Síða 1 af 1

Budget batterí hersluvélar?

Sent: Mán 09. Des 2019 16:11
af GullMoli
Jæja, hefur einhver hérna keypt budget hersluvél (með höggi) með rafhlöðu og hleðslutæki og getur mælt með?
Eitthvað til að losa felgubolta/rær og annað bíla-stússerí.

Eitthvað svipað til þessarar græju;
https://www.husa.is/netverslun/verkfaer ... id=5247227

eða
https://handverkshusid.is/product/makit ... 8v-body-o/

Sýnist þetta alveg vera pakki upp á 50-60þús að lágmarki, þar sem að startkostnaðurinn er svo mikill ef maður á hvorki rafhlöðu né hleðslutæki úr línunni.

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Mán 09. Des 2019 17:20
af arons4
Ef þetta er bara svona bílskúrsdót ætti þessi alveg aðvera fín, veit sammt ekkert hvort hún dugi fyrir felgurær.
https://vfs.is/shop/ryobi-herslulykill-12-18v/

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Mán 09. Des 2019 18:21
af addon
sá þetta núna um daginn... áhugavert ef þú hefur tíma til að bíða eftir þessu (þyrftir líka aftermarket makita battery sem taka langann tíma í flutning)
en gætir verið með mjög gott stuff fyrir áhugamann

edit: betra að hafa linkinn með :megasmile
https://www.youtube.com/watch?v=AERn5japFs8
mjög gróflega reiknað ætti þetta að vera undir 30 þús fyrir , 2 battery, hleðslutæki, hersluvél og borvél

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Mán 09. Des 2019 19:44
af audiophile
Tékkaðu á Ryobi í BYKO, Bauhaus eða Verkfærasölunni. Fínt fyrir verðið. Var undir 40þ. þegar ég keypti í BYKO í fyrra.

Hér er líka nýlegur þráður um sama efni.

viewtopic.php?f=13&t=80643&p=696696&hilit=Hersluv%C3%A9l#p696696

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Mán 09. Des 2019 19:49
af Squinchy
https://www.homedepot.com/p/RYOBI-18-Vo ... /311807617

Pantaði svona rafhlöði kitt með sds högg vél um daginn, heim var þetta 33k, lét senda heim í gegnum fishisfast

Á einnig svona hersluvél sem ég nota á bílinn, algjör snilld
Kostar stakur 21.995 í bauhaus

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Þri 10. Des 2019 09:58
af GullMoli
Æðislegt, takk fyrir svörin! Þessi Ryobi vél lítur út fyrir að henta vel í einstöku verkefni :D

Re: Budget batterí hersluvélar?

Sent: Þri 10. Des 2019 13:35
af kusi
Ég keypti fyrir um ári síðan sett með Hitachi hersluvél og skrúfvél (18v) + 2x5Ah rafhlöðum í Húsasmiðjunni sem var ódýrara en þessi hersluvél ein og sér. Getur verið að verðin séu eitthvað skrýtin svona rétt fyrir jól?

Ég var efins um að þessi græja gæti mikið, verandi rafhlöðudrifin, en hún hefur reynst vel. Keypti mér svo borvél í stíl sem ég algjörlega elska:
https://www.husa.is/netverslun/verkfaer ... id=5247791

Mæli annars með því að þú hugir að því að kaupa "herslutoppa" fyrir hersluvélina í staðinn fyrir að nota hefðbundna toppa úr topplyklasetti. Mér skilst að hefðbundnir toppar séu ekki endilega gerðir til að þola álagið í svona vélum.