Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Allt utan efnis

Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Fös 06. Apr 2007 14:41

elv skrifaði:Mjög gaman að fylgjast með þessari umræðu, tala nú ekki um þegar menn vilja meina að það sé hægt að reka ríkissjóð svo mikið betur og dæla peningum í hitt og þetta.
Þannig að , mig langar að sjá ykkur gera æfingu sem ASÍ lætur fólk gera á námskeiðum.
Ríkissjóður er með sirka 300millarða(að vísu rétt yfir 270 milljarðar í þeim gögnum sem ég er með, þau eru frá 2004, en þetta er svipað í dag) innkomu og hérna fyrir neðan eru útgjalda liðinir, skiptið þessu svo


Almenn opinber þjónusta
Löggæsla og öryggismál
Fræðslumál
Heilbrigðismál
Almannatryggingar og velferðarmál
Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál
Menningar- og kirkjumál
Eldsneytis- og orkumál
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál
Iðnaðarmál
Samgöngumál
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega
Önnur útgjöld ríkissjóðs


Var mjög gaman hjá okkur að sjá hvar fólk vildi spara og láta meira í staðinn


ps og ekki svindla á þessu :wink:

Iss,ekkert mál.

Selja RÚV til hæstbjóðanda með engum ákvæðum um menningarlegt hlutverk RÚV í framtíðinni.Ríkið á ekki að vera í samkeppni við frjálsan markað í fjölmiðlum.

Skylda hið opinbera til að hafa öll útboð OPIN,það er stórfé sóað í kaup
á of dýrum búnaði og þjónustu vegna LOKAÐRA útboða.

Skera utanríkisþjónustuna mikið niður,lágmark um helming.
Fækka sendirherrum og sendiráðum.
Sama á við um ferðalög allra opinberra starfsmanna,fræðsluferðir og þessar fundarferðir sem eru bara yfirskin fyrir skemmtun eftir 2 klukkutíma Powerpoint slideshow eða 30 mín fund með einhverjum um eitthvað sem skiptir afar litlu máli fyrir almenna borgara Íslands.

Hætta að snobba fyrir alþjóðasamfélaginu með þáttöku í ýmsum hernaðaraðgerðum og keyptu sæti í öryggisráði sameinuðuþjófanna,
með milljarða kostnaði af skattfé okkar.

Menning og kirkja fá ekkert.
þetta á ekki að tengjast ríkissjóð á neinn hátt,nema með greiðslu skatta og gjalda af menningarlegri og kirkjulegri starfsemi.

Landbúnaður og sjávarútvegurinn fá ekkert.
þetta eru atvinnugreinar sem eiga að bera sig sjálfar í alþjóðlegri samkeppni eða hætta starfsemi.

það sem sparaðist á þessum málaflokkum myndi ég flytja til,
1/3 til fræslumála,með áherslu á hátæknimenntun.það er framtíð allra.
1/3 til heilbrigðismála með áherslu á öldrunarmál.við verðum öll gömul.
Og 1/3 til iðnaðarmála,með áherslu á hátækniiðnað,eins og Finnland.

Og þetta er bara byrjunin á því sem ætti að breyta,skattfé okkar er gróflega misnotað og því þarf að breyta til hagsbóta fyrir alla.

Já "elv" það ER hægt að gera MIKIÐ betur í rekstri ríkissjóðs.
það er staðreynd,ekki bara góð meining eins og þú virðist halda. :wink:



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Fös 06. Apr 2007 15:59

Taxi skrifaði:
elv skrifaði:Mjög gaman að fylgjast með þessari umræðu, tala nú ekki um þegar menn vilja meina að það sé hægt að reka ríkissjóð svo mikið betur og dæla peningum í hitt og þetta.
Þannig að , mig langar að sjá ykkur gera æfingu sem ASÍ lætur fólk gera á námskeiðum.
Ríkissjóður er með sirka 300millarða(að vísu rétt yfir 270 milljarðar í þeim gögnum sem ég er með, þau eru frá 2004, en þetta er svipað í dag) innkomu og hérna fyrir neðan eru útgjalda liðinir, skiptið þessu svo


Almenn opinber þjónusta
Löggæsla og öryggismál
Fræðslumál
Heilbrigðismál
Almannatryggingar og velferðarmál
Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál
Menningar- og kirkjumál
Eldsneytis- og orkumál
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál
Iðnaðarmál
Samgöngumál
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega
Önnur útgjöld ríkissjóðs


Var mjög gaman hjá okkur að sjá hvar fólk vildi spara og láta meira í staðinn


ps og ekki svindla á þessu :wink:

Iss,ekkert mál.

