Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
Það vantar bíómyndaþráð hérna.
Ég horfi nú mest á allskonar seríur en horfði á tvær bíómyndir yfir jólin og datt í hug að gefa þeim einkun:
I Am Legend
Glettilega góð mynd, ég nagaði neglurnar upp í kviku. Mynd um eitthvað sem gæti gerst þó væntanlega ekki í þeirri mynd sem það gerist þarna.
Myndin endaði svoltið snögglega en reyndar er erfitt að gera endi við svona mynd. Hugsanlega kemur framhald.
Ég gef þessari mynd 8.5
Death Sentence
Góð mynd, fer rólega af stað en fer heldur betur á flug. Á tímabili er myndinn einn svakalegur splatter.
Ýktar andstæður í aðalpersónunni gerir myndina sérstaka. Eins og í "I am Legend" þá er endirinn hálf opinn og gefur áhorfandanum tækifæri á að láta hugann reika.
Ég gef þessari mynd 7.5
Ég horfi nú mest á allskonar seríur en horfði á tvær bíómyndir yfir jólin og datt í hug að gefa þeim einkun:
I Am Legend
Glettilega góð mynd, ég nagaði neglurnar upp í kviku. Mynd um eitthvað sem gæti gerst þó væntanlega ekki í þeirri mynd sem það gerist þarna.
Myndin endaði svoltið snögglega en reyndar er erfitt að gera endi við svona mynd. Hugsanlega kemur framhald.
Ég gef þessari mynd 8.5
Death Sentence
Góð mynd, fer rólega af stað en fer heldur betur á flug. Á tímabili er myndinn einn svakalegur splatter.
Ýktar andstæður í aðalpersónunni gerir myndina sérstaka. Eins og í "I am Legend" þá er endirinn hálf opinn og gefur áhorfandanum tækifæri á að láta hugann reika.
Ég gef þessari mynd 7.5
-
- Vaktari
- Póstar: 2730
- Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
- Reputation: 159
- Staða: Ótengdur
-
- Græningi
- Póstar: 42
- Skráði sig: Lau 08. Okt 2005 23:02
- Reputation: 0
- Staðsetning: localhost.localdomain
- Staða: Ótengdur
Requiem for a Dream
Mjög vel gerð mynd. Myndatakan og klippingin eru til fyrirmyndar og gefa myndinni þungan blæ sem gerir hana spennandi og áhugaverða.
Sagan er um hvernig eiturlyf geta dregið venjulegt fólk í verstu vítahringi. Grafískir kaflar eru margir og í sumum atriðum er, fyrir marga, best að halda fyrir augun.
Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.
9.5 / 10 takk fyrir mig
Mjög vel gerð mynd. Myndatakan og klippingin eru til fyrirmyndar og gefa myndinni þungan blæ sem gerir hana spennandi og áhugaverða.
Sagan er um hvernig eiturlyf geta dregið venjulegt fólk í verstu vítahringi. Grafískir kaflar eru margir og í sumum atriðum er, fyrir marga, best að halda fyrir augun.
Þetta er ein besta mynd sem ég hef séð í langan tíma.
9.5 / 10 takk fyrir mig
@ Dell XPS M1330
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 258
- Skráði sig: Fim 06. Maí 2004 23:39
- Reputation: 0
- Staðsetning: Boston, MA
- Staða: Ótengdur
Hef aðallega bara verið að horfa aftur á gamlar myndir. Fór þó á I am Legend í bíó um daginn. Ágætis afþreying ekkert mega. Þeir gerðu eitt sem fór óendanlega í taugarnar á mér sem skemmdi myndina alveg og það var að hafa ekki meikaða leikara heldur tölvugerðu þeir alla sem var lélegt og óraunverulegt.
"Only wimps use tape backup: _real_ men just upload their important stuff on ftp, and let the rest of the world mirror it"
- Linus Thorvalds
- Linus Thorvalds
Zeitgeist - 10/10
stórkostleg mynd sem fjallar um viðbjóðinn sem Bandaríkin eru orðin... einnig er tekið á trú og fjallað um hversu lík trúarbrögð heimsins eru
ALLIR verða að sjá þessa mynd!
