Minuz1 skrifaði:urban skrifaði:Auðvelt líka að eyðileggja hnífa með því að halda þeim vitlaust á svona steinum.
Sumir eiga að vera í 15°aðrir í 18°og svo framvegis.
Það þarf stöðuga hendi og reynslu til að brýna dýra hnífa á svona steinum og gera það án þess að skemma þá.
Ég myndi fara varlega í það að kalla vitlaust brýndan hníf ónýtan, ég hef alveg lagað glataða hnífa sem hafði kvarnast úr vegna of skarprar eggjar. Það er alltaf hægt að laga þá nema þú brýtur blaðið.
Ég hef líka breytt tvískiptum hníf yfir í svona japanskan og aftur tilbaka.
Step 1 knifecare: honing steel.
Tjahh jájá, hann getur alveg skorið áfram.
En ef að hnífur á að vera með eggina í 18° þá er hann ekki einsog hann á að vera ef að þú setur hana í 14°
Vissuelga alveg nothæfur hnífur áfram, en það er ekki sami hnífurinn og hann var.
Skiptir engu máli með ódýra hnífa en ég væri ekki sáttur við að fá 40 þús króna hníf úr brýningu öðruvísi en hann á að vera
Persónulega hefði ég samt meiri áhyggjur ef að eggin væri ekki eins, rokkandi frá 10°-20°er sáraeinfalt að gera með lausum steini.
Alveg vel hægt að brýna hnífa á steini, en það þarf meiri reynslu en að bara að kaupa stein og ætla að gera þetta sjálfur, allavega myndi ég sjálfur aldrei gera þetta við dýra hnífa fyrr en ég væri búin að læra tæknina vel og lengi.
Annars þurfa hnífar náttúrulega alls ekki að vera dýrir til að vera góðir.
Besti hnífurinn sem að ég hef komist í tæri við, sá sem að heldur endalaust biti og stálast frábærlega er hnífur úr pakka sem að kostaði 990 kr í IKEA