Hvað þarf maður að gera til að slétta svona hraunaða veggi, innandyra? Þetta var voða vinsælt fyrir einhverjum áratugum að hrauna svona veggi, en þetta er forljótt finnst mér.
Á að pússa þetta? Er ekki vesen að ná þessu af?
Eða á að heilsparsla yfir þetta?
Slétta hraunaða veggi?
Re: Slétta hraunaða veggi?
Bolla skífa ef þetta er gróft og síðan heilspasla, þarft alltaf að heilspasla.
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Slétta hraunaða veggi?
Sumir hafa brugðið á það ráð að klæða þetta bara með gifsi. Það er fljótlegra og hreinlegra en persónulega myndi ég bollaslípa svona og heilsparsla eins og Dúlli segir.
Re: Slétta hraunaða veggi?
Ef það er ekkert gólfefni og íbúðin tóm þá ertu enga stund að heilspasla. Sprautuspaslar þá