Jesus Camp - 9,5/10
frábær mynd um geðsýkina í Evangelistum í Bandaríkjunum... 5 ára börn grátandi og talandi tungum... annars eru þau vondir stríðsmenn guðs!! þið verðið að sjá þessa líka
Mr. Woodcock - 1/10
ein versta kvikmynd sem ég hef séð....hló aldrei og slökkti eftir 50 mínútur... kærastan mín lamdi mig svo fyrir að láta hana horfa á þennan viðbjóð
Eastern Promises - 9/10
Frábær mynd sem nær að lýsa heimi mansals og glæpa á áhugaverðan og í raun fræðandi máta... mæli með þessari mynd
Zodiac - 8/10
Nokkuð góð mynd um fjöldamorðingjann Zodiac.... Fínasta popp og kók spennumynd
að lokum....
We own the night - 10/10
ein besta mynd sem ég hef á ævi minni séð.... frábær mynd í ALLA staði
ef þessi rakar ekki inn óskarsverðlaunum í mars, þá megið þið kalla mig Hlöðver grís
stórkostleg mynd sem fjallar um viðbjóðinn sem Bandaríkin eru orðin... einnig er tekið á trú og fjallað um hversu lík trúarbrögð heimsins eru
ALLIR verða að sjá þessa mynd!
Jesus Camp - 9,5/10
frábær mynd um geðsýkina í Evangelistum í Bandaríkjunum... 5 ára börn grátandi og talandi tungum... annars eru þau vondir stríðsmenn guðs!! þið verðið að sjá þessa líka
Mr. Woodcock - 1/10
ein versta kvikmynd sem ég hef séð....hló aldrei og slökkti eftir 50 mínútur... kærastan mín lamdi mig svo fyrir að láta hana horfa á þennan viðbjóð
Eastern Promises - 9/10
Frábær mynd sem nær að lýsa heimi mansals og glæpa á áhugaverðan og í raun fræðandi máta... mæli með þessari mynd
Zodiac - 8/10
Nokkuð góð mynd um fjöldamorðingjann Zodiac.... Fínasta popp og kók spennumynd
að lokum....
We own the night - 10/10
ein besta mynd sem ég hef á ævi minni séð.... frábær mynd í ALLA staði
ef þessi rakar ekki inn óskarsverðlaunum í mars, þá megið þið kalla mig Hlöðver grís
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Byrjum á nokkrum sem ég hef litið augum undanfarið:
American Gangster - 10/10
Á hverju ári sé ég fáeinar myndir sem hrífa mig algjörlega. American Gangster er ein af þeim, Denzel Washington er mjög góður í sínu hlutverki og Russell Crowe einnig, þó ég sé enginn aðdáandi hans.
I Am Legend - 8/10
Ég hafði miklar væntingar til þessarar myndar þar sem að ég er mikill aðdáandi mynda um útrýmingu mannkyns. Myndin stóð að flestu leyti undir mínum væntingum þrátt fyrir að sagan sjálf hafi ekki verið alveg nógu góð. Will Smith stóð sig vel í einleiknum og sem spennu-/hryllingsmynd var hryllingsmyndahlutinn góður.
Þetta er ekkert mál - 8/10
Þessi mynd fjallar um ævi og störf Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns heims og skv. myndinni sterkasta mann allra tíma. Af íslenskri heimildarmynd er hún bara nokkuð góð en innskotin sem sýna Jón Pál í keppni halda myndinni algjörlega uppi og hans skemmtilega framkoma.
Sicko - 10/10
Michael Moore er náttúrulega snillingur og í þessari mynd sýnir hann enn og aftur hvað Bandaríkin eru, eftir allt saman, ekkert best í heiminum. Hrikalegur sannleikurinn sem kemur í ljós í þessari mynd er ógnvænlegur, þó efa ég ekki að versta mynd af heilbrigðiskerfinu í BNA sé dregin upp og sú besta af heilbrigðiskerfum annarra landa.
Syndir feðranna
Verð bara að minnast á þessa mynd þó ég gefi henni ekki einkunn. Þetta er mynd sem eru skylduáhorf. Svona hlutir eiga ekki að gerast.
Bad Santa - 4/10
Ég var engan veginn að fíla þessa mynd. Hafði heyrt margt gott um hana en hún var bara ekki að virka almenninlega á mig.
Harry Potter and the Order of the Phoenix - 8/10
Harry Potter-bækurnar eru mínar uppáhaldsbækur og þrátt fyrir að myndirnar hafi ekki tærnar þar sem bækurnar hafa hælana er alltaf gaman að sjá þær og fannst mér þessi mynd bara nokkuð vel heppnuð.
Hér koma svo nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum:
Garden State - 10/10
Ég var efins þegar ég var úti á leigu, hvort ég ætti að taka hana, umfjöllunin hreif mig ekkert en ég hafði heyrt margt gott um hana svo ég ákvað að slá til. Hún er að öllu leyti frábær, Zach Braff og Natalie Portman fara á kostum og er sagan bara svo falleg að það er ekki annað hægt en að elska þessa mynd. Tónlistin er einnig frábær, Simon & Garfunkel standa þar upp úr.
