Síða 1 af 1

Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Sun 25. Sep 2022 22:34
af osaka
Mér áskotnaðist Dell Dimension 8400 sem ég ætlaði að nota fyrir spilun á leikjum frá 2000-2004. Vandamálið er að þegar ég fór að skoða þá sá ég að amk tveir þéttar eru farnir að leka eða eru þegar sprungnir. Sá sem sem gaf mér hana sagði að hún ætti stundum í vandamálum með að boota sér. Ég legg ekki í að kveikja á henni.
Spurninging er sú, hvort einhver hér taki að sér að skipta um svona þétta gegn vægu gjaldi?

DellDimension-8400-caps.jpg
DellDimension-8400-caps.jpg (320.79 KiB) Skoðað 7627 sinnum

Re: Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Mán 26. Sep 2022 09:48
af CendenZ
Svona móðurborð eru að fara á 4-8 þús kall á ebay, bara fyi O:)

Re: Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Mán 26. Sep 2022 10:51
af Moldvarpan
Það borgar sig ekki að reyna laga þetta.

Re: Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Mán 26. Sep 2022 11:33
af jonsig
Ertu með breiddina á þessum 820µF þéttum ? Eru þetta ekki 16V/25V þéttar ?

Hentu þessu í mig, ég er í korter að þessu, fer úr eins og súkkulaði með Metcal MX-UK5. Ég á 1mF þétta í þetta, hlýtur að sleppa því þessir eru gefnir upp +/- 20%

Re: Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Mán 26. Sep 2022 22:15
af osaka
jonsig skrifaði:Ertu með breiddina á þessum 820µF þéttum ? Eru þetta ekki 16V/25V þéttar ?

Hentu þessu í mig, ég er í korter að þessu, fer úr eins og súkkulaði með Metcal MX-UK5. Ég á 1mF þétta í þetta, hlýtur að sleppa því þessir eru gefnir upp +/- 20%


Hér er gaur að gera það sama: https://www.youtube.com/watch?v=AhkvxMZv2Jk
Getur þú séð út frá þessu video hvaða þétta þarf? Væri maður ekki að skipta um þá alla þegar maður er hvort sem er að því? Getur þú sent mér contact upplýsingar í Pm?

Re: Að skipta um þétta á Dell Dimension 8400

Sent: Þri 27. Sep 2022 01:12
af Sinnumtveir
jonsig skrifaði:Ertu með breiddina á þessum 820µF þéttum ? Eru þetta ekki 16V/25V þéttar ?

Hentu þessu í mig, ég er í korter að þessu, fer úr eins og súkkulaði með Metcal MX-UK5. Ég á 1mF þétta í þetta, hlýtur að sleppa því þessir eru gefnir upp +/- 20%


Einmitt, rétti maðurinn með réttu græjurnar :) Þekki einn svona gæja (nei ég er ekki að tala um jonsig).
Minn maður sagði: Þetta er ekkert mál og hló. Ég fylgdist vandlega með og fékk enn og aftur staðfest hve kíminn vinur minn er, hahaha!
Sennilega geta allir gert þetta ef réttu tólin eru við höndina og menn hafa æft sig á 20-50 móðurborðum.

Ekki tala við gaur sem er bara með þessar græjur:

Mynd