so skrifaði:gnarr skrifaði:jæja, svo við förum on-topic.
Rökræðum þessa setningu.. ég hef gaman að því að sjá ykkar skoðanir á henni: "þess setning er lygi!"
Til þess að geta rökrætt um einhverja hluti verðum við að átta okkur á hvað rök eru og til hvers rökfærsla er.
Rök eru fullyrðingar sem settar eru fram í því skyni að styðja aðrar fullyrðingar.
Rök geta verið ástæður og rök geta verið réttlætingar.
Samhengi þarf að vera á milli raka og þess sem rökstyðja á.
Markmiðið með rökstuðningi er að sannfæra aðra um að það sem þú segir sé rétt
Góð rök felast í því að leiða niðurstöðu af forsendum á réttmætan hátt.
Þetta eru reyndar bara fyrstu þrjár mínúturnar í rökfræðikúrs en ágætis byrjun.
Þar af leiðir að það þarf að vera önnur setning/setningar, annað hvort á undan eða á eftir til að hægt sé að fjalla með rökfræðilegum hætti um fullyrðingu gnarrs.
Til dæmis:"Allt sem ég segi er lygi. Ég skrifa næstu setningu. Þessi setning er lygi".
Þarna eru forsendurnar fyrstu tvær setningarnar og niðurstaðan sú síðasta.
Til þess að rökin séu "góð og gild" eins og það heitir í rökfræði þarf samband forsendna og niðurstöðu að vera þannig að ekki sé hægt að hugsa sér að niðurstaðan sé ósönn að því gefnu að forsendurnar séu sannar.
Þá er bara spurningin hvort forsendurnar geta verið sannar og hvernig samband sé á milli forsendu og niðurstöðu.
Er þetta allt satt ? Er þetta allt lygi ? Er eitthvað satt og eitthvað logið?
Svo eru til mörg afbrigði af rökvillum og í þeim eru oft fólgnar sniðugar setningar/þversagnir eins og Birkir bendir á.
Ó, það eru víst komnar frímínútur. Ekkert helv...... pornsörf í frímínútunum
Zzzzzzzz.