Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Allt utan efnis

Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf coldcut » Fös 11. Jún 2010 00:41

Heyrðu núna er ég í svolitlum bobba því að mig langar ofsalega að skipta um fag í HÍ. Fögin sem ég er mest spenntur fyrir eru Hugbúnaðarverkfræði og Tölvunarfræði og ég á svolítið erfitt með að velja á milli.
Er einhvern veginn spenntari fyrir hugbúnaðarverkfræðinni en finnst svolítið fráhrindandi hvað það er mikil eðlisfræði og stærðfræði í henni þar sem maður þarf að taka einhverja verkfræði kúrsa.
Hafiði farið í þessi fög eða þekkiði einhverja sem hafa farið í þessi fög í HÍ og hafa eitthvað talað um hvernig kennslan var?
Þigg öll góð ráð ;)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7493
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1160
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf rapport » Fös 11. Jún 2010 01:20

Þessi námskeið sem þú minnist á eru öll hluti af kjarnanum í verkfræði... engin leið að komast hjá þeim.

Það mun t.d. ekki virka að taka BS í tölvunarfræði og ætla sér í master í hugbúnaðarverkfræði nema þá klára þessa áfanga fyrst...

Persónulega þá finnst mér heitið á gráðunni ekki skipta miklu máli, bara hvað þú ætlar að gera við hana...

Hvaða nám hentar því sem þig langar að gera og vera góður í ...




MrT
has spoken...
Póstar: 171
Skráði sig: Fim 05. Nóv 2009 21:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf MrT » Fös 11. Jún 2010 04:16

Ég skipti úr hugbúnaðarverkfræði í tölvunarfræði.. Ekki það að ég viti mikið um muninn því ég hef verið lítinn tíma í hvoru. En ég skipti einmitt útaf allri leiðinda stærðfræðinni og að gráðuheiti skipta mig ekki máli. En það er mikið meira versatility í tölvunarfræði sagði ráðgjafinn við mig, er það sem ég býst við að myndi kallast inter-disciplinary oft erlendis. Kíktu bara í kennsluskrána og berðu saman.

En ef þú ert ekki með grunninn í stæ/eðl til að fara í verkfræði þá er kennslan (sama hversu góður og/eða skemmtilegur kennarinn er) ekki að fara að töfra fram skilning hjá þér.. Ef þú ert að pæla í einhverju svoleiðis.




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf coldcut » Fös 11. Jún 2010 07:33

Já áhugasvið mitt og það sem ég vill gera í framtíðinni er klárlega þróun hugbúnaðar og ég vill helst bara vera í massífri forritun. Sko ég hef alltaf átt auðvelt með að læra eðlisfræði og stærðfræði og með góðar einkunnir úr því en málið er bara að mér finnst það svo leiðinlegt :/
En segjiði mér eitt. Er Java ennþá must forritunarmál? Því að ég sé að í tölvunarfræðinni eru fyrstu tveir kúrsarnir í forritun um Java og svo smá C++.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7493
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1160
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf rapport » Fös 11. Jún 2010 10:49

Það er eitt að hanna virkni og svo að forrita...

Ímynda mér að hugbúnaðarverkfræðingur hanni meira en tölvunarfræðingur sem á móti sinnir forrituninni.

En passaðu þig bara að sinna endurmenntuninni, allt of margir í tölvugeiranum hér heima sem eru fastir in the ´90´s og sumir alveg í ´80´s.

Held að tölvunarfræðingar þurfi að viðhalda sér virkilega vel til að vera í stakk búnir til að takast á við framtíðina...



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf Daz » Fös 11. Jún 2010 11:52

coldcut skrifaði:En segjiði mér eitt. Er Java ennþá must forritunarmál? Því að ég sé að í tölvunarfræðinni eru fyrstu tveir kúrsarnir í forritun um Java og svo smá C++.

Java er bara málið sem þú lærir, fínt til þess. Eins og ég skildi þetta var verið að kenna forritun, vildi bara svo til að hún var kennd með Java. Þegar maður er kominn með tökin á forritun er málið sjálft bara reynsla sem maður þarf að öðlast. (Eða í mínu tilfelli, að læra á helv. forritunarumhverfin...)




Vaski
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 15:11
Reputation: 12
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf Vaski » Fös 11. Jún 2010 14:40

rapport skrifaði:En passaðu þig bara að sinna endurmenntuninni, allt of margir í tölvugeiranum hér heima sem eru fastir in the ´90´s og sumir alveg í ´80´s.

Held að tölvunarfræðingar þurfi að viðhalda sér virkilega vel til að vera í stakk búnir til að takast á við framtíðina...

Er ekki best að byrja á því að klára menntun áður en maður fer að spá í endurmenntun :)




Höfundur
coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf coldcut » Fös 11. Jún 2010 22:52

Jæja eftir að hafa talað við prófessor við deildina í HÍ að þá er ég orðinn nokkuð öruggur á að fara í tölvunarfræði, mikið af valáföngum og þau eru líbó að leyfa manni að taka valáfanga úr hugbúnaðarverkfræðinni :p

En varðandi endurmenntun að þá er auðvitað nauðsynlegt, sérstaklega í tölvutengdu námi, að halda sér við og kynna sér nýjungar því tækninni fleytir hratt fram.

Hvað getiði sagt mér um framhaldsnám? Vitiði hvað maður hefur möguleika á að taka sem Masters-gráðu eftir B.S. í tölvunarfræði?



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3120
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hugbúnaðarverkfræði vs Tölvunarfræði

Pósturaf hagur » Fös 11. Jún 2010 23:26

Það liggur auðvitað beinast við að halda áfram í tölvunarfræðinni, taka Master í henni og svo væri hægt að halda enn lengra og klára doktorinn. HR eru farnir að bjóða uppá doktorsnám í tölvunarfræði, þannig að maður þarf ekkert endilega að fara út fyrir landsteinana.

Ég hugsa að það sé bara tímaspursmál hvenær maður skellir sér í MSc.