Síða 1 af 1

Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 20:24
af jonsig
Sælir,
Ég prufaði að baka dautt GTX1080. :klessa
Kortið var byrjað að artifacta eftir ca. 1klst. og ef maður endurræsti tölvuna þá endaði þetta yfirleitt á bara black screen þó kortið væri "skynjað" og windows fór í gang í bakgrunninn við ræsingu. Ég setti kortið í Vram test og fékk framm bilun í á fyrstu 18 bitunum á banka "C". Sem sagði mér nógu mikið til að vita hvaða kubbur var líklegur, en skipti um allan minnisbankann til öryggis þar sem þetta hagar sér eins og dual channel minni. Hinsvegar hélt vandamálið áfram, nákvæmlega eins með sömu WRITE errorum.

Áður en kortið færi í ruslið var hægt að gera eitt ...
Hinsvegar kom hvorki ofn eða byko hitabyssa inní þetta :)
Strippaði kortið af thermal pöddum og setti í ultra sonic hreinsivél til að losa í burtu oxun af tinkúlum undir gpu die næst lét ég flúss (NC-559) renna undir gpu. Síðan seti ég hitanema á prentið og lét kortið á innrauðan forhitara til að ná prentplötunni uppí ca 180°C og blastaði síðan gpu die með 270°C með rework hitastöðinni minni sem er í stærri kanntinum. Hitinn á kubbnum fór líklega aldrei yfir 230°C og "blastið" stóð stutt yfir.

Kortið svín virkar. Hinsvegar þegar maður fer að hugsa geta nokkrir hlutir komið til greina sem geta valdið þessu.

1. Substratið eða nanó lóðningarnar við gpu die sjálfan við botninn á gpu gæti verið laskaðar, þó ég hafi aldrei séð neina sönnunn fyrir þessari fullyrðingu á netinu. Þá að þetta sé eitthvað í volli með pascal kjarna eða einhver hönnunnargalli.
2. BGA boltarnir skemmdir, og í raun er ekki hægt að laga það nema taka kubbinn af og hreinsa alla tæringu af þessum grilljón pöddum undir kubbnum svo þeir taki tinningu aftur. Venjulega þegar BGA bolti missir samband við flöt, kemur oxun á milli skiljanna.

Að "reflowa" kort getur reddað svona vandamálum , með að mynda þrýsting á biluð samskeyti tímabundið, en ætti að bila aftur eftir nokkur thermal cycles á kortinu.

Hefur einhver gert svipað eða náð einhverjum árangri með bakaraofninum eða blasta kortið með byko hitabyssu á 500°C ?

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 21:02
af vesley
Ég bakaði eldgamalt Nvidia kort fyrir mörgum árum. Ég náði einhverjum 3-4 mánuðum úr því í viðbót áður en það gafst upp aftur.

Ég gerði í raun ekkert annað en að taka kælinguna af, hreinsa það allt og setja aftur saman eftir bakstur.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 22:25
af GullMoli
Hef bakað skjákort og móðurborð úr gamalli Thinkpad vél. Entist yfirleitt í nokkrar vikur/mánuði tops, og svo styttri tíma næst :)

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 22:30
af jonsig
Það væri gaman að vita hvort þetta væri bga vesen eða substratið gallað í pascal kortunum. En það er skelfing ein að reyna finna eitthvað info með viti þarna úti, farinn að halda að það séu bara vitleysingar eins og ég að pæla í þessu.

Hef séð úti að það eru að kálast hægri -vinstri þessi ampere kort útaf board flexing. Ef það væri málið, þá væri þetta hugsanlega varanlegt. En ykkar tilfelli gætu auðvitað verið öðruvísi en mitt, kannski endist mitt í 3ár. kannski viku . En nokkuð viss um að þetta sé GPU tengt hjá mér. Síðan eru þessi vandamál í skjákortum aldrei eins. Amk hef ég ekki lent í því eftir 15+ viðgerðir.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 23:05
af beggi90
Orðið langt síðan en þetta gekk ágætlega með skjástýringar.
Notaði þetta meira sem troubleshooting á fartölvur sem þetta var þekkt vandamál á en varanlega viðgerð (hp dv6 var bastarður ef ég man rétt).