Crash - 10/10
Vá, þetta er allsvakalega mynd. Flestir hafa eflaust séð hana en ef þið hafið ekki séð hana, þá vitið þið hvað þið eigið að gera í kvöld. Skemmtilegar sögur sem fléttast saman með góðum leikurum.
Almost Famous - 10/10
Þessa mynd horfði ég á fyrir u.þ.b. tveimur árum er hún var í Ríkissjónvarpinu og eftir það hef ég horft á hana a.m.k. tvisvar aftur. Tónlistarmynd um ungan strák sem er að skrifa grein í Rolling Stone-tímaritið og hans ferð um landið með hljómsveitinni Stillwater.
Eternal Sunshine of the Spotless Mind - 10/10
Þessi mynd er spes, annaðhvort elskaru hana eða hatar hana. Jim Carrey sýnir í þessari mynd að hann er ekki bara fyndinn. Myndin er frekar erfið og flókin og ekki gefast strax upp á áhorfinu, og jafnvel horfið á hana tvisvar, hún er alveg þess virði.
American Gangster - 10/10
Á hverju ári sé ég fáeinar myndir sem hrífa mig algjörlega. American Gangster er ein af þeim, Denzel Washington er mjög góður í sínu hlutverki og Russell Crowe einnig, þó ég sé enginn aðdáandi hans.
I Am Legend - 8/10
Ég hafði miklar væntingar til þessarar myndar þar sem að ég er mikill aðdáandi mynda um útrýmingu mannkyns. Myndin stóð að flestu leyti undir mínum væntingum þrátt fyrir að sagan sjálf hafi ekki verið alveg nógu góð. Will Smith stóð sig vel í einleiknum og sem spennu-/hryllingsmynd var hryllingsmyndahlutinn góður.
Þetta er ekkert mál - 8/10
Þessi mynd fjallar um ævi og störf Jóns Páls Sigmarssonar, sterkasta manns heims og skv. myndinni sterkasta mann allra tíma. Af íslenskri heimildarmynd er hún bara nokkuð góð en innskotin sem sýna Jón Pál í keppni halda myndinni algjörlega uppi og hans skemmtilega framkoma.
Sicko - 10/10
Michael Moore er náttúrulega snillingur og í þessari mynd sýnir hann enn og aftur hvað Bandaríkin eru, eftir allt saman, ekkert best í heiminum. Hrikalegur sannleikurinn sem kemur í ljós í þessari mynd er ógnvænlegur, þó efa ég ekki að versta mynd af heilbrigðiskerfinu í BNA sé dregin upp og sú besta af heilbrigðiskerfum annarra landa.
Syndir feðranna
Verð bara að minnast á þessa mynd þó ég gefi henni ekki einkunn. Þetta er mynd sem eru skylduáhorf. Svona hlutir eiga ekki að gerast.
Bad Santa - 4/10
Ég var engan veginn að fíla þessa mynd. Hafði heyrt margt gott um hana en hún var bara ekki að virka almenninlega á mig.
Harry Potter and the Order of the Phoenix - 8/10
Harry Potter-bækurnar eru mínar uppáhaldsbækur og þrátt fyrir að myndirnar hafi ekki tærnar þar sem bækurnar hafa hælana er alltaf gaman að sjá þær og fannst mér þessi mynd bara nokkuð vel heppnuð.
Hér koma svo nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum:
Garden State - 10/10
Ég var efins þegar ég var úti á leigu, hvort ég ætti að taka hana, umfjöllunin hreif mig ekkert en ég hafði heyrt margt gott um hana svo ég ákvað að slá til. Hún er að öllu leyti frábær, Zach Braff og Natalie Portman fara á kostum og er sagan bara svo falleg að það er ekki annað hægt en að elska þessa mynd. Tónlistin er einnig frábær, Simon & Garfunkel standa þar upp úr.
Crash - 10/10
Vá, þetta er allsvakalega mynd. Flestir hafa eflaust séð hana en ef þið hafið ekki séð hana, þá vitið þið hvað þið eigið að gera í kvöld. Skemmtilegar sögur sem fléttast saman með góðum leikurum.
Almost Famous - 10/10
Þessa mynd horfði ég á fyrir u.þ.b. tveimur árum er hún var í Ríkissjónvarpinu og eftir það hef ég horft á hana a.m.k. tvisvar aftur. Tónlistarmynd um ungan strák sem er að skrifa grein í Rolling Stone-tímaritið og hans ferð um landið með hljómsveitinni Stillwater.
