Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Athvarf handlagna heimilisnördsins

Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf kbg » Mán 06. Des 2021 11:32

Sælir.

Er að leita að svona týpisku lími sem er oft sett á rafrásir til að halda t.d þéttum föstum á borðinu. Er oft hvítt eða svart á litinn, það þarf að vera hitaþolið/silicon, ekki leiða spennu og ekki skemma borðið. Hvað heitir svona lím og hvar getur maður fengið svona á Íslandi?



Skjámynd

Njall_L
Stjórnandi
Póstar: 1261
Skráði sig: Mið 29. Okt 2014 20:58
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf Njall_L » Mán 06. Des 2021 11:47

Búinn að kíkja í Íhluti, þeir eru líklegastir til að eiga eitthvað svona "electronics special".

Sjálfur hef ég reddað mér með bæði double-sided límbandi og límbyssu, en það eru nú ekki bestu leiðirnar.

Hef síðan líka prófað þetta hérna (https://wurth.is/efnavara/lim-og-thetti ... 14a6309ea1) með góðum árangri. Þetta á að vera án "acetic acid" og skemmir því ekki íhluti. Bara passa sig að vera í vel loftræstu rými þegar maður vinnur með þetta.


Löglegt WinRAR leyfi

Skjámynd

russi
FanBoy
Póstar: 753
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 179
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf russi » Mán 06. Des 2021 12:03

Njall_L skrifaði:Búinn að kíkja í Íhluti, þeir eru líklegastir til að eiga eitthvað svona "electronics special".

Sjálfur hef ég reddað mér með bæði double-sided límbandi og límbyssu, en það eru nú ekki bestu leiðirnar.

Límbyssan klikkar seint, getur skoðað það



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf jonsig » Mán 06. Des 2021 19:34

kbg skrifaði:Sælir.

Er að leita að svona týpisku lími sem er oft sett á rafrásir til að halda t.d þéttum föstum á borðinu. Er oft hvítt eða svart á litinn, það þarf að vera hitaþolið/silicon, ekki leiða spennu og ekki skemma borðið. Hvað heitir svona lím og hvar getur maður fengið svona á Íslandi?



Hef alltaf þurft að panta dielectric conformal coating að utan. Ef hitabyssu límið hefur ekki nógu hátt hitaþol, þá virkar epoxy en það er kannski one-way trip.




Höfundur
kbg
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Þri 12. Des 2006 10:28
Reputation: 1
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf kbg » Þri 07. Des 2021 08:54

Var ekki búinn að kíkja í íhluti, kíki á það, fann samt ekkert í listanum þeirra sem gæti passað. Gæti notað límbyssu en það er held ég ekki neitt varanleg lausn, límið hefur tilhneiginu til að losna/brotna með tímanum og þolir ekki mikinn hita. Þori ekki að fara í epoxy, því það er bara one way trip.

jonsig skrifaði:Hef alltaf þurft að panta dielectric conformal coating að utan.


Eru einhverjar góðar erlendar búðir sem eru með svona og geta sent til Íslands? Ég hef ekki góða reynslu að panta ýmis efni sem eru t.d í vökvaformi að utan, stundum virðist það vera endursent/stoppað af tollinum á leiðinni.

En takk fyrir allar ábendingar.




drengurola
has spoken...
Póstar: 155
Skráði sig: Fös 24. Apr 2020 16:00
Reputation: 42
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf drengurola » Þri 07. Des 2021 10:06

Ég hef mikið notað https://www.parts-express.com/, finnst líklegt að þeir eigi eitthvað þessu líkt. Þó er það þannig að þú verður að senda þeim tölvupóst til að fá sent til Íslands og ég er ekki viss með minni pantanir.



Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Vantar silikon lím fyrir rafrásir

Pósturaf jonsig » Þri 07. Des 2021 15:26

kbg skrifaði:
Eru einhverjar góðar erlendar búðir sem eru með svona og geta sent til Íslands? Ég hef ekki góða reynslu að panta ýmis efni sem eru t.d í vökvaformi að utan, stundum virðist það vera endursent/stoppað af tollinum á leiðinni.

En takk fyrir allar ábendingar.


TME.EU / mouser.com /uk.farnell / digikey eru allt síður sem fyrirtækið mitt verslar við.

tme.eu fer líklega best með budduna ef þú ert að kaupa eitthvað lítið, free shipping hjá mouser yfir 60Euro minnir mig, en allt dýrara.

RTV silikón


Svona fyrir utan aðstæður sem það er hár hiti, þá er góð límbyssa og stanley hot glue melt sem fæst í sindri.is ekki að fara losna neitt á næstunni.
Hinsvegar noti maður eitthvað LUX dót úr byko lím þá er það laust daginn eftir. Hef notað þetta stanley dót í aflgjafa sem eru líklega kringum 60°C og allt tollir á sínum stað. Hinsvegar þrýf ég flötinn áður með IPA svo límið festist.
Síðast breytt af jonsig á Þri 07. Des 2021 15:37, breytt samtals 2 sinnum.