Síða 1 af 1
Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Fim 04. Okt 2018 12:52
af Viktor
Er einhverstaðar hægt að gera við brotin plastgleraugu á Íslandi?
Glerin kosta 35k svo það væri geggjað.
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Fim 04. Okt 2018 13:43
af elri99
Þú getur látið sníða glerið í nýja, minni umgjörð.
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Fim 04. Okt 2018 14:31
af ÓmarSmith
spurning um að heyra í einhverju plastviðgerðarverkstæði og sjá hvort þeir gætu lagað fyrir þig.
Ef þetta snýr bara að því að " líma " og bræða þá ætti þetta að vera lítið mál fyrir handlaginn aðilla.,
en svo er þetta líka spurning hvaða tegund þetta er ?
Ef þetta er Ray Ban t.d. þá myndi ég rúlla beint í Optical Studio t.d og sjá hvort þeir lagi svona .
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Fim 04. Okt 2018 15:52
af Viktor
Þetta eru bara ódýr Cheap Mondey gleraugu
Ég hringdi í einhverja gleraugnaviðgerð sem ég fann á Facebook.
Hann sagði mér bara að skella endunum í hreint Aceton og líma þetta þannig saman... fór í Apótek, keypti Aceton og viti menn, gleraugun eru föst saman aftur, nú bíð ég bara eftir að þau þorni
Acetonið breytir endurum basically í lím aftur.
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Sun 07. Okt 2018 21:29
af ÓmarSmith
"Lifehack"
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Mán 08. Okt 2018 11:17
af stefhauk
Kannaðu bara heimilistrygginguna. Mín gömlu brotnuðu fór með þau þar sem þau voru keypt og þau gáfu mér nótu sem ég fór með í tryggingarfélagið mitt og tryggingafélagið greiddi mér þá upphæð sem ég notaði uppí ný gleraugu.
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Mán 08. Okt 2018 11:23
af GuðjónR
stefhauk skrifaði:Kannaðu bara heimilistrygginguna. Mín gömlu brotnuðu fór með þau þar sem þau voru keypt og þau gáfu mér nótu sem ég fór með í tryggingarfélagið mitt og tryggingafélagið greiddi mér þá upphæð sem ég notaði uppí ný gleraugu.
Væntanlega mínus 30 þúsund króna sjálfsábyrgð?
Re: Gleraugnaviðgerð - brotið plast
Sent: Mán 08. Okt 2018 17:37
af stefhauk
GuðjónR skrifaði:stefhauk skrifaði:
Væntanlega mínus 30 þúsund króna sjálfsábyrgð?
Jú líklega var það svoleiðis kominn einhver 3 ár síðan.