Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Ég er með seríu á jólatrénu hjá mér sem er á 31V dc. Hún hefur þótt vera full Björt og mig langar að reyna að dimma hana eitthvað. Var að spá í að prufa Shelly Rgbw2 en hámarks spenna á honum er 24V. Dettur ykkur eitthvað í hug sem væri þægilegt að tengja inn í til að dimma hana smá?
-
- Græningi
- Póstar: 29
- Skráði sig: Fim 10. Okt 2013 00:41
- Reputation: 8
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Ég reikna með að þetta sé 31V DC, þar sem þú varst að spá í að setja Shelly.
Þannig að það ætti að vera hægt að setja bara díóður í röð, hver díóða lækkar spennuna um 0.7V
Passa bara að díóðurnar séu nægilega öflugar til að höndla strauminn.
Einnig er hægt að setja viðnám (hvort sem serían er AC eða DC) .. það er kannski meira bras, að finna réttu stærðina, bæði viðnámið og aflið sem viðnámið þarf að þola.
Þannig að það ætti að vera hægt að setja bara díóður í röð, hver díóða lækkar spennuna um 0.7V
Passa bara að díóðurnar séu nægilega öflugar til að höndla strauminn.
Einnig er hægt að setja viðnám (hvort sem serían er AC eða DC) .. það er kannski meira bras, að finna réttu stærðina, bæði viðnámið og aflið sem viðnámið þarf að þola.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
skrani skrifaði:Ég reikna með að þetta sé 31V DC, þar sem þú varst að spá í að setja Shelly.
Þannig að það ætti að vera hægt að setja bara díóður í röð, hver díóða lækkar spennuna um 0.7V
Passa bara að díóðurnar séu nægilega öflugar til að höndla strauminn. Led hefur "fasta" forspennu sem þarf að haldast rétt, allt undir henni fer allt í rugl.
Einnig er hægt að setja viðnám (hvort sem serían er AC eða DC) .. það er kannski meira bras, að finna réttu stærðina, bæði viðnámið og aflið sem viðnámið þarf að þola.
Vandamálið við díóðurnar er spennufallið yfir þær myndar hita sem þarf að fara eitthvað, jafnvel þetta sé ekki hár straumur á seríunni. Síðan er spennustýring algerlega gagnslaus á LED. (Raðtengja díóður til að lækka spennu).
Auðveldasta stýringin væri PWM mótun. (t.d. algert núbba project með arduino + mosfet eða ódýr pwm reglunarbúnaður)
Flottasta stýringin væri straumstýring, en það væri dýrasti valmöguleikinn.
Veit ekki hvernig shelly virkar, en það virkar engin venjuleg dimming function á þetta, því cut-on /cut-off er ætluð fyrir AC álag eins og glóperur.
Síðast breytt af jonsig á Þri 12. Des 2023 19:42, breytt samtals 2 sinnum.
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
ef þú ert fiktari geturðu búið til straumgjafa með einum bjt og 3 mótstöðum.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Takk fyrir öll svörin. Ég var svona meira að spá í einhverju sem væri semi einfalt og fljótlegt að græja, tíminn frekar takmarkaður rétt fyrir jól. Svo væri stór kostur ef þetta væri stillanlegt. En En serían er jú 31V DC. Ég á einn 24V spennugjafa og led borða stýringu held að fyrsta skref verði að prufa að tengja það við seríunni og gá hvað gerist
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Snorrmund skrifaði:Takk fyrir öll svörin. Ég var svona meira að spá í einhverju sem væri semi einfalt og fljótlegt að græja, tíminn frekar takmarkaður rétt fyrir jól. Svo væri stór kostur ef þetta væri stillanlegt. En En serían er jú 31V DC. Ég á einn 24V spennugjafa og led borða stýringu held að fyrsta skref verði að prufa að tengja það við seríunni og gá hvað gerist
Gerist örugglega ekkert sniðugt. Ég reyndi amk að gefa þér pointers.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
jonsig skrifaði:Snorrmund skrifaði:Takk fyrir öll svörin. Ég var svona meira að spá í einhverju sem væri semi einfalt og fljótlegt að græja, tíminn frekar takmarkaður rétt fyrir jól. Svo væri stór kostur ef þetta væri stillanlegt. En En serían er jú 31V DC. Ég á einn 24V spennugjafa og led borða stýringu held að fyrsta skref verði að prufa að tengja það við seríunni og gá hvað gerist
Gerist örugglega ekkert sniðugt. Ég reyndi amk að gefa þér pointers.
Já þetta er tilraunirnar virði fyrir mig, á þetta til og tekur 5 mín að tengja held að hitt sé full mikið bras. En afhverju ætti þetta ekki að virka ? Stýring sem er ætluð til að stýra led borða og hægt að dimma og stilla afhverju virkar hún ekki á led seríu?
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Snorrmund skrifaði:Já þetta er tilraunirnar virði fyrir mig, á þetta til og tekur 5 mín að tengja held að hitt sé full mikið bras. En afhverju ætti þetta ekki að virka ? Stýring sem er ætluð til að stýra led borða og hægt að dimma og stilla afhverju virkar hún ekki á led seríu?
