Síða 1 af 1

MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Sun 13. Feb 2022 23:09
af bjasi
Ég er með brotinn viftuspaða í kæliviftu þannig að kortið er ónothæft vegna titrings. Ég hef fundið síðu sem selur varaviftur en datt i hug hvort einhver hérna liggi með svona varahlut fyrir lítið? Önnur hugmynd væri að klippa spaðann á móti af og gá hvort jafnvægi náist og titringurinn hættir. Hafa einhverjir hér hugmyndir að lausn?

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Sun 13. Feb 2022 23:52
af Klemmi
Önnur viftan kælir örugglega nóg, þannig að ég myndi prófa að taka þá biluðu úr umferð og setja þungt álag á kortið og fylgjast með hvað hitastigið fer upp í.

Svo bara sjá hvaða svör koma hér, hvort einhver eigi þetta til fyrir þig, annars bara panta á Ali eða eBay :)

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 00:16
af Heidar222
Líka hægt að taka viftuna af og nota kassaviftu eða örgjörva viftu strappaða á :D
Annars bara eins og klemmi segir

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 00:45
af worghal
klippir bara spaðann á móti, setur smá balance á þetta :lol:

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 09:48
af Dropi
worghal skrifaði:klippir bara spaðann á móti, setur smá balance á þetta :lol:

Erfitt þegar spaðarnir eru í oddatölu, ég mæli með að taka alla spaðana af :baby

Edit: það er reyndar viðvörun á sjálfu kortinu að það sé "The most powerful graphics card", sennilega best að skella bara 120mm kassaviftu í stað þeirra biluðu og kalla það gott.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 10:07
af nonesenze
ertu búinn að prófa að baka þetta í ofni? smá djók

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 11:44
af kornelius
Mundi panta þetta frá Ali á 888 krónur.

https://www.aliexpress.com/item/3296160 ... mainSearch

k.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 18:20
af osek27
ég lenti í því sama með 980ti kortið mitt. Ég braut bara spaðann sem ér á móti brotnuðum spaða og þá hætti kortið að titra því þyngdin var jöfn.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 18:59
af Hlynzi
Ef þú veist um viftuspaðann má nú alltaf líma hann á aftur og sjá hvort það haldi ekki.

Annars myndi ég prófa eins og einhver nefni að brjóta viftuspaðann á móti (eins nálægt 180° og hægt er, þrátt fyrir oddatölu)

Síðan er alltaf hægt að henda Noctua viftum á þetta í svipaðari stærð, eða panta sambærilegar á Aliexpress. En annars lítið mál að láta aðrar viftur passa með smá tilþrifum.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 19:31
af jonsig
Fara með viftuna á túrbínuverkstæðið hjá stálsmiðjunni í jafnvægisstillingu. Og stofna modd þráð kringum það á reddit.

Eða hita bara tombólu odd og stinga í brotið. Þrýfa í kring með acetón eða alkahóli og setja superglue í kring eða epoxy

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mán 14. Feb 2022 20:17
af Hausinn
Þessi vifta gæti ekki haft óheppilegri fjölda blaða. Sama hvort þú brýtur einn, tvo eða þrjá í viðbót munu blöðin aldrei skiptast jafnt. :lol:

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Þri 15. Feb 2022 09:59
af gnarr
Hausinn skrifaði:Þessi vifta gæti ekki haft óheppilegri fjölda blaða. Sama hvort þú brýtur einn, tvo eða þrjá í viðbót munu blöðin aldrei skiptast jafnt. :lol:


11 er prímtala. Það er yfirleitt notaður prímtölufjöldi af blöðum í viftur, þar sem að það veldur minni titring.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Þri 15. Feb 2022 11:20
af DJOli
Ég legg til að taka báðar vifturnar af, og festa tvær 80-120mm noctua viftur á þeirra í stað með hersluböndum (a.k.a. plast-ströppum, a.k.a. dragböndum).
Ath. Ég tek enga ábyrgð á þessum ráðleggingum.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Þri 15. Feb 2022 11:55
af Hizzman
Það þarf að taka burt 2 spaða, þá verða 4 hvoru megin. *Mögulega* nærðu jafnvægi þannig.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mið 16. Feb 2022 10:28
af Viggosson
Og taka svo myndir af ferlinu og setja inn hér, svo við getum fylgst með!

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mið 16. Feb 2022 11:16
af Black
Ég get prófað að 3D prenta nýja spaða, þér að kostnaðarlausu. Væri þá aðalega bara æfing fyrir mig og gaman að sjá hvort það virki :D

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Mið 16. Feb 2022 22:40
af jonsig
Black skrifaði:Ég get prófað að 3D prenta nýja spaða, þér að kostnaðarlausu. Væri þá aðalega bara æfing fyrir mig og gaman að sjá hvort það virki :D


nærðu svona fínni áferð á plastið með venjulegum 3d prentara í dag ?

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Fim 17. Feb 2022 10:59
af Kristján
Black skrifaði:Ég get prófað að 3D prenta nýja spaða, þér að kostnaðarlausu. Væri þá aðalega bara æfing fyrir mig og gaman að sjá hvort það virki :D


Til í að fylgjast með þessu ef þetta rætist :D

Custom made fans!!!

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Fim 17. Feb 2022 11:26
af Hizzman
Hizzman skrifaði:Það þarf að taka burt 2 spaða, þá verða 4 hvoru megin. *Mögulega* nærðu jafnvægi þannig.


eftir á að hyggja, NEI þú færð ekki jafnvægi. viftan er ekki simetrísk ef það vantar eitt blað öðru megin og tvö hinu megin.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Fim 17. Feb 2022 12:36
af bjasi
Takk allir fyrir ýmsar vangaveltur. Ég prófaði það einfaldasta fyrst, þe. klippa einn spaða af svona uþb beint á móti þessum brotna. Það virðist bara hafa verið nóg, ekkert óhljóð frá viftunni og eftir því sem mér er sagt þá virkar allt eins og á að gera. Lagfæringin tók innan við 5 sekúndur. Alltaf gott þegar eindaldast og fljótlegast og ódýrast virkar best. Ég get þá seinna skrúfað viftuna af ef verður vesen og sett aðra eins í staðinn eða kassaviftu en þangað til verður þetta svona.

Re: MSI GeForce 1060 - brotinn viftuspaði

Sent: Fim 17. Feb 2022 12:41
af Hizzman
Já, flott. þú ættir samt að leita að nýrri viftu. Titringur gæti eyðilagt þessa með tímanum.