Selja RÚV til hæstbjóðanda með engum ákvæðum um menningarlegt hlutverk RÚV í framtíðinni.Ríkið á ekki að vera í samkeppni við frjálsan markað í fjölmiðlum.

Skylda hið opinbera til að hafa öll útboð OPIN,það er stórfé sóað í kaup
á of dýrum búnaði og þjónustu vegna LOKAÐRA útboða.

Skera utanríkisþjónustuna mikið niður,lágmark um helming.
Fækka sendirherrum og sendiráðum.
Sama á við um ferðalög allra opinberra starfsmanna,fræðsluferðir og þessar fundarferðir sem eru bara yfirskin fyrir skemmtun eftir 2 klukkutíma Powerpoint slideshow eða 30 mín fund með einhverjum um eitthvað sem skiptir afar litlu máli fyrir almenna borgara Íslands.

Hætta að snobba fyrir alþjóðasamfélaginu með þáttöku í ýmsum hernaðaraðgerðum og keyptu sæti í öryggisráði sameinuðuþjófanna,
með milljarða kostnaði af skattfé okkar.

Menning og kirkja fá ekkert.
þetta á ekki að tengjast ríkissjóð á neinn hátt,nema með greiðslu skatta og gjalda af menningarlegri og kirkjulegri starfsemi.

Landbúnaður og sjávarútvegurinn fá ekkert.
þetta eru atvinnugreinar sem eiga að bera sig sjálfar í alþjóðlegri samkeppni eða hætta starfsemi.

það sem sparaðist á þessum málaflokkum myndi ég flytja til,
1/3 til fræslumála,með áherslu á hátæknimenntun.það er framtíð allra.
1/3 til heilbrigðismála með áherslu á öldrunarmál.við verðum öll gömul.
Og 1/3 til iðnaðarmála,með áherslu á hátækniiðnað,eins og Finnland.

Og þetta er bara byrjunin á því sem ætti að breyta,skattfé okkar er gróflega misnotað og því þarf að breyta til hagsbóta fyrir alla.

Já "elv" það ER hægt að gera MIKIÐ betur í rekstri ríkissjóðs.
það er staðreynd,ekki bara góð meining eins og þú virðist halda. :wink:


1 spurning..
landbúnaður á að fá ekkert... hvað ætlar þú að gera við alla þá bændur sem að verða lkomnir á hausinn eftir 5 ár ?

og sjávarútvegur ekkert
hvernig á að gera rannsóknir á stofnstærðum á hinum og þessum tegundum, á kannski að slappa kvótalerfi og gefa veiðar frjálsar ?

hvað ætlaru þá að gera við allasjómenn og alla þá sem að vinna við fiskvinnslu eftir 5 - 10 ár þegar að hinir og þessir stofnar eruu hrundir ?


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Fös 06. Apr 2007 20:59

Skondið að Taxi skuli ekki vilja setja pening í samgöngur.

Þetta er full mikill einföldun, auðvitað margt til í þessu hjá þér, en eins og ég sagði full mikill einföldun




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Taxi » Fös 06. Apr 2007 22:01

@urban-
1 svar. Eins og ég sagði eiga landbúnaður og sjávarútvegsmál að bera sig sjálf eða hætta.

Þú vilt kannski útskýra afhverju það á að greiða þessum fyrirtækjum frekar af skattfé,fyrir að starfa og græða fé,en ekki öðrum fyrirtækjum í landinu. :?:

Bændurnir geta selt jarðirnar undir sumarhúsabyggðir eða reist sveitahótel og ferðaþjónustu,ef þeir geta ekki rekið bú í samkeppni.
þeir bændur sem vilja það ekki,geta ræktað olíuríkt korn fyrir BioDisel.

