Það var einn á mann og hefur alltaf verið þannig hjá att.is
Hinsvegar þegar fleiri en 10 manns pöntuðu örgjörva (og ekkert nema örgjörva)
hjá att.is í einu, þá brugðust þeir við með því að hækka verðin því
þeir gátu ekki staðið við þessi verð útúr búð án þess að fólk myndi kaupa
aðra hluti með örgjörvunum þar sem álagningin hjá att.is liggur.
Með öðrum orðum þá er ónefnt fyrirtæki að nota markasráðandi stöðu sína
með því að starfrækja fyrirtæki (att.is) sem borgar með vörum eins og
örgjörvum á þeirri forsendu að laða til sín kúnna og láta önnur fyrirtæki líta
út fyrir að vera að okra á vörum.
Þetta geta þeir því að langflestir þeir sem
koma og versla örgjörvana á þessu verði hjá þeim koma í flestum tilfellum
til með að kaupa aðra íhluti samhliða eins og t.d móðurborð, aflgjafa, kassa,
geisladrif, vinnu við samsetningu og svo framvegis. Þannig tekst þeim að
koma út á sléttu með því að selja hluti samhliða þessum "ódýrari" vörum.
Svo kom hið sanna eðli att.is í ljós þegar það átti að standa við þessi verð
þegar þeir vísuðu fólki frá í massavis sökum "rangra forsenda" fyrir því
að versla af þeim tiltekna hluti. Veit meira segi dæmi þess að þeir vísuðu
frá kúnna sem hafði ætlað að versla tölvuturn með öllu saman á þeirri
forsendu að hann væri að versla hana á "röngum forsendum."
Hinsvegar hef ég heimildir fyrir því að það voru einstaklingar sem nefndu
neytendasamtökin og samkeppnistofnun við þá í att.is og fengu
þarafleiðandi pantanir sínar afgreiddar