VW Passat - hurðaskynjari og frost
Sent: Mið 17. Jan 2024 09:32
Maður spyr auðvitað fyrst hér.
Ég er með bílinn minn (VW Passast 2020) í bílskúrnum allar nætur og ekkert vesen. Ef hann situr úti í frosti t.d. í bústaðnum eða fyrir utan vinnuna allan daginn er hann farinn að taka upp á því að segja bílstjórahurðina opna þó hún sé lokuð. Sem þýðir að hann vælir endalaust á meðan ég keyri og neglir í handbremsu þegar ég stoppa t.d. á ljósum eða biðskyldu sem ærir mig. Svo þegar hann hitnar á heimleiðinni get ég alltaf opnað og lokað hurðinni og hann segir „Já flott, hurðin er lokuð“.
Ég veit ekkert um bíla, eitthvað sem bílafólk hér inni dettur í hug sem ég gæti gert bara heima til að laga þetta?
Ég er með bílinn minn (VW Passast 2020) í bílskúrnum allar nætur og ekkert vesen. Ef hann situr úti í frosti t.d. í bústaðnum eða fyrir utan vinnuna allan daginn er hann farinn að taka upp á því að segja bílstjórahurðina opna þó hún sé lokuð. Sem þýðir að hann vælir endalaust á meðan ég keyri og neglir í handbremsu þegar ég stoppa t.d. á ljósum eða biðskyldu sem ærir mig. Svo þegar hann hitnar á heimleiðinni get ég alltaf opnað og lokað hurðinni og hann segir „Já flott, hurðin er lokuð“.
Ég veit ekkert um bíla, eitthvað sem bílafólk hér inni dettur í hug sem ég gæti gert bara heima til að laga þetta?