thekid skrifaði:Ég tilvitna í Arthur Schopenhauer
All truth passes through three stages. First, it is ridiculed. Second, it is violently opposed. Third, it is accepted as being self-evident.
Rökvillur hjálpa ekki til við að sannfæra aðra um réttmæti skoðanna þinna, allavega ekki ef þú ert að reyna að sannfæra fólk sem er þess virði að tala við. Tökum sem dæmi.
Gáfur þínar, hvort sem þær eru miklar eða litlar koma rökum ekkert við. Þó svo þær geti hjálpað þér til við að safna þér rökum og koma þeim frá þér þá getur þú ekki haft rétt fyrir þér á þeim forsendum að vera sem dæmi með háa greindarvísitölu né rangt fyrir þér af því að þú ert með lága.
Tilfinningar þínar varðandi málið koma hlutum heldur ekki við og það er í raun sérstaklega þegar okkur finnst sterklega að eitt svar sé réttast að við eigum að stoppa og íhuga rökin.
Þú segir að maður eigi að rannsaka allt náið og ég tel að þú sért í raun að contradicta sjálfan þig hérna. Tungllendingin er ábyggilega mest rannsakaða geimferð í sögu mannkynsins, ég hef kynnt mér hana ítarlega, sérstaklega af því að samsæriskenningar hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, ég var alveg á því að þetta væri bull þar til ég áttaði mig á því að það eru jú, engin rök sem styðja þá kenningu. Hinsvegar kemur þú hérna, segir fólki að gleypa ekki hvað sem er, en segist svo trúa því
án nokkurs vafa að hún hafi ekki átt sér stað
án nokkurra ástæðna. Það að einhver staðhæfing sé almennt sammþykkt hvori dregur úr né eykur gildi þeirrar staðhæfingar. Það er rökleysa.