Ég var að flytja í íbúð með gegnheilu parketi, sem er orðið lúið og er litað dökkt sem mér hugnast ekki.
Maður hefur verið að hugsa um að láta slípa það og var kominn á ystu nöf með að láta verða af því, en ákvað að hinkra aðeins og melta þetta.
Slípunin kostar 350 þús kall á meðan nýtt parket á þessa 90 fm sem íbúðin er væri líklega 500-600 þús. Ég myndi bara setja nýtt harðparket ofan á hitt þar sem það er límt á.
Það eru margir pros and cons.
Slípun pros: kostar minnst, hurðakarmar og svona passa óbreytt
Slípun cons: veit ekki nákvæmlega útkomuna, mynstrið breytist ekkert, þarf að flytja út í 5 daga, veit ekkert hvenær verktakinn kemst í það
Nýtt parket pros: veit nákvæmlega hvað ég fæ og hver útkoman er, hægt að setja á án þess að flytja út, fljótgert á kannski 2 dögum þegar ég vill
Nýtt parket cons: kostar meira, þarf að stytta hurðakarma, minnkar lofthæð um þessa 2 cm eða svo.
Ég veit ekki hvað er málið. Þetta gegnheila dót er líklega rándýrt gólf sem var sett á fyrir 20 árum, myndi kosta örugglega 2 milljónir í dag. En líklega myndi útlitið þykja vera "dated" í dag, svona fiskibeinamunstur.
Penny for your thoughts.
Slípa eða nýtt parket ofaná?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3173
- Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
- Reputation: 546
- Staðsetning: ::1
- Staða: Ótengdur
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Mitt Penny
Dellukallinn í mér myndi taka uppá því að leigja mér parketslípivél og reyna að gera þetta sjálfur (En hafa option B að fá aðila til að setja nýtt parket fyrir mig ef illa fer) .
Dellukallinn í mér myndi taka uppá því að leigja mér parketslípivél og reyna að gera þetta sjálfur (En hafa option B að fá aðila til að setja nýtt parket fyrir mig ef illa fer) .
Just do IT
√
√
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Ég sem tæplega 2m maður myndi aldrei taka það í mál að leggja parket ofan á parket og tapa lofthæð. Er virkilega svona mikið mál að rífa gamla parketið upp með réttum tækjum ? Og erum við ekki að tala um helvíti vandað parket fyrir 5-600þús á 90fm ??
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
mercury skrifaði:Ég sem tæplega 2m maður myndi aldrei taka það í mál að leggja parket ofan á parket og tapa lofthæð. Er virkilega svona mikið mál að rífa gamla parketið upp með réttum tækjum ? Og erum við ekki að tala um helvíti vandað parket fyrir 5-600þús á 90fm ??
Þetta er þykkt á litla putta. Það er meiri eða svipaður munur að vera í skóm eða sokkum.
*-*
-
- Besserwisser
- Póstar: 3125
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 455
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Af með gamla, ekki spurning. Svo færðu mjög flott harðparket á c.a 3000 kall per fm, útsölur td hjá Birgisson. Algjör óþarfi að spreða 5-600 þús í parket á 90fm.
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Ég keypti AC5 slitsterk harðparket á 1935 kr í Húsasmniðjuni á leiguíbúð í nóvember.
72 fm á 140 þús !! tók af gamalt timburparket og þurfti ekki að kaupa undirlag.
Lagði sjálfur og var ekkert mál.
Myndi aldrei setja parket ofaná parket.
72 fm á 140 þús !! tók af gamalt timburparket og þurfti ekki að kaupa undirlag.
Lagði sjálfur og var ekkert mál.
Myndi aldrei setja parket ofaná parket.
-
- Kóngur
- Póstar: 6395
- Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
- Reputation: 463
- Staðsetning: fyrir aftan þig
- Staða: Tengdur
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
hvaðan ertu að fá þessa útreikninga að parketið kosti á bilinu 500-600þús?
CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
appel skrifaði:mercury skrifaði:Ég sem tæplega 2m maður myndi aldrei taka það í mál að leggja parket ofan á parket og tapa lofthæð. Er virkilega svona mikið mál að rífa gamla parketið upp með réttum tækjum ? Og erum við ekki að tala um helvíti vandað parket fyrir 5-600þús á 90fm ??
Þetta er þykkt á litla putta. Það er meiri eða svipaður munur að vera í skóm eða sokkum.
Í mörgum eldri húsum eru innihurðir 2m +/- . veit svosem ekki hve háar þær eru hjá þér.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5596
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Takk.
Hef ákveðið að gera ekkert í bili.
En ég ætla hinsvegar að bóna gólfið. Þetta er lakkað harðviðargólf. Einhverjir með góð tips um hvernig á að bóna og svona, hvaða efni aðferðir og græjur?
Hef ákveðið að gera ekkert í bili.
En ég ætla hinsvegar að bóna gólfið. Þetta er lakkað harðviðargólf. Einhverjir með góð tips um hvernig á að bóna og svona, hvaða efni aðferðir og græjur?
*-*
Re: Slípa eða nýtt parket ofaná?
Svoan svo það sé sagt þá er 5-600 þús er bara alls ekkert fjarri lagi ef valið er gæða parket.
Getur kannski sloppið aðeins betur ef valið er t.d. gott Harðparket. Ég myndi aldrei taka annað Pergo eða QuickStep í því og það fer ekki mikið undir 4000 kall m2) Svo má nefnilega ekki gleyma því að undirlagið kostar glettilega mikið og drjúgur peningur fer í gólflista.
Getur kannski sloppið aðeins betur ef valið er t.d. gott Harðparket. Ég myndi aldrei taka annað Pergo eða QuickStep í því og það fer ekki mikið undir 4000 kall m2) Svo má nefnilega ekki gleyma því að undirlagið kostar glettilega mikið og drjúgur peningur fer í gólflista.