Útgerðirnar eiga að sjá um hafrannsóknir,það eru jú þær sem eiga mest undir því að rétt sé staðið að hafrannsóknum.(fiskifræðingar hafa nú ekki staðið sig mjög vel,finnst mér)
Þá verður ekkert atvinnuleysi hjá sjómönnum og er ekki í lagi að útlendingarnir í fiskvinnslunni flytji sig um starf,það er jú alltaf eftirspurn eftir láglaunavinnuafli á spítalana og elliheimilin.

@elv
þetta er auðvitað einföldun á málinu,þetta er viðameira mál en svo að við náum að klára þessa pælingu á spjallþræði.
Ef þú vilt kíkja í kaffi og ræða málið,þá átt þú opið heimboð hjá mér.

En það ER hægt að gera svona breytingar á úthlutuninni á skattféinu. :D



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Lau 07. Apr 2007 16:21

Takk fyrir það Taxi :D



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Sun 08. Apr 2007 00:15

æðislegt Taxi, verst að ekkert af þessu verður framkvæmt :roll:




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Sun 08. Apr 2007 03:26

elv skrifaði:Almenn opinber þjónusta
Löggæsla og öryggismál
Fræðslumál
Heilbrigðismál
Almannatryggingar og velferðarmál
Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál
Menningar- og kirkjumál
Eldsneytis- og orkumál
Landbúnaðar- og sjávarútvegsmál
Iðnaðarmál
Samgöngumál
Önnur útgjöld vegna atvinnuvega
Önnur útgjöld ríkissjóðs


Var mjög gaman hjá okkur að sjá hvar fólk vildi spara og láta meira í staðinn


Maður verður eiginlega að sjá hvaða upphæðir fara í hvern málaflokk til að geta sagt til um þetta og hvað er undir hverjum flokki. Afhverju eru almannatryggingar og heilbrigðismál td. 2 mismunandi flokkar?

Annars ætti að byrja á að strika út gjöld til kirkjumál. Milljarðarnir sem sparast þar má nota til að byrja að afnema tolla. Þá sparast líklega í flokknum almenn opinber þjónusta í leiðinni. Gjöld til menningarmála eiga eingöngu að renna til varðveislu og sýningar hluta sem hafa mikið sögulegt gildi. Væri hægt að færa það undir fræðslumál.

Ríkið fær amk. um 24 milljarða í tekjur af ökutækjum (+ virðisaukaskatt), mér finnst það ætti að nota þá peninga í samgöngumál sem tengjast þessum ökutækjum.

Það má spara í löggæslu og öryggismálum með því að lögleiða sum fíkniefni.

Spara í heilbrigðismálum með því að einkavæða spítalana og láta þá semja við tryggingastofnun eins og reyndar margir sérfræðingar og sjálfstætt starfandi læknar gera í dag.

Húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál: Er eitthvað sem fellur undir þennan flokk sem viðkomandi íbúar borga ekki fyrir beint? Gatangerðargjöld, holræsagjald, sorphirðugjöld o.s.frv.

Einkavæða orkufyrirtækin. Annars er ég ekki viss um hvaða kostnaður fellur undir þennan Eldsneytis og orkuflokk.

gnarr skrifaði:Til dæmis, þá kostar ein önn í menntaskóla á íslandi um það bil 700.000kr fyrir hvern nemanda. Það er spurning hversu margir hefðu einusinni íhugað að fara í skóla ef maður þyrfti að borga þetta í einu lagi við skráningu í skólann.
Hvernig færðu það út?

Menntaskólinn í Kópavogi fær 643 milljónir í ár frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Í honum eru rúmlega 1200 nemendur. Það gerir 528.333 kr. á mann á ári sem er 264.167 kr. á önn. Auðvitað ekki nákvæmir útreikningar, en skekkjan þarf að vera mjög mikil ef kostnaðurinn á nemanda er 700 þúsund á önn.



