Panta frá útlöndum

Allt utan efnis

Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Panta frá útlöndum

Pósturaf Andriante » Þri 20. Jan 2009 15:43

Sælir, svo er mál með vexti að ég ætla að panta þrjár músamottur frá Razer, ætla svo að sjá svo hverja mér líkar best við og selja hinar tvær.

það er hagstæðast að panta frá UK en ég hef ekki fundið neina verslun sem er tilbúin til að senda mér motturnar..

Þá spyr ég ykkur, vitið hvar ég gæti keypt þessar vörur frá UK eða frá einhverjum nágrannalöndum? S.s. búðir sem senda til íslands.




MariusThor
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 02:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf MariusThor » Þri 20. Jan 2009 15:51

Amazon




Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Andriante » Þri 20. Jan 2009 15:55

MariusThor skrifaði:Amazon


Neibb, senda ekki músamottur því þær eru víst flokkaðar sem raftæki =_=



Skjámynd

einarhr
Vaktari
Póstar: 2011
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 276
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf einarhr » Þri 20. Jan 2009 16:03

Andriante skrifaði:
MariusThor skrifaði:Amazon


Neibb, senda ekki músamottur því þær eru víst flokkaðar sem raftæki =_=


Ég trúi því varla að Músamottur séu tollaðar sem raftæki, frekar líklegt að þær séu tollaðar sem tölvubúnaður og er enginn tollur á tölvubúnaði nema á einstaka búnaðir eins og td sjónvarpskortum.

Tölvubúnaður = vsk og aðfluttningsgjöld.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Gúrú » Þri 20. Jan 2009 16:05

Andriante skrifaði:Neibb, senda ekki músamottur því þær eru víst flokkaðar sem raftæki =_=


Veit ekki hvort að þetta er satt og þetta er lol á tollinn eða buddll og lol á þig :shock:

*Amazon
Síðast breytt af Gúrú á Þri 20. Jan 2009 16:11, breytt samtals 1 sinni.


Modus ponens


blitz
Of mikill frítími
Póstar: 1780
Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
Reputation: 142
Staða: Tengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf blitz » Þri 20. Jan 2009 16:09

Af hverju "lol" á tollinn?

Ef dót er flokkað sem raftæki hjá Amazon er það ekki sent utan Bretlands.


PS4

Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1903
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 64
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf emmi » Þri 20. Jan 2009 16:14

Þeir hafa nú sent Xbox360 vélar til Íslands. ;)




lukaszexx
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 22:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf lukaszexx » Þri 20. Jan 2009 16:20

Andriante skrifaði:Sælir, svo er mál með vexti að ég ætla að panta þrjár músamottur frá Razer, ætla svo að sjá svo hverja mér líkar best við og selja hinar tvær.

það er hagstæðast að panta frá UK en ég hef ekki fundið neina verslun sem er tilbúin til að senda mér motturnar..

Þá spyr ég ykkur, vitið hvar ég gæti keypt þessar vörur frá UK eða frá einhverjum nágrannalöndum? S.s. búðir sem senda til íslands.



Frá Póllandi - allt ódyrt! , eða frá U.S.A

Ég pantaði frá Póllandi margar vörur, eins og mýs, föt, og allt ,ekkert vandamál þar.
Síðast breytt af lukaszexx á Þri 20. Jan 2009 16:27, breytt samtals 1 sinni.


Það er bara eitt sem ég skil ekki, hvar eru allir peningarnir?


MariusThor
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 02:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf MariusThor » Þri 20. Jan 2009 16:22

Ég pantaði razer mús, lyklaborð og músarmottu frá amazon, ekkert vandamál þar.




Höfundur
Andriante
spjallið.is
Póstar: 407
Skráði sig: Lau 04. Jún 2005 22:39
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Andriante » Þri 20. Jan 2009 16:25

Gúrú skrifaði:
Andriante skrifaði:Neibb, senda ekki músamottur því þær eru víst flokkaðar sem raftæki =_=


Veit ekki hvort að þetta er satt og þetta er lol á tollinn eða buddll og lol á þig :shock:

*Amazon


I have looked into your shopping basket, I see that you would like to place an order for the items “RAZER DESTRUCTOR” and “Razer MANTIS Control Mouse Mat”

I'm sorry, but we are not able to ship this items to your location and I do understand how disappointing it can be.

At this time, due to warranty restrictions and import/export laws, we can ship only books, music and DVDs to most destinations outside the UK.

I will be sure to pass your message on to the appropriate department in our company for consideration.


Svo verðiði líka að gera ykkur grein fyrir því að tímarnir hafa breyst. Þótt þið hafið keypt eitthvað drasl af amazon.co.uk fyrir ári þá er það ekki það sama núna útaf kreppunni og ice save

MariusThor skrifaði:Ég pantaði razer mús, lyklaborð og músarmottu frá amazon, ekkert vandamál þar.


Hvað er langt síðan?



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Gúrú » Þri 20. Jan 2009 16:38

Andriante skrifaði:I will be sure to pass your message on to the appropriate department in our company for consideration.


Og ef að starfsmennirnir í þessari deild eru ekki algjör bananahýði sjá þeir strax að það verða augljóslega ekki "warranty" vandamál og það að það sé ekki hægt að senda hluti á milli landa er bara... FÁRÁNLEGT.


Modus ponens

Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Daz » Þri 20. Jan 2009 16:46

Mögulega geturðu pantað motturnar frá einhverjum á amazon marketplace, sumir þar senda til íslands hluti sem Amazon sjálft sendir ekki (EU Zone 3 er ísland). Þarft bara að skoða "XX used & new" linkinn og fara í gegnum alla söluaðilana þar og athuga sendingarskilmálana.

Svo má líka kíkja á http://www.ebay.co.uk .




MariusThor
Græningi
Póstar: 25
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 02:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf MariusThor » Þri 20. Jan 2009 17:11

Farðu inná http://www.shopusa.com/ gætir kannski reddað því þannig



Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Halli25 » Mið 21. Jan 2009 12:44

ég veit að Att er með razer vörur getur kannað hvort þeir eiga motturna og séð þær í raun


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Zorky
spjallið.is
Póstar: 495
Skráði sig: Lau 10. Júl 2004 18:54
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Zorky » Sun 25. Jan 2009 21:35

getur prufað http://www.play.com



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Panta frá útlöndum

Pósturaf Daz » Sun 25. Jan 2009 22:57

Zorky skrifaði:getur prufað http://www.play.com

Þegar þú ert búinn að breyta í evruverð (eins og þú átt að gera ef þú ert að panta utan Bretlands) þá eru verðin þar ekki góð, sérstaklega ef þú reiknar svo með að á t.d. amazon.co.uk er vaskurinn tekinn af vörum sem eru sendar til Íslands (það kemur ekki fram fyrr en seint í pöntunarferlinu hvað verðið er þá) og þeir hafa líka lágan sendingarkostnað.