Síða 1 af 1
Beyglaðir pinnar á móðurborði
Sent: Fim 03. Júl 2025 18:41
af Geita_Pétur
Daginn, keypti mér MSI Edge ti Z790 móðurborð í USA $320 og tókst í mínum klaufaskap að beygla pinna á því og það bootar ekki.
Veit ekki hvort að það svari kostnaði að gera við það á verkstæði, ef það er þá hægt.
Eru einhverjir hérna með góð ráð hvernig maður getur reynt það sjáflur. Vill allavega reyna áður en ég hendi því.
Er líka alveg tilbúinn að skoða að selja það einhverjum sem telur sig geta lagað það fyrir sanngjarnt verð.
Re: Beyglaðir pinnar á móðurborði
Sent: Fim 03. Júl 2025 19:00
af Gemini
Þú hefðir kannski átt að láta mynd fylgja svo það væri einfaldara að leiðbeina þér.
Annars geturðu notað flísatöng á þessa á cpu pinna en það er töluverð hætta að þeir brotni því miður svo vandvirkni er mikilvæg.
Mikilvægasta er samt að engir pinnar búi til skammhlaup við aðra pinna ef þú ætlar að prófa örgjörva í því, annars er hættan að CPU skemmist líka mun hærri.
Re: Beyglaðir pinnar á móðurborði
Sent: Fim 03. Júl 2025 21:32
af andriki
Geita_Pétur skrifaði:Daginn, keypti mér MSI Edge ti Z790 móðurborð í USA $320 og tókst í mínum klaufaskap að beygla pinna á því og það bootar ekki.
Veit ekki hvort að það svari kostnaði að gera við það á verkstæði, ef það er þá hægt.
Eru einhverjir hérna með góð ráð hvernig maður getur reynt það sjáflur. Vill allavega reyna áður en ég hendi því.
Er líka alveg tilbúinn að skoða að selja það einhverjum sem telur sig geta lagað það fyrir sanngjarnt verð.
skal gera við þetta fyrir þig fyrir 5k no fix no pay
Re: Beyglaðir pinnar á móðurborði
Sent: Fös 04. Júl 2025 06:24
af Frussi
Notaðu skrúfblýant með engu blýi. Pinnarnir smell passa inn í blýantsendann og auðvelt að beygja til baka, miklu auðveldara en með flísatöng. Mikilvægt að beygja þá ekki fram og til baka, td ef pinni er beyglaður 35° til vinstri að hann fari ekki yfir i 10° til hægri og svo til baka í 0°. Meiri líkur á að þeir verði stökkir og brotna þannig.
Re: Beyglaðir pinnar á móðurborði
Sent: Fös 04. Júl 2025 10:06
af Gemini
Frussi skrifaði:Notaðu skrúfblýant með engu blýi. Pinnarnir smell passa inn í blýantsendann og auðvelt að beygja til baka, miklu auðveldara en með flísatöng. Mikilvægt að beygja þá ekki fram og til baka, td ef pinni er beyglaður 35° til vinstri að hann fari ekki yfir i 10° til hægri og svo til baka í 0°. Meiri líkur á að þeir verði stökkir og brotna þannig.
Það virkar ekki á þessa móðurborða"pinna" sem eru í dag. Það virkaði vel á gömlu beinu örgjörvapinnana en í dag er þetta meira flatt og á móðurborðunum sjálfum.