gumol skrifaði:Þetta gæti verið rétt hjá þér með tölvuleiki og hugbúnað í sumum tilfellum.
En ef það á að fara að vega og meta réttlætið í því sem höfundarréttarsamtök gera annarsvegar og niðurhalarar hinsvegar þá er ekki spurningin að niðurhalarar hafa vinninginn. Aðgengið að "löglegri" tónlist sambærilega við það sem niðurhalarar eru að ná í er hræðilegt. Ég held það sé líka mun meira um að tónlist og kvikmyndum sé stolið en hugbúnaði.
Ég kaupi enga tónlist, og stel heldur engri. Ég hlusta á Shoutcast! Þar eru margar frábærar útvarpsstöðvar með tónlist sem ég fíla. Nenni ekki að standa í þessu rugli með milljón MP3 skrár og reyna organiza allt heila klabbið, búa til playlista og hvaðeina. Ýti bara á play í Winamp og hann spilar alveg þangað til ég slekk á því Allt löglegt!
Hinsvegar eru dreifingar- og höfundarréttarsamtök BNA að reyna slökkva á Shoutcast þessa dagana með því að hækka höfundarréttargjöldin í eitthvað svívirðilegt. Þessar útvarpsstöðvar eru svo skyldaðar samkvæmt lögum í BNA að borga þeim hvaðeina sem þeir setja upp.
Hvað eiga gæjar einsog ég að gera þegar tónlistin sem ég elska (að hlusta löglega á) hverfur? Stela henni? Ég held að hún fáist nú ekki í Skífunni
Það er eitthvað svo bogið við þetta kerfi.