Öll skjákort sem ég hef prófað þetta á endast stutt eftir að vera keyrð í loadi. (1-3 mánuðir) prófaði að baka eitt 3x áður en það dó endanlega.
Langaði alltaf að prófa reballing til að sjá hvort maður næði varanlegri viðgerð á kortin en týmdi ekki að kaupa búnaðinn sem ég taldi vanta í það.

Prófaði ofninn nokkrum sinnum en gekk best með eitthverri drasl kína hitastöð sem ég keypti mér, hitamæli á chipinu og kapton tape/álpappír allt í kring.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Þri 08. Feb 2022 23:39
af jonsig
Já, held að þetta sé pointless nema hafa skills og búnaðinn í þetta. sá eitthvað poll um þetta á erlendri síðu þar sem bara brot af liðinu fékk meira en mánaðar endingu með þessu stunti.

Ég er hinsvegar virkilega forvitinn á að fá að vita hvort þetta sé bga vesen eða flip-chip vandamál. En internetið er morandi í "sérfræðingum" í þessu og nvidia eru mjög passasamir á að framleiðslugögn um planned obsolescence draslið sitt leki ekki út.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Mið 09. Feb 2022 14:10
af dori
jonsig skrifaði:Já, held að þetta sé pointless nema hafa skills og búnaðinn í þetta. sá eitthvað poll um þetta á erlendri síðu þar sem bara brot af liðinu fékk meira en mánaðar endingu með þessu stunti.

Ég er hinsvegar virkilega forvitinn á að fá að vita hvort þetta sé bga vesen eða flip-chip vandamál. En internetið er morandi í "sérfræðingum" í þessu og nvidia eru mjög passasamir á að framleiðslugögn um planned obsolescence draslið sitt leki ekki út.

Var ekki hluti af ástæðunni fyrir þessum bilunum byrjunarörðugleikar þegar það var verið að skipta yfir í blýlaust tin?

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Mið 09. Feb 2022 15:49
af jonsig
dori skrifaði:Var ekki hluti af ástæðunni fyrir þessum bilunum byrjunarörðugleikar þegar það var verið að skipta yfir í blýlaust tin?


Held að innleiðingin á þessu RoHS í EU hafi verið sett á 2013. Eftir það voru notuð SAC 305 tin. Sem er alls ekki ódýrt því það inniheldur hátt hlutfall af tini sem er ekki ódýrt og 1--2% silfur.
Það er bara nýlega sem nýjir lóðmálmar eins og K100LD/SN100C urðu nógu ódýrir svo það sé hægt að kaupa þá án þess að missa handlegg. Þeir nota gallium eða germanium staðinn fyrir silfur og eiga tækla augljósa galla SAC tinsins. ss reyna minnka stökkleikann á því, bæta flæðið á því við lóðningu og minnka crakcing á bga við varmabreytingar (20°C- 60,70°C.)

Hinsvegar er vandamálið kannski með ampere og big navi hversu stór og þung kortin eru orðin. Og þá virðist sem flex á skjákortunum t.d. 3070 og yfir hreinlega snappi af bga lóðfletina á Vram á kortunum næst PCi-e raufinni

K100LD

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Mið 09. Feb 2022 17:06
af frr
Bakaði Xbox360 fyrir löngu síðan. Seinast þegar ég vissi, virkaði hún, líklega meira en 2 árum síðar. Fékk e.t.v. ekki neina geðveika notkun og önnur með HDMI tengi tók við, sem hefur aldrei bilað.
En mér áskotnaðist 2 eða 3 slíkar vélar sem urðu tilraunadýr, svo ég gat prófað mig áfram með hitann. Endaði á um ca 223 gráðum samkv. ofninum, en hann hitar líklega ögn hærra miðað við reynslu af venjulegum bakstri.
Gerði þetta sama við PS3 af elstu gerðinni, líklega áður. Dugði í e-a mánuði, var hent áður en ég gat prófað aftur.
Man að ég þurfti að passa að plast á Xbox móðurborðinu bráðnaði ekki, notaði steinull sem svínvirkaði.

