Síða 1 af 1

Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Mið 27. Jan 2021 18:15
af mariodawg
Góðan daginn,

Getur einhver sagt mér í hvaða búð er hægt að finna "all things cable management". Þá er ég að tala um svona smotterís hluti eins og rásir/rennur fyrir snúrur, (klemmur) til að halda stökum snúrum, dragbönd úr efni ekki plasti og þannig dót. Aðallega hluti til þess að fela snúrur í kringum tölvu aðstöðuna.

Fyrirfram þakkir!

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Mið 27. Jan 2021 18:24
af jonsig
mariodawg skrifaði:Góðan daginn,

Getur einhver sagt mér í hvaða búð er hægt að finna "all things cable management". Þá er ég að tala um svona smotterís hluti eins og rásir/rennur fyrir snúrur, (klemmur) til að halda stökum snúrum, dragbönd úr efni ekki plasti og þannig dót. Aðallega hluti til þess að fela snúrur í kringum tölvu aðstöðuna.

Fyrirfram þakkir!


Grísaskott/spíralbarkar eru merkilega góðir til að tidy´a upp. Poulsen.
Stýringa rennur eru flottar líka í svona þar sem hliðarnar eru hálfgerðar greiður til að troða skottum í síðan kemur lok yfir. Rönning
Því miður eru bara til plast ströpp og síðan stál ströpp, en þau eru aðallega sniðug í einhverjar permanent lagnir., það getur verið pain að eiga við þau.
Getur líka keypt lím-festi kubba sem þú límir á hvað sem er og setur 1stk strapp í gegn og í kapalinn. það er líka í rönning

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Mið 27. Jan 2021 18:32
af einarhro
Held ég hafi séð allskonar svoleiðis dót í Kísildal.

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:37
af oskarom
Hef verið að nota þetta til að halda snúrunum við skrifborðið í skefjum.

https://verslun.origo.is/Snurur-og-kapl ... 509.action

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Mið 27. Jan 2021 22:44
af oliuntitled
Getur fengið ódýra bakka til að festa undir borð í Ikea -> https://www.ikea.is/products/14163
Getur svo fengið snúrubarka á mörgum stöðum, ég keypti svartann spíralbarka í kísildal.
Ef þú vilt franskann rennilás utanum snúrur er best að panta það að utan, mikið ódýrara .. hef fengið þannig af ebay og reyni að passa að panta frá sellers í Bretlandi uppá sem stystann sendingartíma, er að borga aðeins meira en töluvert sneggra á leiðinni.

Ískraft, Pronet, Johan Rönning, Íhlutir og svo tölvuverslanir ættu að vera með þetta nánast allt ... fer í raun hversu mikið þú þarft og hversu miklum peningi þú tímir.

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Fim 28. Jan 2021 07:31
af Hjaltiatla
https://www.cablesandkits.com/

Þau senda til Íslands

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Fim 28. Jan 2021 09:19
af Viktor

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Fim 28. Jan 2021 09:32
af Haraldur25
oliuntitled skrifaði:Getur fengið ódýra bakka til að festa undir borð í Ikea -> https://www.ikea.is/products/14163
Getur svo fengið snúrubarka á mörgum stöðum, ég keypti svartann spíralbarka í kísildal.
Ef þú vilt franskann rennilás utanum snúrur er best að panta það að utan, mikið ódýrara .. hef fengið þannig af ebay og reyni að passa að panta frá sellers í Bretlandi uppá sem stystann sendingartíma, er að borga aðeins meira en töluvert sneggra á leiðinni.

Ískraft, Pronet, Johan Rönning, Íhlutir og svo tölvuverslanir ættu að vera með þetta nánast allt ... fer í raun hversu mikið þú þarft og hversu miklum peningi þú tímir.


Ég er með svona bakka undir mínu deski frá IKEA.
100% mæli með.

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Fim 28. Jan 2021 09:50
af stinkenfarten
Haraldur25 skrifaði:
oliuntitled skrifaði:Getur fengið ódýra bakka til að festa undir borð í Ikea -> https://www.ikea.is/products/14163
Getur svo fengið snúrubarka á mörgum stöðum, ég keypti svartann spíralbarka í kísildal.
Ef þú vilt franskann rennilás utanum snúrur er best að panta það að utan, mikið ódýrara .. hef fengið þannig af ebay og reyni að passa að panta frá sellers í Bretlandi uppá sem stystann sendingartíma, er að borga aðeins meira en töluvert sneggra á leiðinni.

Ískraft, Pronet, Johan Rönning, Íhlutir og svo tölvuverslanir ættu að vera með þetta nánast allt ... fer í raun hversu mikið þú þarft og hversu miklum peningi þú tímir.


Ég er með svona bakka undir mínu deski frá IKEA.
100% mæli með.


sama hér, pláss fyrir tvær langar framlengingar undir skrifborðinu og nóg af plássi til að fela kaplana. bestu kaupin sem ég hef gert.

Re: Cable management [Hvar finn ég]

Sent: Fim 28. Jan 2021 10:00
af Hjaltiatla
Mæli einnig með að skoða fjöltengi með festingu. Gerir mikið fyrir tölvuaðstöðuna að skrúfa það undir borðið svo það sé ekki sýnilegt.
Fæst á mörgum stöðum, ég verslaði mitt t.d af Íhlutum í Skipholti.