Svalagólf - mála

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Svalagólf - mála

Pósturaf appel » Fim 03. Mar 2022 21:32

Jæja, vorið kemur bráðum og ég mun þurfa að mála svalagólfið hjá mér aftur, en ég málaði það síðast þá sumarið 2019.

Ég háþrýstiþvoði gólfið, svo leyfði ég því að þorna, grunnaði, og lakkaði. En maður sér það núna að þetta er eiginlega allt að flagna af, svona fínar flygsnur . Líklega hef ég gert eitthvað vitlaust.

Hvað er best að gera?


*-*

Skjámynd

johnnyblaze
spjallið.is
Póstar: 408
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 12:03
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf johnnyblaze » Fim 03. Mar 2022 22:27

Er með svona https://byko.is/vara?ProductID=248354 , mæli með. Kemur vel út.

appel skrifaði:Jæja, vorið kemur bráðum og ég mun þurfa að mála svalagólfið hjá mér aftur, en ég málaði það síðast þá sumarið 2019.

Ég háþrýstiþvoði gólfið, svo leyfði ég því að þorna, grunnaði, og lakkaði. En maður sér það núna að þetta er eiginlega allt að flagna af, svona fínar flygsnur . Líklega hef ég gert eitthvað vitlaust.

Hvað er best að gera?



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf appel » Fim 03. Mar 2022 22:51

johnnyblaze skrifaði:Er með svona https://byko.is/vara?ProductID=248354 , mæli með. Kemur vel út.

appel skrifaði:Jæja, vorið kemur bráðum og ég mun þurfa að mála svalagólfið hjá mér aftur, en ég málaði það síðast þá sumarið 2019.

Ég háþrýstiþvoði gólfið, svo leyfði ég því að þorna, grunnaði, og lakkaði. En maður sér það núna að þetta er eiginlega allt að flagna af, svona fínar flygsnur . Líklega hef ég gert eitthvað vitlaust.

Hvað er best að gera?


Þetta stöðvar ekki að vatn komist í steypuna. Ég er að hugsa um að vatnsverja steypuna. Steypan hefur skemmst á mörgum fjölbýlishúsum/blokkum á Íslandi því viðhaldi á svalagólfum hefur ekki verið sinnt, og þurft að endursteypa svalir. Þetta er bara fyrirbyggjandi framkvæmd hjá mér.
Ég hef séð svalagólf sem eru alveg þykk-lökkuð í hel og algjörlega vatnsheld, þannig vil ég ná þessu.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf urban » Fim 03. Mar 2022 23:04

Hvað leið langur tími frá háþrýstiþvotti til málunar ?
þar sem að "láta það þorna" eftir háþrýstiþvott getur tekið vikur.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

johnnyblaze
spjallið.is
Póstar: 408
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 12:03
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf johnnyblaze » Fim 03. Mar 2022 23:05

Já ég skil, er það þá ekki bara epoxy?

appel skrifaði:
johnnyblaze skrifaði:Er með svona https://byko.is/vara?ProductID=248354 , mæli með. Kemur vel út.

appel skrifaði:Jæja, vorið kemur bráðum og ég mun þurfa að mála svalagólfið hjá mér aftur, en ég málaði það síðast þá sumarið 2019.

Ég háþrýstiþvoði gólfið, svo leyfði ég því að þorna, grunnaði, og lakkaði. En maður sér það núna að þetta er eiginlega allt að flagna af, svona fínar flygsnur . Líklega hef ég gert eitthvað vitlaust.

Hvað er best að gera?


Þetta stöðvar ekki að vatn komist í steypuna. Ég er að hugsa um að vatnsverja steypuna. Steypan hefur skemmst á mörgum fjölbýlishúsum/blokkum á Íslandi því viðhaldi á svalagólfum hefur ekki verið sinnt, og þurft að endursteypa svalir. Þetta er bara fyrirbyggjandi framkvæmd hjá mér.
Ég hef séð svalagólf sem eru alveg þykk-lökkuð í hel og algjörlega vatnsheld, þannig vil ég ná þessu.



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf appel » Fim 03. Mar 2022 23:08

urban skrifaði:Hvað leið langur tími frá háþrýstiþvotti til málunar ?
þar sem að "láta það þorna" eftir háþrýstiþvott getur tekið vikur.

Ok :) allavega ein mistök þar.


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf urban » Fim 03. Mar 2022 23:19

appel skrifaði:
urban skrifaði:Hvað leið langur tími frá háþrýstiþvotti til málunar ?
þar sem að "láta það þorna" eftir háþrýstiþvott getur tekið vikur.

Ok :) allavega ein mistök þar.


ein algengustu mistök sem að eru gerð eftir háþrýstiþvott :)
Þú ert jú bara að þrýsta vatni inní steypu með þessu, tekur tíma að koma því í burtu.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf appel » Fim 03. Mar 2022 23:47

urban skrifaði:
appel skrifaði:
urban skrifaði:Hvað leið langur tími frá háþrýstiþvotti til málunar ?
þar sem að "láta það þorna" eftir háþrýstiþvott getur tekið vikur.