Eternal Sunshine of the Spotless Mind - 10/10
Þessi mynd er spes, annaðhvort elskaru hana eða hatar hana. Jim Carrey sýnir í þessari mynd að hann er ekki bara fyndinn. Myndin er frekar erfið og flókin og ekki gefast strax upp á áhorfinu, og jafnvel horfið á hana tvisvar, hún er alveg þess virði.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
Andriante skrifaði:I am legend var algjör vonbrigði.. Just another zombie movie
Einmitt og ekki einusinni góð zombie mynd, hún var langdregin og hápunktur myndarinnar var þegar hann ættlaði að -snip- ...
Plús að það hefur verið gerð "Ég er einn eftir, zomg zombies" mynd, 28 days later (og måske weeks later líka) sem er ein af betri myndum sem hefur verið gerð..
Síðast breytt af CraZy á Mið 02. Jan 2008 20:02, breytt samtals 1 sinni.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6798
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Syndir feðranna
Mjög góð mynd í flesta staði. Það eina sem ég hef útá hana að segja er þegar það kom texti á skjáinn varð maður að vera með stækkunargler til að geta lesið hann, en ég horfði á myndina á "42 sjónvarpi. Sammála "Veit Ekki", svona á ekki að gerast.
Mjög góð mynd í flesta staði. Það eina sem ég hef útá hana að segja er þegar það kom texti á skjáinn varð maður að vera með stækkunargler til að geta lesið hann, en ég horfði á myndina á "42 sjónvarpi. Sammála "Veit Ekki", svona á ekki að gerast.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB
-
- Stjórnandi
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
- Reputation: 253
- Staðsetning: Reykjavík, Iceland
- Staða: Ótengdur
CraZy skrifaði:Andriante skrifaði:I am legend var algjör vonbrigði.. Just another zombie movie
Einmitt og ekki einusinni góð zombie mynd, hún var langdregin og hápunktur myndarinnar DELETEa þessu
Plús að það hefur verið gerð "Ég er einn eftir, zomg zombies" mynd, 28 days later (og måske weeks later líka) sem er ein af betri myndum sem hefur verið gerð..
Úff þótt að ég sé búinn að sjá þessa mynd á þá ekki að banna svona algjöra spoilera hérna á foruminu. Þetta hefði klárlega eðilagt þessa mynd fyrir mér hefði ég ekki verið búinn að sjá hana.
Og já b.t.w. mér fannst hún alls ekki góð. Alltof langdreginn, endirinn ekkert spes og aðeins of mikið svona að leikstjórinn sé að reyna að verða öðruvísi en aðrir kanar.
-
- Vaktin er ávanabindandi
- Póstar: 1694
- Skráði sig: Þri 02. Des 2003 15:44
- Reputation: 1
- Staða: Ótengdur
depill.is skrifaði:CraZy skrifaði:Andriante skrifaði:I am legend var algjör vonbrigði.. Just another zombie movie
Einmitt og ekki einusinni góð zombie mynd, hún var langdregin og hápunktur myndarinnar DELETEa þessu
Plús að það hefur verið gerð "Ég er einn eftir, zomg zombies" mynd, 28 days later (og måske weeks later líka) sem er ein af betri myndum sem hefur verið gerð..
Úff þótt að ég sé búinn að sjá þessa mynd á þá ekki að banna svona algjöra spoilera hérna á foruminu. Þetta hefði klárlega eðilagt þessa mynd fyrir mér hefði ég ekki verið búinn að sjá hana.
Og já b.t.w. mér fannst hún alls ekki góð. Alltof langdreginn, endirinn ekkert spes og aðeins of mikið svona að leikstjórinn sé að reyna að verða öðruvísi en aðrir kanar.
Sorry tók ekki eftir þessu
Búinn að laga þetta
-
- Geek
- Póstar: 808
- Skráði sig: Þri 19. Apr 2005 22:05
- Reputation: 0
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Viktor skrifaði:Syndir feðranna
Mjög góð mynd í flesta staði. Það eina sem ég hef útá hana að segja er þegar það kom texti á skjáinn varð maður að vera með stækkunargler til að geta lesið hann, en ég horfði á myndina á "42 sjónvarpi. Sammála "Veit Ekki", svona á ekki að gerast.
Já, þessir textar voru alveg kjánalega litlir.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 16519
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2117
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
Endurvek þennan klassíska þráð...
