AntiTrust skrifaði:CendenZ skrifaði:Þ.a.l. þegar sterar, ólögleg fæðubótarefni (clen, ephedrine etc..) er auglýst til sölu á live2cruize eða er.is, þá er það nákvæmlega jafn ólöglegt og það sem fór fram á ringulreid/slembing.
Nema hvað að þegar menn auglýsa slíkt á L2C er því eytt út um leið og moddi tekur eftir því og viðkomandi aðili fer í bann.
En það kemur málinu í raun ekkert við ef litið er á þetta lagalega séð. Það vill svo að lögin eru ekki rétthærri að því leiti að um leið og lögbrotið "hverfi" þá hætti það að vera lögbrot.
Ef litið er á málið með þínum augum, getur dópsali sem er búinn að losa sig við dópið verið saklaus, jafnvel þótt vitni eða upptaka af viðkomandi vera selja dóp sé til staðar.
En þú veist, það er hægt að debata alveg fram og til baka endalaust um þetta málefni.
edit: umferðarhraði sem líka gott dæmi
Gerum okkur samt grein fyrir því að réttarvenja á Íslandi sem og norðurlöndum er algjör moð. Gefum okkur þær forsendur að Antitrust eigi frænku sem er 15 ára og hún fer í pottapartý með systir hans Ívarhauks ásamt fleirum stelpum.
Allt verður absolutely bananas og þær fullar og skella sér í heitapottinn og fara úr bikini og systir Ivarhauks tekur myndir af þeim öllum í pottinum, ýkt gaman.
Svo næsta dag setur systir hans Ivarhauks þessar myndir á facebook og þ.a.l. er hún komin í sína fyrstu birtingu, systir hans Antitrust verður hinsvegar alveg brjáluð og hringir og lætur hana taka myndina niður.
Gefum okkur svo að bróðir hans Gúru sé á vinalista systir Ívarhauks, nær myndinni og seivar hana.
Hann mun svo setja myndina á slembing.org, ásamt því að nafnbirta og auðvitað verður systir hans Antitrust ótrúlega fúl því það er verið að myndbirta þetta án leyfis og þetta er stelpa undir lögaldri. (þ.e. 2 lögbrot, birting án leyfis og nektarmynd af einstaklingi undir lögaldri, barnaklám)
Systir Antitrusts verður rosafúl og ákveður að kæra vefsíðuna, því sá sem birtir er ekki tiltækur. Dómur fellur systur hennar í vil og síðunni er lokað (en bíðum við, var einhver dómur í máli ringulreidar og slembings?)
Það mun koma fram í málsflutningi stelpunnar að vinkona hennar, systir Ívarhauks, setti þessa mynd í upphafi á netið.
Því mun vera annað mál, skaðabótarmál höfðað af heimasíðunni á hendur systir Ívarhauks, hún er jú einstaklingurinn sem setti barnaklámið upphaflega á netið. (1. birting)
Lögreglustjóri kom með yfirlýsingar í fyrra, að þetta málefni er gríðarlega viðkvæmy. Hvers vegna ætti systir Ívarhauks að vera "minni" barnaklámhundur en sá sem hýsir síðuna, hvað þá sem setur myndina í 2. skipti á netið?
Og það sem er enn verra, það gæti hugsanlega verið hægt að kæra forráðamenn systir Ívarhauks með einhverjum barnaverndarlögum og -> hægt að líta á þetta málefni frá mjög mörgum sjónarhornum. Hvers vegna voru börn að drekka, hún birtir myndina án leyfis, hún birtir klám af barni, forráðamenn ekki til staðar osfr.
Lögreglustjóri sagði það skýrt í fyrra, (sem Barnaverndarstofu, samtakanna Barnaheilla, Heimilis og skóla, SAFT, Lýðheilsustöðvar, umboðsmanns barna og Stígamóta
hafa EKKI sagt, né reynt að útskýra) að það þýðir ekki að loka á svona heimasíður, það þýðir ekki að kæra einstaklinga sem búa til þessar *chan síður og það þýðir ekkert að berjast gegn þessu.
Það eina í stöðunni er að fræða krakka og unglinga um internetið og hvað þetta er hættulegt. Það getur ekki verið hægt að halda því fram að lokun á eina heimasíðu, valdi því að vandamálið hverfi. (Þótt sumir haldi það)