Eftir því sem ég kemst næst með ítarlegri athugun frá þeim sem þekktu þetta, biluðu ekki undir 25% af fyrst Xbox360 vélunum, ef ekki meir.
Eitthvað bilaði minna af PS3, fyrstu kynslóð sennilega tæplega fimmtungur.

Socket sem hefði aukið kostnaðinn um örfáa dollara, hefðu gjörbreytt öllu. En blýlausa tinið brást.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Mið 09. Feb 2022 19:56
af jonsig
Persónulega finnst mér eins og unhverfisvæna tinið sé látið taka skellinn af öllu þessu planned obsolescense sem er búið að vera yfirgengilegt seinustu ár.

Ég hugsa að hjá stóru og flottu fyrirtæki sem framleiðir og hannar rafbúnað fyrir milljónir manna þá séu aðeins 0,5% starfsfólksins að hanna eitthvað og reyna gera eitthvað af viti. Síðan eru þarna hönnunar arkítektar og innkaupa/component R&D deildin kannski 10% að finna leiðir til að spara aura hér og þar sem er skiljanlegt, en fyrir þeim að ending fari úr 20árum niður í 2.1ár og spara þá kannski 150kr per 150þ.kr unit er bara win-win.

Þetta er algerlega ólíðandi hegðun, bara á Íslandi er flutt út shitload af raftækjum í förgun, sem síðan enda einhverstaðar í Afríku. Ég var gáttaður að sjá opinn raftækjagám á svæði hringrásar við klettagarða... þetta voru flest allt nýleg tæki í útliti amk, þvottavélar og dót með snertiskjá og inná milli voru augljóslega gömul raftæki, en þau voru í minnihluta.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Fim 10. Feb 2022 11:02
af Minuz1
Ef hækka á líftíma hluta þá þarf löggjafinn að lengja lögboðinn ábyrgðartíma. Það væri ekkert vitlaust að fara að þrýsta á það. Ætli Elko yrði ekki yfir hrifið af slíkum málum.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Fim 10. Feb 2022 11:27
af gunni91
Minuz1 skrifaði:Ef hækka á líftíma hluta þá þarf löggjafinn að lengja lögboðinn ábyrgðartíma. Það væri ekkert vitlaust að fara að þrýsta á það. Ætli Elko yrði ekki yfir hrifið af slíkum málum.


Flest high end skjákort eru með 2-3 ára ábyrgð frá tölvubúðum hérna heima og eru dýrari kortin með "free" option í allt að 4-5 ára ábyrgð ef maður registerar skjákortið innan við X daga hjá framleiðanda þegar það er keypt nýtt.

Nú veit ég ekki hvernig þessi ábyrgð virkar umfram þessi 2-3 ár, hvort maður þurfi að standa straum af sendingarkostnaði að senda kortið út í viðgerð til framleiðanda ef á reynir? Borgar sig eflaust fyrir RTX 3070 og uppúr.

Varðandi að lengja lögboðinna ábyrgðartíma uppí t.d. 5 ár, mun það 110% leggjast á verðlagið til neytenda nema framleiðendur úti ákveða að lengja sjálfir ábyrgðartímann.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Fim 10. Feb 2022 13:16
af Tbot
Blýlausa tinið á sök á ansi mörgu, því hreinlega það var mikið viðkvæmara fyrir höggun/hristing og hita.

Finnst ansi oft gleymast áhrif hita og þá á ég við staðbundinn hita, veldur verpingu á prentinu eða tognun og þar með álagi á lóðninguna og surface-mounting er miklu viðkæmara fyrir þessu heldur en pinnarnir í gegnum prentið.

