Síða 1 af 1
Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:23
af appel
Er að reyna rífa þetta upp en það er engin leið til að átta sig á því hvernig er hentugast að taka þetta upp.
Búinn að reyna eiginlega allt, töng, hamar, kúbein, þetta haggast ekki. Veit ekki hvað þetta er, ekki skrúfa, ekki nagli, einskonar bolt-nagli held ég.
Hvað er trixið við að ná þessu upp? Þetta er inn í steinsteypu.
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:28
af peer2peer
Ég myndi nú bara skera hann með slípirokk
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:28
af Viktor
Naglbítur?
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:34
af Dúlli
Slippirokkur, þetta er nagli úr byssu
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:41
af Zorglub
Stálnagli úr naglabyssu, ef þetta er alvöru steypa þá nærðu þessu ekkert út. Þannig að eins og aðrir hafa sagt, slípirokkur, skera inn í steypuna og sparsla svo yfir.
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 13:41
af appel
Æi lét bara vaða í það með kúbeini. Náði málmgrindinni af, en naglinn er enn fastur :/ sniðugt að ná svona eitthvað sem er ekki hægt að losa!
Re: Þekkir einhver þennan bolta/skrúfu/nagla?
Sent: Mán 13. Sep 2021 17:49
af TheAdder
appel skrifaði:Æi lét bara vaða í það með kúbeini. Náði málmgrindinni af, en naglinn er enn fastur :/ sniðugt að ná svona eitthvað sem er ekki hægt að losa!
Þetta er gert til þess að endast
Eins og aðrir hafa bent á, þá er það bara slípirokkurinn sem gengur á þetta heilhveiti.