Þvottahús, vatnsverja eða ekki?
Sent: Sun 30. Okt 2022 20:55
Sælir vaktarar
Er að taka í gegn þvottahúsið hjá mér og er að velta fyrir mér hvort það eigi að vantsverja gólfið, eða ekki.
Gólfið er steypt og verður flotað og síðan flísað með vatnsvörn á milli flots og flísa ef ég fer þá leið.
Hef rætt þetta við nokkra aðila sem öll segja að þvottahús sé ekki nauðsynlegt að vatnsverja því það sé ekki eiginlegt votrými eins og baðherbergi og af því að gólfið er steypt en ekki úr timbri.
Sumir hafa síðan bætt við að það sé ekkert verra að vatnsverja en aðrir mæla gegn því þar sem ég væri vissulega að stoppa að vatn kæmist mögulega í gólfplötuna en á sama tíma væri ég að hindra allan möguleika á því að gólfplatan geti andað.
Hvað segja fagmenn/konur við þessu? Ef þið mælið með annari hvorri leiðinni, af hverju?
Er að taka í gegn þvottahúsið hjá mér og er að velta fyrir mér hvort það eigi að vantsverja gólfið, eða ekki.
Gólfið er steypt og verður flotað og síðan flísað með vatnsvörn á milli flots og flísa ef ég fer þá leið.
Hef rætt þetta við nokkra aðila sem öll segja að þvottahús sé ekki nauðsynlegt að vatnsverja því það sé ekki eiginlegt votrými eins og baðherbergi og af því að gólfið er steypt en ekki úr timbri.
Sumir hafa síðan bætt við að það sé ekkert verra að vatnsverja en aðrir mæla gegn því þar sem ég væri vissulega að stoppa að vatn kæmist mögulega í gólfplötuna en á sama tíma væri ég að hindra allan möguleika á því að gólfplatan geti andað.
Hvað segja fagmenn/konur við þessu? Ef þið mælið með annari hvorri leiðinni, af hverju?