Lekaliði slær (sló) út og LED-væðing heimilis
Sent: Sun 12. Jan 2025 12:26
Tvær spurningar
1. Lekaliðinn sló allt í einu út seint í gærkvöldi upp úr þurru (takmarkað álag, í raun ekkert nema uppþvottavél). Sló honum aftur inn og þá fór hann út aftur eftir ~30 sec. Sló öllu út og reyndi að átta mig á því hvað væri að valda og hann endaði á því að hanga inni með því að slá út greininni sem er með útiljósin. Úti var auðvitað smá vindur og miklar leysingar.
- Þetta bendir væntanlega til þess að það er einhversstaðar raki að komast í perustæði eða garðtengibox?
- Og þá næsta skref að kíkja á það allt saman og athuga hvort svo sé? Eða getur rafvirki nálgast þetta á annan hátt?
2. Núna er ég í húsi byggt 1997/8 og hef verið að LED væða heimilið hægt og rólega. Skipt út eldri dimmerum og spennubreytum fyrir led dimmer og led ljós o.s.frv.
- Ég rakst á þennan þráð í nótt þegar ég var í þessu vesen - Lekaliði að slá út
- Þarf ég að fá rafvirkja til þess að skipta um lekaliða hjá mér (n.b. ekki að gefa í skyn að ég ætli að láta mér detta í huga að gera það - bara hvort þetta sé eitthvað sem þarf samhliða LED-væðingu)? Ég er ekki með þessar sínusbylgur á mínum lekaliða :-)
Bkv.,
1. Lekaliðinn sló allt í einu út seint í gærkvöldi upp úr þurru (takmarkað álag, í raun ekkert nema uppþvottavél). Sló honum aftur inn og þá fór hann út aftur eftir ~30 sec. Sló öllu út og reyndi að átta mig á því hvað væri að valda og hann endaði á því að hanga inni með því að slá út greininni sem er með útiljósin. Úti var auðvitað smá vindur og miklar leysingar.
- Þetta bendir væntanlega til þess að það er einhversstaðar raki að komast í perustæði eða garðtengibox?
- Og þá næsta skref að kíkja á það allt saman og athuga hvort svo sé? Eða getur rafvirki nálgast þetta á annan hátt?
2. Núna er ég í húsi byggt 1997/8 og hef verið að LED væða heimilið hægt og rólega. Skipt út eldri dimmerum og spennubreytum fyrir led dimmer og led ljós o.s.frv.
- Ég rakst á þennan þráð í nótt þegar ég var í þessu vesen - Lekaliði að slá út
- Þarf ég að fá rafvirkja til þess að skipta um lekaliða hjá mér (n.b. ekki að gefa í skyn að ég ætli að láta mér detta í huga að gera það - bara hvort þetta sé eitthvað sem þarf samhliða LED-væðingu)? Ég er ekki með þessar sínusbylgur á mínum lekaliða :-)
Bkv.,