Síða 1 af 2
Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 00:08
af SBen
Hvað segja reynsluboltar um verkfærin. Hvaða merki eru best, endingabest o.s.frv. Eru menn að mixa merkjum eða halda sig innan sama....
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 00:16
af GuðjónR
SBen skrifaði:Hvað segja reynsluboltar um verkfærin. Hvaða merki eru best, endingabest o.s.frv. Eru menn að mixa merkjum eða halda sig innan sama....
Hef alltaf mixað þessu bara, sum merki eru betri í einu en önnur í öðru.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 03:25
af agust1337
Ef þú ert hobbý gaur myndi ég nú bara fara í Ryobi, framleiðandinn er sá sami og sem býr til Milwaukee, frábært bang for the buck svo lengi sem þú ert ekki nota þau sem fagmaður.
En til að svara þessu þá myndi ég segja þér að fara í Sindra fyrir dewalt og vfs fyrir Milwaukee og prufa þær vélar sem þú vilt fá þér og fá góða tilfinningu um hvernig þær koma sér i hendurnar à þér.
En ég efast um að munurinn á endingu sé svo mikill a milli þessara merkja að það skipti ekki miklu máli, þú getur i raun ekki valið rangt á þann veg.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 07:10
af ColdIce
Dewalt.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 07:11
af Hlynzi
Ég er með allt frá Makita (nema laser frá DeWalt), vandamálið við þessi tæki er að maður er fastur í þeirra rafhlöðukerfi.
Vinnufélagi minn er með Milwaukee og þær vélar eru ansi öflugar. Mér hefur þótt Makita örlítið þægilegri en DeWalt held annars að gæðin séu svipuð.
Menn hafa keypt DeWalt frá USA á hlægilegu verði og mig grunar að það séu bara ekki sömu tæki og eru seld í Evrópu (þar sem munar helming á verði milli USA og EU), verkfærin geta einnig verið mjög dýr hér heima og verðmunurinn á Makita rafhlöðu borvél (með 2 rafhlöðum, hleðslutæki og kassanum) kostar um og yfir 85.000 kr. hér heima meðan ég keypti sömu vél (tax free - endurgreiðsla) á 33.000 kr. í Noregi.
Ef þú velur Makita fáðu þér þá borvélina sem heitir DDF484 en EKKI fá þér DDF482 (hún dugir víst fyrir hobby en 482 var ekki brushless motor og með verri gírkassa).
Er með borvél, höggborvél, höggborvél (stærri) með ryksugu, slípirokk, stingsög, hjólsög, tif-sög og líka stóra geirungssög sem er tengd í rafmagn. Þetta hefur allt saman virkað fínt og rafhlöðurnar 4-5 Ah (nú er komnar 6 Ah duga yfirleitt heillengi í flest öll verk sem ég þarf að vinna.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 07:54
af KaldiBoi
Mæli með að skoða
https://www.youtube.com/c/projectfarm fyrir þau verkfæri sem þú ert að leita af.
Ég er sjálfur í Milwaukee frá Dewalt og ég kann virkilega að meta þau, en svo er rosa erfitt að fá rétt/sönn svör því þetta eru eins og trúabrögð fyrir mörgum.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 10:58
af Peacock12
Tek undir með Ryobi sem „fúskari“. Hef skrúfað, sagað (hjól og stungu), nagað, pússað og sprautað tvo sæmilega stóra palla með Ryobi, auk þess sem ég á hersluvél, handryksugu og bónvél. Allt með sömu 4 rafhlöðum. Allt keypt á tilboðum hjá þessum 3 stóru sem selja Ryobi (og tryggja þannig smá verðkeppni). Öll þessi verkfæri hafa enst vel og kostnaðurinn sennilega helmingur miðað við „stóru“ merkinn.
Ég sé alveg að skrúfvélin hefur verið notuð og ég er viss að eh betri/dýrari getur enst lengur, en ég var kannski að setja á hana 40-60 klst notkun við einn pall, og síðan kannski 10 klst á ári. Ef stóru merkin endast 1000 klst meðan Ryobi dugar 200 þá sé ég kannski eftir Ryobi eftir áratug eða svo. Væri ég fagmaður skipti það meira máli enda kláruðust þessir líftímar fyrr, en dæmigerði heimilisreddarinn fær meira fyrir krónuna með Ryobi að mínu mati.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 11:06
af TheAdder
Sem fagmaður, þá get ég vottað að það skiptir ekki miklu hvort um er að ræða Milwaukee, Makita, eða DeWalt, þetta er allt góðar vörur.