Ok :) allavega ein mistök þar.


ein algengustu mistök sem að eru gerð eftir háþrýstiþvott :)
Þú ert jú bara að þrýsta vatni inní steypu með þessu, tekur tíma að koma því í burtu.


En hvaða efni á að nota svo? Hvaða umferðir og svona? walk me thru this :D


*-*

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf urban » Fös 04. Mar 2022 10:56

appel skrifaði:
urban skrifaði:
appel skrifaði:
urban skrifaði:Hvað leið langur tími frá háþrýstiþvotti til málunar ?
þar sem að "láta það þorna" eftir háþrýstiþvott getur tekið vikur.

Ok :) allavega ein mistök þar.


ein algengustu mistök sem að eru gerð eftir háþrýstiþvott :)
Þú ert jú bara að þrýsta vatni inní steypu með þessu, tekur tíma að koma því í burtu.


En hvaða efni á að nota svo? Hvaða umferðir og svona? walk me thru this :D



Ég get lítið hjálpað þér í því, þekki háþrýstiþvottinn vel, ekki málningu :D


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6797
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf Viktor » Fös 04. Mar 2022 20:53

Þú ert að leita að einhverju svona. Best að spjalla við kallana á bakvið í Múrbúðinni hvað er best að gera.

Það þarf að gera þetta á 3 ára fresti minnir mig. Gamla settið er með plan með mynstursteypu og það þurfti að bera á það reglulega.

https://murbudin.is/vara/23-1-md-thoro-waterplug-5kg/
Síðast breytt af Viktor á Fös 04. Mar 2022 20:55, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf vesley » Fös 04. Mar 2022 20:56

Vatnsþétta steypuna og setja svo einhverskonar smellueiningar ofan á, þá minnkar slit og er mikið þæginlegra að vera á svölunum þannig :)



Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5590
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1052
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf appel » Fös 04. Mar 2022 21:15

vesley skrifaði:Vatnsþétta steypuna og setja svo einhverskonar smellueiningar ofan á, þá minnkar slit og er mikið þæginlegra að vera á svölunum þannig :)


Maður getur eiginlega bara verið úti á svölum yfir sumartímann, alltaf bleyta yfir vetrartímann.
Svalirnar eru doldið opnar 180°, þannig að maður er doldið berskjaldur fyrir veðrinu.

Maður er að hugsa um að koma upp einhverskonar skjólvegg, ekki viss um að ég vilji hafa yfirbyggðar svalir.

En þekki ekki reglurnar um þetta, einhversstaðar sá ég að það væri bannað að breyta útliti (fjölbýlis)húss á þá vegu.


*-*


Sinnumtveir
Gúrú
Póstar: 502
Skráði sig: Fim 28. Sep 2017 09:44
Reputation: 163
Staðsetning: 105
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf Sinnumtveir » Lau 05. Mar 2022 07:08

Viktor skrifaði:Þú ert að leita að einhverju svona. Best að spjalla við kallana á bakvið í Múrbúðinni hvað er best að gera.

Það þarf að gera þetta á 3 ára fresti minnir mig. Gamla settið er með plan með mynstursteypu og það þurfti að bera á það reglulega.

https://murbudin.is/vara/23-1-md-thoro-waterplug-5kg/


Múrbúðin er með úrval vara sem geta hentað í svalirnar. Ég ætla að segja það fullum fetum að Múrbúðin er goto staðurinn í þessu efni. Þú sparar þér heilmikið vesen og pening ef þú ferð þangað fyrst. Það er ekki sama álag á svölum og mynstursteypu og ég veit að þú getur sloppið með miklu lengri endurnýjunartíma.




vesley
Kóngur
Póstar: 4257
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Svalagólf - mála

Pósturaf vesley » Lau 05. Mar 2022 12:10

appel skrifaði:
vesley skrifaði:Vatnsþétta steypuna og setja svo einhverskonar smellueiningar ofan á, þá minnkar slit og er mikið þæginlegra að vera á svölunum þannig :)


Maður getur eiginlega bara verið úti á svölum yfir sumartímann, alltaf bleyta yfir vetrartímann.
Svalirnar eru doldið opnar 180°, þannig að maður er doldið berskjaldur fyrir veðrinu.

Maður er að hugsa um að koma upp einhverskonar skjólvegg, ekki viss um að ég vilji hafa yfirbyggðar svalir.

En þekki ekki reglurnar um þetta, einhversstaðar sá ég að það væri bannað að breyta útliti (fjölbýlis)húss á þá vegu.


Fínt að heyra í húsfélaginu varðandi hvort þú getur sett upp skjólvegg.
En einmitt atriðið með svona smellueiningar er að bæði er mikið minna um ryk á gólfinu og þornar það umtalsvert hraðar og því meiri tími til að njóta út á svölum. Var með svona í íbúð sem ég átti og mun ég setja þetta í þá sem ég er í núna þegar fer að vora, munar rosalega um að geta stokkið á sokkunum eða inniskóm og þeir fyllast ekki af ryki og drullu.