Ættir að geta lóðað þetta sjálfur með smá þolinmæði
byrjaðu á því að setja smá flux þar sem jarðtengin eru sem halda tenginu við PCB'ið og lóðaðu smá tin á þau. Oft eru jarðtengin lengi að hitna og byrja að flæða en það fer allt eftir þykkt PCB'sins. Svo seturu meira flux og dregur tinið upp í Wick, þá ættiru að losna við leifarnar af gamla tenginu úr jarðtengjunum/festingunum.
Svo seturu flux á Data/+/- punktana og lóðar tin á þá líka þannig að þeir líti út fyrir að vera glansandi og fínir. Passaðu bara hitann og að staldra ekki of lengi við á þeim punktum því þú gætir hreinlega brennt punktana/trace'in af PCB'inu.
Svo seturu meira flux á þá og dregur tinið á þeim í Wick'inn.
Því næst seturu tengið á sinn stað (gott að nota tape til að halda því niðri) og byrjar á því að lóða jarðtengin/festingarnar og muna, nota flux!
Svo þegar tengið er fast þá tekuru tape'ið af og setur flux á Data/+/- punktana. Aðferðin sem mér finnst best er að setja oddinn á lóðboltanum á hvert tengi fyrir sig, láta hitna í 2-3 sekundur og svo ýta tininu á punktinn. Þá ætti það að flæða vel og lóðast me di sammen.
Endurtekur svo leikinn á hina punktana. Það þarf bara örlítið tin á hvern punkt því þú vilt ekki að það sé of mikið og smitist milli tengja
Good luck!