Því að samband straums og spennufalls yfir LED/ljóstdíóðu lítur svona út:
Það þýðir að nánast sama hver straumurinn í rásinni er er spennufallið yfir ljósdíóuðuna hið sama. Serían sem þú ert með er með einhvern vissan fjölda ljósdíóða sem eru raðtengdar saman (plús svo að margar þannig raðtengdar einingar eru hliðtengdar saman til að ná í heildarfjölda ljósanna), líklega tíu stykki. Spennan þarf því að vera að lágmarki nógu há til þess að vera hærri en tíu sinnum þessi spenna yfir hverja ljósdíóðu. Hvítar ljósdíóuður eru með spennu um 3V, þannig ef spennan sem spennugjafinn gefur frá sér er lægri en 10*3V = 30V þá mun enginn straumur vera í rásinni og ekki kvikna á ljósunum.
AMD Ryzen 5 5600X | 2x16GB DDR4 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
geturðu mælt straum og spennu þegar kveikt er á seríunni? Mögulega er spennugjafinn í reynd straumgjafi.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
KristinnK skrifaði:Snorrmund skrifaði:Já þetta er tilraunirnar virði fyrir mig, á þetta til og tekur 5 mín að tengja held að hitt sé full mikið bras. En afhverju ætti þetta ekki að virka ? Stýring sem er ætluð til að stýra led borða og hægt að dimma og stilla afhverju virkar hún ekki á led seríu?
Því að samband straums og spennufalls yfir LED/ljóstdíóðu lítur svona út:
Það þýðir að nánast sama hver straumurinn í rásinni er er spennufallið yfir ljósdíóuðuna hið sama. Serían sem þú ert með er með einhvern vissan fjölda ljósdíóða sem eru raðtengdar saman (plús svo að margar þannig raðtengdar einingar eru hliðtengdar saman til að ná í heildarfjölda ljósanna), líklega tíu stykki. Spennan þarf því að vera að lágmarki nógu há til þess að vera hærri en tíu sinnum þessi spenna yfir hverja ljósdíóðu. Hvítar ljósdíóuður eru með spennu um 3V, þannig ef spennan sem spennugjafinn gefur frá sér er lægri en 10*3V = 30V þá mun enginn straumur vera í rásinni og ekki kvikna á ljósunum.
Já já auðvitað ætli ég reyni ekki að gleyma þessari hugmynd og finna mér heppilegri seríu bara
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
ef spennugjafin er straumgjafi gæti verið auðvelt gera breytingar til að lækka strauminn, líklega þarf bara ð skipta einni mótstöðu út.
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Pæling til viðbótar; þú gætir líka bara tekið low-tech lausn á þetta og málað / spreyjað yfir díóðurnar. Var með lítið jólaþorp sem var fullbjart (og fullhvítt) fyrir minn smekk. Ég notaði litað naglalakk á díóðurnar og nú er það mjög kósí.
-
Höfundur - Of mikill frítími
- Póstar: 1824
- Skráði sig: Lau 04. Jan 2003 22:10
- Reputation: 8
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Hizzman skrifaði:ef spennugjafin er straumgjafi gæti verið auðvelt gera breytingar til að lækka strauminn, líklega þarf bara ð skipta einni mótstöðu út.
Þetta er bara einn lítill plastkubbur, þarf líklegast að brjóta hann þá upp.
orn skrifaði:Pæling til viðbótar; þú gætir líka bara tekið low-tech lausn á þetta og málað / spreyjað yfir díóðurnar. Var með lítið jólaþorp sem var fullbjart (og fullhvítt) fyrir minn smekk. Ég notaði litað naglalakk á díóðurnar og nú er það mjög kósí.
Já, það væri svosem séns, en serian má alveg vera svolsið Björt nema kannski þegar að það á að hafa kósý og horfa á tv.. leiðinlega erfitt að stilla birtuna til.
jonsig skrifaði:Pwm stýring er praktískasta lausnin..
Já alveg örugglega, held ég sé bara ekki nógu flinkur til að finna til hvað þarf að panta og hvaðan og vera búinn að græja fyrir jól þess vegna var draumurinn að finna eitthvað plug and play dót bara.
-
- Græningi
- Póstar: 29
- Skráði sig: Fim 10. Okt 2013 00:41
- Reputation: 8
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Dimmer fyrir 31V jóla seríu.
Kannski er bara ódýrast að kaupa dimmanlega seríu :-), kostar minna en shelly
https://byko.is/vara/seria-240ljosa-led ... mer-297466
Eða all in og fara í twinkly...frá 8000 kalli og upp úr...
https://byko.is/vara/twinkly-jolaseria- ... 0lj-319031
https://byko.is/vara/seria-240ljosa-led ... mer-297466
Eða all in og fara í twinkly...frá 8000 kalli og upp úr...
https://byko.is/vara/twinkly-jolaseria- ... 0lj-319031