Síða 1 af 1

Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 19:19
af upg8
Er einhver hér sem þekkir inná dreifikerfi rafmagns og hvort notast sé við einhverskonar signal injection eða hvað getur orsakað að alltaf á slaginu 19 byrja nokkur ljós í íbúðinni að flökta í smá stund. Almennt er rafmagnið stöðugt og nýbúið að skipta um rafmagnið í íbúðinni

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 20:08
af jonsig
upg8 skrifaði:Er einhver hér sem þekkir inná dreifikerfi rafmagns og hvort notast sé við einhverskonar signal injection eða hvað getur orsakað að alltaf á slaginu 19 byrja nokkur ljós í íbúðinni að flökta í smá stund. Almennt er rafmagnið stöðugt og nýbúið að skipta um rafmagnið í íbúðinni


:roll:

Var í den notað merki til að stýra ljósastaurum t.d. en þeir eru allir á photosellum í dag. Það þarf eitthvað meira en "merki" til að valda truflunum á ljósum, nema þau séu auðvitað stýrð með merki á 230V línunni.
Finnst líklegra að það sé einhver landabruggari í hverfinu hjá þér með tímastilli á brugg græjunum.

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 20:21
af upg8
Haha gæti verið. Ekkert hægt að gera til að draga úr áhrifunum, þéttar eða eitthvað?

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 20:45
af jonsig
upg8 skrifaði:Haha gæti verið. Ekkert hægt að gera til að draga úr áhrifunum, þéttar eða eitthvað?


Þéttar? á inntakið á íbúðinni ? neeeee þetta er ekki álver sem hefur $$$$$$$$$$$$ til að eyða.

Auðveldast að finna sökudólginn eða skipta út þessum ljósum.

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 21:28
af upg8
Keyra allt á UPS backup battery... Djók. Prófa þá aðrar perur eða LED með góðu PSU.

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 22:01
af Cascade
Hvar býrðu

Re: Rafmagnstriflanir kl. 19

Sent: Lau 12. Feb 2022 22:58
af upg8
Kópavogi