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Sun 08. Apr 2007 12:02

Elska þennan ofvita hátt.
Verðum að sjá skiptingu til að geta skipt sjálfir :lol:

Tilgangurinn er að sjá hvernig ÞIÐ skiptið þessu vs hvernig þetta er í raun.
Alltaf gaman að sjá hvað fólk vil spara í heilbrigðiskerfinu, en kvartar svo yfir of háum kostnaði í því líka




gumol
Besserwisser
Póstar: 3929
Skráði sig: Sun 27. Okt 2002 00:12
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gumol » Mán 09. Apr 2007 00:45

elv skrifaði:Elska þennan ofvita hátt.
Verðum að sjá skiptingu til að geta skipt sjálfir :lol:

Tilgangurinn er að sjá hvernig ÞIÐ skiptið þessu vs hvernig þetta er í raun.
Alltaf gaman að sjá hvað fólk vil spara í heilbrigðiskerfinu, en kvartar svo yfir of háum kostnaði í því líka
Misskildi þetta, hélt það væri verið að spurja hverju maður vildi breyta.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf urban » Mán 09. Apr 2007 01:13

elv skrifaði:Elska þennan ofvita hátt.
Verðum að sjá skiptingu til að geta skipt sjálfir :lol:

Tilgangurinn er að sjá hvernig ÞIÐ skiptið þessu vs hvernig þetta er í raun.
Alltaf gaman að sjá hvað fólk vil spara í heilbrigðiskerfinu, en kvartar svo yfir of háum kostnaði í því líka


málið er að til þess að geta sagt hvað á að fara í hvern flokk fyrir sig þá þarf maður að hafa einhverja grunn hugmynd um hvað hver flokkur þarf, þarfnast eða hefur núna

þú tekur ekki og útfdeilir 250 milljörðum án þess að vita í hvað þú ert að deila þeim


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Mán 09. Apr 2007 15:31

Jú út á það gengur æfinging.
:twisted:



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Mán 09. Apr 2007 17:14

amen




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Þri 10. Apr 2007 00:18

elv skrifaði:Jú út á það gengur æfinging.
:twisted:


Þá er æfingin gerð til að láta menn líta út fyrir að vera vitlausa. :wink:



Skjámynd

elv
Of mikill frítími
Póstar: 1980
Skráði sig: Sun 23. Mar 2003 21:53
Reputation: 19
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf elv » Þri 10. Apr 2007 08:27

Birkir skrifaði:
elv skrifaði:Jú út á það gengur æfinging.
:twisted:


Þá er æfingin gerð til að láta menn líta út fyrir að vera vitlausa. :wink:




Að vísu :twisted:




krullih
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 07. Sep 2006 23:58
Reputation: 0
Staðsetning: 220 HFJ
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf krullih » Lau 14. Apr 2007 21:18

Kannski er ég of seinn að koma inn í umræðuna og ég vill taka það fram að ég las bara fyrstu síðuna.

en eins og einhver sagði: "Hver segir nei við peningum?"

Verður bara að átta þig á því að þetta voru PENINGAR fyrir 40 árum - þá hóf þetta hafnarfjörð upp og gerði öllum gott. Enda var fólk ekki að kjósa til þess að vera á móti _álverinu_ heldur -stækkuninni-

Ég heyrði þá tölu fljúga að tekjur HFJBæjar af Alcan væru á ca. 5% - það er bara mjög lítið miðað við hvað allir tala um þetta sem stórskandal.

Það voru menn Alcans sem ákváðu að gera þetta persónulegt - og BÓKSTAFLEGA hóta mönnum að þeir myndu hætta.

En svo spyr ég, eins og aðrir hafa eflaust gert hérna: Hver vill loka fyrirtæki á stað sem hentar þeim mjög vel og er að mokgræða?

Annað líka, Alcan borgaði skatta af hagnaðinum sínum - þannig að þeir seldu sér hráefnin aftur frá Ástralíu á uppsprengdu verði svo að hagnaðurinn yrði minni...sjibbÝ!

Og í því samfélagi sem við búum í dag þar sem fólk vill ekki vinna vissar vinnur og því eru útlendingar farnir að starfa við það þá get ég ekki beint sagt að það skort atvinnu, og hvað þá fjármagn ?

Og svo til að kasta einni hugsun á framfæri hérna:

Afhvejru flytja þeir sig ekki til Ísafjarðar? Sárvantar atvinnu þar!



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6496
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 315
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Lau 14. Apr 2007 21:34

gumol skrifaði:
gnarr skrifaði:Til dæmis, þá kostar ein önn í menntaskóla á íslandi um það bil 700.000kr fyrir hvern nemanda. Það er spurning hversu margir hefðu einusinni íhugað að fara í skóla ef maður þyrfti að borga þetta í einu lagi við skráningu í skólann.
Hvernig færðu það út?