Vandamálin með xbox og psx er yfirleitt hiti og léleg hönnun á kælingu.

Þeir sem muna eftir gömlu afruglurum sem Stöð 2 var með, þar var hiti mikið vandamál. Eitt af ráðum Heimilistækja við því var að gera stór göt á lokin á þeim.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Fös 11. Feb 2022 19:16
af jonsig
GullMoli skrifaði:Hef bakað skjákort og móðurborð úr gamalli Thinkpad vél. Entist yfirleitt í nokkrar vikur/mánuði tops, og svo styttri tíma næst :)


Ég er spenntur að sjá hvenar það klikkar hjá mér (fyrsta tilraun)
Búinn að hafa það í þungavinnslu í 4 daga bráðum og sjá til þess að thermal cycla kortið með jöfnu millibili. Og búinn að taka ótal test á því sem eru mjög reikniþung, sem eru einmitt forrit sem sjá ef það er read/write error, sem bara láta ekki sjá sigi þótt ég ætti undir venjulegum kringumstæðum að vera búinn að sjá nokkra.

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Lau 12. Feb 2022 06:41
af viddi
Bakaði móðurborð úr Dell Inspiron vél fyrir ca 6 árum því að skjástýringin hætti að virka, hún er enn í notkun í dag. \:D/

Re: Margir búinir að baka skjákortin í ofni ?

Sent: Lau 19. Feb 2022 19:09
af jonsig
Þetta er merkilegt. Eins og ég talaði um reyndar, þá "bakaði" ég ekki beint kortið eins og Youtube sérfræðingarnir gera. En kvikindið er ennþá sprell lifandi, búinn að klára mass effect legendary edition með FPS lock off á 240Hz monitornum. Og viljandi láta það fara í gegnum 24hour próf sem það hitnar og kólnar til skiptis.

viddi skrifaði:Bakaði móðurborð úr Dell Inspiron vél fyrir ca 6 árum því að skjástýringin hætti að virka, hún er enn í notkun í dag. \:D/


Veit ekki hvort allir hafi séð youtube videoið þegar louis rossman fékk linus tech tips trúðinn í heimsókn, og þeir reyndu bga reflow á dauðu skjákorti. Þar að staðhæft að þessi hitun geri ekkert, hinsvegar er vandamálið með þessi skjákort er að bilanirnar eru nánast aldrei eins. Og dæmigert að Louis var ekki að nenna setja sig inní bilanagreiningu á einhverju tölvudrasli sem var ekki apple grade, þó fræðilega hliðin sé ekki alveg hans sterkasti kostur því hann er sjálflærður þá hefur hann gríðarlega góða viðgerðarþekkingu ef hann er með teikingar og annað, sem er auðvitað alltaf best en sjaldan í boði.
Sem dæmi um mismunandi bilanir þá er RTX3xxx línan er að þjást af allt öðruvísi vandamálum heldur en t.d. þrjár nvidia kynslóðir á undan. Hef séð mikið talað um board flex sem er að snappa Vram kubba af því kortin eru orðin svo stór. Meðan GTX9XX var að brenna memory controllerinn á fullu. GTX1xxx oft með vrm vandamál.
Ég held að ég hafi náð að bæði mistakast og laga nógu mikið af skjákortum til að sjá að hreinlega dauður GPU örgjörvi er max 20% af nvidia og ennþá lægra hjá AMD, það er yfirleitt hægt að laga gjörsamlega allt annað. Nema í fáum tilvikum bilaða VRM controllera því þeir hafa custom forritun milli korta'.

Skjákort hafa verið á því verði hérna áður að fáir hafa sérhæft sig í að laga þau sem þarf svosem ekki mikla þekkingu. Svo það eru bara einhverjir grúskarar í asíu sem eru góðir í þessu og sumir með mikla rafmagnsþekkingu sem hafa nennt að setja sig inn í þetta, en alltof dýrir í útseldum tíma til að það sé praktískt.