom ég fyrir 3G auga sem ég get séð úr yfir stofuna fram í anddyri :shooting


og hvað ætlar þú svo að gera þegar að þú ert t.d.. mökkölvaður niður í miðbæ
í jeppaferð á fjöllum
eða gefa geit brauð í dýragarðinum í köben ?


Ég hugsa að rödd í kerfinu sé líklegri til að hræða menn útúr húsinu frekar en standard væla.



Skjámynd

natti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
Reputation: 61
Staðsetning: 107
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf natti » Mið 17. Nóv 2010 09:43

gardar skrifaði:Skárra en ekkert kerfi, en ég leyfi mér að efast um að viðbragðstíminn hjá sjálfum þér sé jafn góður og hjá securitas/öryggismiðstöðinni :) Hlutirnir gerast jú oftast frekar hratt.

Hahahaha... haha... hahahaha... einmitt.
Jafnvel þó ég sitji inn á hárgreiðslustofu nýbúinn að fá lit í hárið, þurfi að bíða eftir að liturinn brenni hausinn á mér og svo á hárgreiðsludaman eftir að þvo á mér hárið og klára að klippa, þá eru samt töluverðar líkur á því að viðbragðstíminn hjá mér sé jafn góður eða betri en hjá securitas/öryggismiðstöðinni.
Viðbragðið hjá þessum aðilum er eftirfarandi:
1. Kerfið fer í gang og sendir skilaboð til stjórnstöðvar
2. Þeir hugsa, hm, ætli þetta sé óvart, bíðum í smá stund og athugum hvort að einhver hringi í okkur.
3. Það eru komnar alveg 10 mín, og enginn búinn að hringja. Ég er með hugmynd, hringjum í ábyrgðarmann kerfisins, en sendum engan á staðinn strax.
4. *hringj*hringj* Hm, ábyrgðarmaðurinn svarar ekki. Kannski heyrir hann ekki í símanum út af látunum, sjáum hvort hann hringi til baka, annars reynum við að hringja aftur í hann eftir 10 mín.
5. Tilraun 2... Ok, hann svarar ekki. Sendum bíl á staðinn, en láttu bílstjórann koma við í 10/11 og kaupa kók á leiðinni.
6. Klukkutíma seinna... mætir bílstjóri kannski á staðinn, sér að það er búið að brjótast inn og tilkynnir atvikið til lögreglu.
Á þeim tíma er búið að tæma húsið þitt...

Það sem svona þjófarvarnarkerfi gerir fyrst og fremst er
a) færð lítinn límmiða með til að setja í gluggann, fælir eflaust marga frá.
b) býr til svakalega leiðinleg hljóð, þannig að viðkomandi innbrotsþjófur er ekki að hangsa mikið hjá þér heldur drífur sig út því hann vill ekki vera þarna þegar lögreglan mætir á svæðið
c) Vekur athygli nágranna, sem heyra í þjófarvarnarkerfinu og fara og líta út um gluggann hjá sér til að athuga hvað er að gerast, og sjá kannski hvort að e-ð sé óeðlileggt eins og t.d. glerbrot á gangstéttinni, eða einhver að skríða inn um glugga....


Ok vá...þetta var smá off-topic biturleiki. Mín reynsla af þessum fyrirtækjum er ekki til þess að auka traust mitt á þeim... (Og sögur sem ég heyri frá öðrum eru sjaldan betri.)

Anyway, varðandi svona kerfi með gsm korti oþh, þá langar mig bara að benda á eitt.
Ef þú ætlar að "spara" þér pening og setja frelsiskort í kerfið (engar mánaðarlega greiðslur etc.), þá virkar frelsi þannig að ef það kemur engin áfylling inn á það í X-mánuði, þá lokast á kortið, jafnvel þó það sé fullt af inneign. Minnir að þetta sé um 6 mánuðir eða e-ð.
Veit um eitt dæmi þar sem svona kerfi var sett upp, og eigandinn gerði reglulegar tilraunir til að staðfesta að það virki rétt, og eftir rúmlega hálft ár, þá hætti kerfið að virka. Og þá kom í ljós að hann hafði notað frelsiskort (næg inneign eftir) og það hafði verið lokað á það sjálfkrafa, því engin áfylling hafði komið í 6 mánuði eða e-ð. Og þá gat það ekki lengur hringt eða sent sms.

Kannski er bara fínt að vera með bæði securitas/öm og svona þitt eigið kerfi.


Mkay.


Höfundur
vidargeir
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 11. Nóv 2010 21:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf vidargeir » Mið 17. Nóv 2010 09:53

gardar skrifaði:Skárra en ekkert kerfi, en ég leyfi mér að efast um að viðbragðstíminn hjá sjálfum þér sé jafn góður og hjá securitas/öryggismiðstöðinni :) Hlutirnir gerast jú oftast frekar hratt.