Fyrir heimilisnotkun, þá myndi ég mæla með 12V línunum hjá þessum aðilum, eða Ryobi eða jafnvel eitthvað hræódýrt eins og Einhell.
Ef maður er ekki að nota þessi verkfæri í atvinnuskyni, eða allt að daglega heima við, þá eru ódýrustu tækin full nógu góð til þess að leysa verkefnin.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 13:13
af rapport
Finnst alltaf gleymast að HiKoki (gamla Hitachi) er líka fagmannalína.
Dewalt framleiðir Stanley, Black&Decker ofl. vörumerki. Einhver sagði mér að oft væri hægt að samnýta rafhlöður á milli.
Hægt að fá flest þessara merkja í húsó -
https://husa.is/netverslun/verkfaeri/ra ... 637150717p
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 14:00
af Ghost
Vil bara skjóta hér inn að hjá Verkfærasölunni er hægt að nota afsláttarkóðann
Pitturinn til að fá 15% afslátt
(Mæli svo auðvitað með Pitturinn á Patreon og Spotify ef menn hafa áhuga á F1.)
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 14:38
af Hrotti
Ekkert merki er betra í öllu, þetta fer eftir hvaða verkfæri þig vantar helst. Ég er með allt frá dewalt en það er aðallega vegna þess að maður er "fastur" í batteríiskerfinu. Ég er svo með snúruverkfæri úr öllum áttum.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 15:30
af audiophile
Ryobi dugar mér enda gríp ég bara af og til í þetta. Milwaukee og DeWalt er væntanlega vinsælt hjá þeim sem þurfa það besta.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 21:15
af Krisseh
Pípari Milwaukee..., Rafvirki Dewalt, Makita..., Smiðurinn Dewalt, Makita, Festool... allur gangur á þessu.
Fyrri vinnustaðurinn var eingöngu með eigin verkfæri: Makita, en ég sjálfur mín eigin: Dewalt.
Betra að halda sig við eitt kerfi varða hleðslutæki og rafhlöðu ef hægt er, fjárfestingin felst í rafhlöðunum og að geta keypt stakt verkfæri án rafhlaðna í framhaldi.
Bestu kaupin í dag væri líklega ennþá 6 véla settið hjá
Sindri.isps. Keyptu það sem þér langar.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 21:20
af ColdIce
Það sem þú átt að gera er að skoða þessi tæki í verslun og fá þér það merki sem leggst best í þínar hendur þegar þú heldur um það.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 22:06
af KristinnK
Annað atkvæði fyrir Ryobi frá mér. Frábærar vélar á langtum betri verðum en Dewalt/Makita/Milwaukee/etc. Ég á einhver tíu Ryobi batteríverkfæri, aldrei lent í neinum vandræðum með neitt þeirra.
Til dæmis datt hjá mér hersluvél sem ég sjálfur keypti notaða úr meir en tveggja metra hæð beint á steypu og varð ekkert meint af.
Nema þú hafir hugsanlega gagn af því að það séu 10% minni líkur á því að tækið bili vegna þess að þú getur verið að vinna verk sem myndi valda tuga eða jafnvel hundraða þúsunda króna tapi ef það tefst, þá er engin ástæða til að fara í dýrari merkin. Ryobi eru góðar vélar, punktur.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Fös 21. Okt 2022 22:12
af Borð
GALAXIA Verkfærin hjá tunglskin eru víst það besta sem þú færð fyrir peninginn
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Lau 22. Okt 2022 15:53
af jonsig
Ég er með heilt Ryobi kit heima, þetta eru performance verkfæri en ég held þaug þoli ekki mikla misnotkun. En hvað áhugamanninn varðar sakar ekki að þeir hafa notað sömu týpuna af rafhlöðu mjög lengi.
Í vinnunni eru menn að nota Dewalt og milwaukee. Þetta eru mjög sambærileg merki með sína góðu og slæmu daga.
Giska á að makita sé betri kostur ef maður vill eitthvað "proven and true" semsagt minni sveiflur á gæðum hjá þeim fyrir auka pening.