Horfi á Looper í gær, mjög skemmtileg mynd.
Á tíma minnti hún óneitanlega á Die Hard.
Gef henni hiklaust: 8/10
http://www.imdb.com/title/tt1276104/
Horfi á Looper í gær, mjög skemmtileg mynd.
Á tíma minnti hún óneitanlega á Die Hard.
Gef henni hiklaust: 8/10
http://www.imdb.com/title/tt1276104/
-
- FanBoy
- Póstar: 725
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 42
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
Rare Exports: A Christmas Tale fær topp einkunn hjá mér. Algjörlega ómissandi jólamynd sem þið horfið EKKI á með börnunum
Mæli með því að þið sækið hana og reynið að skoða sem minnst af trailerum eða review'um áður en þið horfið á myndina.
Mæli með því að þið sækið hana og reynið að skoða sem minnst af trailerum eða review'um áður en þið horfið á myndina.
IBM PS/2 8086
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Tengdur
Re: Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
GuðjónR skrifaði:Endurvek þennan klassíska þráð...
Horfi á Looper í gær, mjög skemmtileg mynd.
Á tíma minnti hún óneitanlega á Die Hard.
Gef henni hiklaust: 8/10
http://www.imdb.com/title/tt1276104/
Looper kom mér á óvart, var líka með engar væntingar fyrir henni.
Söguþráðurinn var mjög vel gerður.
-
- Vaktari
- Póstar: 2105
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
- Reputation: 175
- Staðsetning: Heima
- Staða: Ótengdur
Re: Bíómyndir - segið frá og gefið einkun.
Rare Exports: A Christmas tale er á listanum hjá mér fyrir kvöldið.
Einkunnagjöfin á þeim myndum sem ég man eftir:
Clerks 1: 7.5/10
Clerks 2: 7.0/10
Shawshank Redemption: 10/10
The Green Mile: 10/10
The Godfather: 10/10
The Godfather (Part 2): 6/10
Trainspotting: 9.5/10 (Choose Life!)
The Aviator: 9.0/10
1984 (Nineteen Eighty-Four) 7.5/10 (Mynd eftir samnefnda bók George Orwells)
The Animal Farm (7.0/10) (Önnur mynd eftir samnefnda bók George Orwells)
Resident Evil 1: 8.0/10
Fast and the Furious myndirnar: 1. 6.8, svo lækkandi um .5 stig með hverri framhaldsmynd.
Svartur á Leik (Black's Game): 8.5/10 (Með betri glæpamyndum sem ég hef séð, hinsvegar 8.5 í stað 9 vegna lélegrar háskerpu). Óþjöppuð er kvikmyndin með tveim hljóðgreinum ekki nema 16.2gb. Vert að benda á það að ég hef sótt encodes sem ná alveg 14-15gb.
Til samanburðar þá er svartur á leik, og það óþjöppuð beint af blu-ray diskinum einungis að gefa Bits/(Pixel*Frame): 0.364 á meðan Blu-Ray encodið 'I.Robot.2004.Bluray.1080p.DTSMA.x264.dxva-FraMeSToR' er að gefa: 0.475.
Einkunnagjöfin á þeim myndum sem ég man eftir:
Clerks 1: 7.5/10
Clerks 2: 7.0/10
Shawshank Redemption: 10/10
The Green Mile: 10/10
The Godfather: 10/10
The Godfather (Part 2): 6/10
Trainspotting: 9.5/10 (Choose Life!)
The Aviator: 9.0/10
1984 (Nineteen Eighty-Four) 7.5/10 (Mynd eftir samnefnda bók George Orwells)
The Animal Farm (7.0/10) (Önnur mynd eftir samnefnda bók George Orwells)
Resident Evil 1: 8.0/10
Fast and the Furious myndirnar: 1. 6.8, svo lækkandi um .5 stig með hverri framhaldsmynd.
Svartur á Leik (Black's Game): 8.5/10 (Með betri glæpamyndum sem ég hef séð, hinsvegar 8.5 í stað 9 vegna lélegrar háskerpu). Óþjöppuð er kvikmyndin með tveim hljóðgreinum ekki nema 16.2gb. Vert að benda á það að ég hef sótt encodes sem ná alveg 14-15gb.
Til samanburðar þá er svartur á leik, og það óþjöppuð beint af blu-ray diskinum einungis að gefa Bits/(Pixel*Frame): 0.364 á meðan Blu-Ray encodið 'I.Robot.2004.Bluray.1080p.DTSMA.x264.dxva-FraMeSToR' er að gefa: 0.475.
i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|