Cikster skrifaði:Er reyndar gott fyrir meirihluta okkar en einn punktur sem kemur ekki fram þarna.
Þegar þeir fara í þessa breytingu þá klippa þeir á breiðbandið og þar með sjónvarpssendingar í mörgun nýjum hverfum og hjá þeim sem hafa notfært sér að tengja sjónvarpið sitt á breiðbandið. Á breiðbandinu eru nokkrar analog stöðvar ennþá (og ekki svo langt síðan stöð 2 bættist þar inn líka) þannig að ég til dæmis sem eyddi allt of miklum tíma síðasta sumar við að tengja breiðbandið inn á loftnetskerfið heima til að fá skýrari mynd (þar sem loftnetið var ekki að virka nógu vel) er að missa alla mynd nema fara aftur í breitingar á kerfinu heima.
Jamm, enda tekur analog of mikla bandvídd og er alveg að deyja út á Íslandi. Bara tímaspursmál hvenær RÚV slekkur á analog og enn styttra að Stöð 2 slökkvi á síðustu analog sendunum sínum.
Clikster skrifaði:Ég ætla að líta á þetta sem enn eina leið hjá símanum að rukka enn meiri pening.
Ég vill segja, græða meiri pening ekki rukka meiri pening. Þeir vilja augljóslega fá notendur eins og þig uppá myndlyklana sína og væntanlega hugsa sér til góðs með því að auka við leiguna hjá sér og auka notkun á Sjónvarpi Símans enn meir. Verður fróðlegt að vita hvort að það verði ekki pottþétt þannig að þetta verður jafn lokað kerfi og ADSL kerfið þeirra fyrir heildsölu aðila. Er ekki að sjá fyrir mér að Vodafone fái að koma með sitt TV yfir þetta. ( Símanum býðst samt til dæmis að koma með Sjónvarp Símans yfir ljósleiðaranet Tengis á Akureyri og Gagnaveitu Reykjavíkur
Clikster skrifaði:Eitthvað segir mér að afruglunar búnaðurinn muni ekki senda út RF merki heldur notast við scart/hdmi ... þannig að þá eru 2 möguleikar í stöðunni.
Vera með auka afruglara við þau sjónvörp sem verða notuð ... ætli það verði ekki 1000-1500 kr per auka afruglara.
564 kr á mánuði hver myndlykill
Clikster skrifaði:Leggja netkapal frá inntaki/tölvunni að staðnum sem aðal sjónvarps dreifingin er hjá mér og tengja þar frá afrug{laranum inn á video og senda gegnum videoið í hin sjónvörpin ... sem er samt ekki fullkomið þar sem hin sjónvörpin munu bara geta horft á það sem afruglarinn er stilltur á það skiptið.
Eða snúa þessu við og henda router að inntakinu. Það eru líka til analog multiplexar sem geta tekið úr scart tengingu og breytt í RF. ( Myndlyklar frá Símanum eru sumir með RF en styðja ekki RF, öfugt við til dæmis myndlykla frá Vodafone sem eru með góðum RF útgangi ). En já það lendir þetta vesen sem þú nefnir.
Clikster skrifaði:Fyrir ykkur sem tókuð ekki eftir því er þetta ekki frétt heldur fréttatilkynning frá símanum þannig að er ekki skrítið hvernig þetta hljómar.
Mér finnst samt eiginlega merkilegt að fyrirsögn greinnarinnar skuli ekki vera það sama og inntak fréttatilkynningar símans
"Síminn drullar eins mikið og þeir geta yfir Gagnaveitu Reykjavíkur".
Ennfremur finnst mér Síminn ætla að veita suprisingly góð verð á VDSL í Heildsölu ef ég er hreinlega að skilja heildsöluverðin rétt, hljóta að breyta þeim sérstaklega ef PTA neyðir þá til þess að hafa sömu skilmála og á endursölu ADSL. Nema ég sé eithvað smá að misskilja þarna.
En já "Ljósnet Símans" er að meginparta til ( fyrir utan ný hverfi svo voru tengd með ljósleiðara frá Mílu ) verið að nýta Ljósleiðarann sem fór í götukassana á sínum tíma fyrir Breiðbandinu. COAX Breiðbandið aftengt, settur mini-VDSL DSLAM inní götukassana og þar með verður vegalengd frá "símstöð" til heimilis mjög stutt og þannig geta þeir boðið uppá hámarksgetu VDSL. ( Þetta er sem sagt ekki ljósleiðari inní hús eins og er í nýju hverfunum, og mér fyndist lang líklegast að Síminn muni bara skilja eftir COAX kapalinn fyrir Breiðbandið inní húsunum ).
Verð í heildsölu á 50 Mb/s er 1.116 kr ( nei þetta er ekki með netþjónustu fyrir heildsala ) án VSK, sem mér finnst nokkuð gott verð ( þetta er með gjaldinu fyrir efra tíðnisviðið ).
Hins vegar verður fróðlegt, nú sá ég rumor á annari síðu að Vodafone ætlaði ekki í VDSL uppbyggingu ( og ef þeir ætluðu að gera það, þyrftu þeir að gera það nákvæmlega eins og Síminn er að gera það með því að fara í VDSL DSLAMa í götukassa ), þannig það verður fróðlegt að hvort þeir ætli bara að veðja á Gagnaveitu Reykjavíkur í high-speed málum og svo ADSL sem ég held að verði fail, eða hvort þeir fari með Símanum og bjóði netteningu þar yfir og bjóði aftur uppá Sjónvarp Símans yfir Vodafone á höfuðborgarsvæðinu sem þeir voru að hætta að gera....
Allavega til að byrja með virðist bara Hringiðan og Síminn ætla að bjóða þjónustu yfir þetta net, Vodafone hlýtur að commenta á þetta á endanum.