Annars er verkfærasalan hætt að vera staðurinn til að fá góðan díl eins og maður gerði hérna í den þegar allir voru með DeWalt, ég kaupi allt ryobi af amazon ,einnig rafhlöður.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Lau 22. Okt 2022 16:48
af Manager1
Milwaukee ef þú ert fagmaður sem vinnur með þetta allann daginn eða peningar skipta þig ekki máli. Ryobi ef þú ert áhugamaður og vilt nota peningana þína í annað en verkfæri.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Sun 23. Okt 2022 14:37
af techseven
DeWalt er svona "allt í lagi" gæði en bara mjög vel markaðsett.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Mán 24. Okt 2022 10:47
af nidur
Ég fór í dewalt, sé ekki eftir því. Hef verið að nota þetta stanslaust í tvö ár, inni og úti.
Er ekki að fjárfesta í dewalt þegar kemur að tækjunum sem kosta yfir 100þús stk. samt.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Mán 24. Okt 2022 14:56
af agnarkb
Ég keypti Stanley borvél með höggi fyrir nokkrum árum fyrir bara svona basic heimilisverk. Hræódýr en bara drullugóður, ekkert fancy pro stuff en bara virkar og hefur ekki slegið feilpúst. Þessi 18c lína var seld sem Craftsman í USA.
Vantar fleirri verkfæri núna og var lengi að pæla í að kaupa mig inn í Ryobi línuna en Bauhaus er ennþá að selja Stanleyinn svo ég held mig við það. Finnst það alger vitleysa fyrir heimili að fjárfesta tugum/hundruðþúsunda í einhver pro verkfæri sem verða notuð tvisvar á ári.
Ryobi er held ég það besta fyrir heimili núna, svo er Byko líka að selja fín Einhell verkfæri sem virka fínt fyrir heimili.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Þri 25. Okt 2022 18:48
af Gislos
Svo má ekki gleyma Hilti
Sem rafvirki Þá hefur 12V línan verið nóg. Það er svo þreytandi að skrúfa upp fyrir haus með þunga vél.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Þri 10. Okt 2023 17:09
af Hjaltiatla
jonsig skrifaði:Ég er með heilt Ryobi kit heima, þetta eru performance verkfæri en ég held þaug þoli ekki mikla misnotkun. En hvað áhugamanninn varðar sakar ekki að þeir hafa notað sömu týpuna af rafhlöðu mjög lengi.
Í vinnunni eru menn að nota Dewalt og milwaukee. Þetta eru mjög sambærileg merki með sína góðu og slæmu daga.
Giska á að makita sé betri kostur ef maður vill eitthvað "proven and true" semsagt minni sveiflur á gæðum hjá þeim fyrir auka pening.
Annars er verkfærasalan hætt að vera staðurinn til að fá góðan díl eins og maður gerði hérna í den þegar allir voru með DeWalt, ég kaupi allt ryobi af amazon ,einnig rafhlöður.
Hvar kaupiru Ryobi verkfærin af Amazon , Amazon.de ?
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Þri 10. Okt 2023 23:26
af EinnNetturGaur
bæði góð merki ég er samt meiri dewalt maður sjálfur hefur reynst mér rosa vel í gegnum áratugina.
Re: Verkfærin. Milwaukee eða Dwalt eða?
Sent: Mið 11. Okt 2023 01:03
af Sinnumtveir
Hjaltiatla skrifaði:jonsig skrifaði:Ég er með heilt Ryobi kit heima, þetta eru performance verkfæri en ég held þaug þoli ekki mikla misnotkun. En hvað áhugamanninn varðar sakar ekki að þeir hafa notað sömu týpuna af rafhlöðu mjög lengi.
Í vinnunni eru menn að nota Dewalt og milwaukee. Þetta eru mjög sambærileg merki með sína góðu og slæmu daga.
Giska á að makita sé betri kostur ef maður vill eitthvað "proven and true" semsagt minni sveiflur á gæðum hjá þeim fyrir auka pening.
Annars er verkfærasalan hætt að vera staðurinn til að fá góðan díl eins og maður gerði hérna í den þegar allir voru með DeWalt, ég kaupi allt ryobi af amazon ,einnig rafhlöður.
Hvar kaupiru Ryobi verkfærin af Amazon , Amazon.de ?
Ath. að Bauhaus er með alla Ryobi línuna, en ekki bara Ryobi. Rafhlöðuplokkið er sér kapítuli. Stundum (eða oft) ódýrara að kaupa fínustu græju með rafhlöðum en rafhlöðurnar stakar.
Sjálfur er ég með Stanley og hef þannig séð ekki yfir neinu að kvarta en ég er uþb sannfærður um gikkurinn (sbr hraða og kraft) á mínum græjum standi sumum sambærilegum talsvert að baki. Það sem ég á við er að gikkurinn mætti vera nákvæmari, næmari.