Menntaskólinn í Kópavogi fær 643 milljónir í ár frá ríkinu samkvæmt fjárlögum. Í honum eru rúmlega 1200 nemendur. Það gerir 528.333 kr. á mann á ári sem er 264.167 kr. á önn. Auðvitað ekki nákvæmir útreikningar, en skekkjan þarf að vera mjög mikil ef kostnaðurinn á nemanda er 700 þúsund á önn.


Afsakið, þetta átti að vera ár en ekki önn.


"Give what you can, take what you need."

Skjámynd

Klaufi
Stjórnandi
Póstar: 2350
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 04:44
Reputation: 54
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf Klaufi » Mán 12. Sep 2011 21:18

*Grave digger* :crazy

Lenti í umræðu um stækkunina í dag sem entist mjög lengi.

Af einhverjum fáránlegum ástæðum mundi ég eftir þessum þræði, og fann hann sem elsta þráðinn á Koníakstofunni. Alveg óþarfi að stofna nýjan. :lol:


Hvað finnst ykkur Vökturum (sem hafið einhverja skoðun á þessu) um þetta núna, eftir það sem hefur gengið á síðustu fjögur ár?


Mynd


everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf everdark » Mán 12. Sep 2011 22:15

Klaufi skrifaði:*Grave digger* :crazy

Lenti í umræðu um stækkunina í dag sem entist mjög lengi.

Af einhverjum fáránlegum ástæðum mundi ég eftir þessum þræði, og fann hann sem elsta þráðinn á Koníakstofunni. Alveg óþarfi að stofna nýjan. :lol:


Hvað finnst ykkur Vökturum (sem hafið einhverja skoðun á þessu) um þetta núna, eftir það sem hefur gengið á síðustu fjögur ár?


Hið besta mál.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Sep 2011 22:33

Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf Halli13 » Mán 12. Sep 2011 22:36

GuðjónR skrifaði:Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.


Af hverju ekki álver, hvað er svona slæmt við þau?

Og hvað viltu fá annað sem að skapar bæði atvinnu og gjaldeyri?




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf vesley » Mán 12. Sep 2011 22:36

GuðjónR skrifaði:Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.



T.d. Verksmiðju til að vinna úr þessu áli! erum að selja þetta úr landi í klumpum og er "hráverðið" á áli mjög lítið miðað við hagnað ef við myndum vinna úr því.



Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16576
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2137
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf GuðjónR » Mán 12. Sep 2011 22:38

vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.



T.d. Verksmiðju til að vinna úr þessu áli! erum að selja þetta úr landi í klumpum og er "hráverðið" á áli mjög lítið miðað við hagnað ef við myndum vinna úr því.

Akkúrat, þetta er eins og þegar við fluttum allan fiskinn óunnin út, og til að auka tekjur var veitt meira í stað þess að vinna hann heima og auka verðmætin.



Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf tdog » Mán 12. Sep 2011 22:39

Halli13 skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.


Af hverju ekki álver, hvað er svona slæmt við þau?

Og hvað viltu fá annað sem að skapar bæði atvinnu og gjaldeyri?


Þú hefur væntanlega ekki séð álver.

Er annars sammála því að við þurfum mannfrekan iðnað. T.d tvo oliuborpalla... Og ríkisrekið oliúfélag.




Halli13
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 06. Mar 2010 21:49
Reputation: 11
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Til hamingju Hafnfirðingar og Höfuðborgarbúar allir!!

Pósturaf Halli13 » Mán 12. Sep 2011 22:41

GuðjónR skrifaði:
vesley skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Nóg af álverum á Íslandi, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað annað.



T.d. Verksmiðju til að vinna úr þessu áli! erum að selja þetta úr landi í klumpum og er "hráverðið" á áli mjög lítið miðað við hagnað ef við myndum vinna úr því.

Akkúrat, þetta er eins og þegar við fluttum allan fiskinn óunnin út, og til að auka tekjur var veitt meira í stað þess að vinna hann heima og auka verðmætin.


Það er einfallt svar við þessu og það er hlutfallsslegir yfirburðir Íslands í framleiðslu á áli yfir flest önnur lönd í heiminum.