Ég er ekki sammála.. til að byrja með þurfa þessi fyrirtæki að hringja fyrst á staðin(það tekur tíma) sé ekki svarað þurfa þeir að hringja í starfsmann sem getur farið(það tekur tíma) starfsmaðurinn þarf að keyra á staðinn(umferð tekur tíma) og þeir hafa ekki forgang í umferðinni




Höfundur
vidargeir
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 11. Nóv 2010 21:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf vidargeir » Mið 17. Nóv 2010 09:58

Sallarólegur skrifaði:Hvað kosta svona kerfi?



Hjá Öryggisfélaginu 115.is

2 hreyfiskynjarar
1 Lyklaborð
1 Stjórnstöð

129.500.- isk




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6352
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 160
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf AntiTrust » Mið 17. Nóv 2010 10:01

Ég veit um mörg fyrirtæki, þar á meðal nokkur sem ég hef unnið hjá þar sem var brotist inn, og við vorum komnir á staðinn stundum 5-25mín á undan Securitas gæjunum, eftir að hafa fengið hringingu frá þeim, sem hefur verið nokkrum mín eftir innbrotið sjálft.

Ég kalla þetta falskt öryggi. Límmiði og væla er það sem þú ert að borga fyrir.



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1565
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 242
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf depill » Mið 17. Nóv 2010 10:32

Ég gæti trúað að þeir hafi tekið sig á. Var brotist inní hús hjá ömmu minni, það var alveg tómt. Það tók þá undir 5 mínútum að koma á staðinn. Securitas.

Og síðast þegar við lentum í þessu með Securitas heima ( frændi okkar var að fara inní bílskúr en gleymdi kerfinu ) þá voru þeir komnir á staðinn undir 10 mínútum.

Fyrir utan fyrrv. ömurlegt eignarhald þá finnst mér þeir bara hafa staðið sig ágætlega í þessu, en þjónustan er samt ÖMURLEG, ef það þarf að gera breytingar á kerfinu. Shit einu sinni fékk ég þá til þess að setja splitter á kerfið í húskassa sem ég hefði getað gert sjálfur, nema ég var alveg viss um að kerfið myndi byrja væla við það að finna að straumurinn var farinn af símalíunni og nennti því ekki. Þeir komu voru í fucking klukkutíma ( geðveikt gott aðgengi að inntakinu ), gerðu þetta geðveikt sloppy.

Og það besta er að þeir settu dauða víra í splitter boxið og gæinn í þokkabót rústaði kerfinu. Svo kom einhver yfirmaður seinna og þurfti að eyða 3 tímum í það að reconfigura allt kerfið uppá nýtt vegna þess að gæinn hafði eyðilagt allt configið á þessu kerfi.

Og já límmiðinn gerir góða hluti.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf vesley » Mið 17. Nóv 2010 18:07

Samkvæmt eitthverri rannsókn þá á þessi límmiði að fæla burt 80% allra þjófa sem ætla að brjótast inn í húsið þitt




Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Verndum Verðmæti

Pósturaf Gets » Mið 17. Nóv 2010 19:36

urban skrifaði:
Gets skrifaði:Er með svona kerfi og er mjög ánægður með það, ef brotist er inn þá hringir kerfið samstundis í mig og segir "burgler alarm" ef boðin koma frá hurðar eða hreyfiskynjara, eða "fire alarm" ef boðin koma frá reikskynjara.
Eftir að ég er búin að hlusta á boðin get ég ýtt á 6 á símanum og talað við fólk sem er í húsinu í gegnum móðurstöðina en hún er með hátalara og mike, það heyrist í þessu um allt hús og ég heyri mjög vel allan umgang þó að engin segi neitt, búin að prófa þetta vel :D
Aukalega kom ég fyrir 3G auga sem ég get séð úr yfir stofuna fram í anddyri :shooting


og hvað ætlar þú svo að gera þegar að þú ert t.d.. mökkölvaður niður í miðbæ
í jeppaferð á fjöllum
eða gefa geit brauð í dýragarðinum í köben ?


Það sem ég geri er að hringja á lögregluna og tilkynna yfirstandandi innbrot heima hjá mér, þeir fara þá á staðin og gera skýrslu og senda mínu tryggingarfélagi gögn um málið.
Bónus væri náttúrulega að þeir væru jafn snöggir og fyrir nokkrum dögum, þegar nágranni vina minna hringdi á lögregluna þegar hann sá einhvern gaur vera að skríða inn um glugga í bílskúrinn þeirra, lögreglan var komin eftir 2 mín og stóðu gaurana að verki :happy þeir höfðu verið á ferðinni skammt frá þegar hringt var :D