Síða 1 af 1

Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 21:51
af kusi
Nú er svo komið að þeir sem meiru ráða en ég um jólamáltíðina vilja ólmir hafa "jólakjöt" í matinn. Það er því útlit fyrir að ég þurfi að sjóða hamborgarhrygg - og líklega hrygg af allra stærstu gerð. Nú er úr vöndu að ráða því ég á ekki nógu stóran pott fyrir slíkt kjötstykki. Það næsta sem kæmist því væri líklega Ikea Senior steypujárnspottur. Í fyrra náði ég með naumindum að troða hrygg þar í en í ár þarf ég að sjóða stærri hrygg svo sé ég ekki fyrir mér að hann muni duga. Til að flækja málin er ég með spanhelluborð svo þessir klassísku svörtu steikarpottar ganga ekki fyrir mig.

Ég leita því á náðir ykkar, kæru spjallfélagar, og spyr, hvernig sjóðið þið hamborgarhryggi á spanhelluborði? Eruð þið með ábendingar um einhverja góða og stóra potta sem henta vel?

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 22:05
af upg8
Ef hryggurinn er of stór þá getur þú alltaf sagað hann í tvennt og notað 2 potta eða geymt hluta þar til síðar.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 22:15
af Zorglub
Ertu bara með helluborð og ekki ofn?
Ég er með pott sem er nógu hár og læt hrygginn standa ofaní honum til að sjóða hann, það miðast þó við að þú sért með ofn til að klára hann síðan í.
Getur líka soðið í ofninum, vissulega meira maus að þurfa að tæma steikarpottinn og setja inn aftur en virkar samt alveg.
Svo er hægt að kaupa tvo minni hryggi og hafa ca 30 min á milli þeirra þannig að sá fyrsti klárist í fyrrri umferð og sá seinni komi rjúkandi í þá næstu.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 22:33
af hfwf
kusi skrifaði:Nú er svo komið að þeir sem meiru ráða en ég um jólamáltíðina vilja ólmir hafa "jólakjöt" í matinn. Það er því útlit fyrir að ég þurfi að sjóða hamborgarhrygg - og líklega hrygg af allra stærstu gerð. Nú er úr vöndu að ráða því ég á ekki nógu stóran pott fyrir slíkt kjötstykki. Það næsta sem kæmist því væri líklega Ikea Senior steypujárnspottur. Í fyrra náði ég með naumindum að troða hrygg þar í en í ár þarf ég að sjóða stærri hrygg svo sé ég ekki fyrir mér að hann muni duga. Til að flækja málin er ég með spanhelluborð svo þessir klassísku svörtu steikarpottar ganga ekki fyrir mig.

Ég leita því á náðir ykkar, kæru spjallfélagar, og spyr, hvernig sjóðið þið hamborgarhryggi á spanhelluborði? Eruð þið með ábendingar um einhverja góða og stóra potta sem henta vel?


Þessir klassísku steikarpottar virka á spanið, eldaði úr þeim á span fyrir nokkrum árum í þeim , ekkert mál, kveikir á tveim hellum og go.
Annars hef ég tekið upp á því ef hryggurinn er of stór fyrir pottinn sem ég er með þá saga ég hann í tvennt. og hendi í 2 potta.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 22:34
af GuðjónR
Langbest að setja í stórt fat og sjóða í ofninum...

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 23:45
af Le Drum
Getur líka fengið léttsaltaðan hamborgarahrygg sem þarf ekki að sjóða, skellir honum bara beint í ofninn og málið dautt.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Sun 19. Des 2021 23:57
af Manager1
Alltaf verið hamborgarhryggur hjá mér á jólunum, alltaf verið soðinn í stóru fati í ofni, aldrei á hellu.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 00:34
af Longshanks
Hagkaups hrygginn þarf ekki að sjóða og hann er góður. https://verslun.hagkaup.is/product/hagk ... arhryggur/

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 08:34
af Dropi
Ég ætla að sous vide elda næst þegar ég geri hrygg, það klikkar ekki

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 09:28
af axyne
Við sjóðum alltaf í ofninum í stóru fati, klikkar ekki.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 12:02
af Squinchy
Uppfærði í 30cm pott í ár, kostaði minnir mig um 7k í costco, eru 2 stærðir, stærri potturinn er bara hærri sem hjálpar ekkert

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 14:36
af Baldurmar
GuðjónR skrifaði:Langbest að setja í stórt fat og sjóða í ofninum...

Sammála

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mán 20. Des 2021 14:38
af einarhr
Ég er hættur að sjóða Hamborgarhrygg og elda hann núna í álpappír í ofni. Það er hægt að fá hryggi sem eru sérstaklega merktir "þarf ekki að sjóða" en það er líka hægt að nota hina og þá er gott að láta þá liggja í köldu vatni í nokkra klukkutíma fyrir eldun. Hryggurinn verður miklu meira djúsi ef maður sleppir því að sjóða hann.

https://www.mbl.is/greinasafn/grein/766494/

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Þri 21. Des 2021 15:40
af kusi
Bestu þakkir fyrir öll svörin :)

Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Þri 21. Des 2021 15:53
af Moldvarpan
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin :)

Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm



Það á eftir að virka vel, 1-2 lítra af vatni er nóg, sem verður svo sósan.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Þri 21. Des 2021 16:44
af einarhr
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin :)

Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm


Ef þú ert ekki búin að splæsa í svona pott þá eru þeir oft til í Góða Hirðinum á mjög góðu verði, minni að ég hafi borgað max 1000 kr fyrir minn.

Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?

Sent: Mið 22. Des 2021 13:28
af Le Drum
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin :)

Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm

Endilega prófa að sjóða hann í Coca Cola, það steinliggur :)