Síða 1 af 1

Hvernig straumbreytir?

Sent: Lau 30. Jún 2018 19:57
af Leviathan
Hæ, ég var að fá gefins "Probox smart family" hýsingu fyrir 4 SATA harða diska en fékk engan straumbreyti með þar sem hann hefur víst týnst. Get ég keypt einhversstaðar samskonar straumbreyti og notað með græjunni? Það stendur á hliðinni á hýsingunni "AC Input 100-240V DC Input 12V/5A"

Öll hjálp vel þegin. :)

Re: Hvernig straumbreytir?

Sent: Lau 30. Jún 2018 21:47
af olihar
Hvernig power tengi er á boxinu?

Íhlutir gætu átt þetta.

Eða bara Amazon/Ebay

Re: Hvernig straumbreytir?

Sent: Sun 01. Júl 2018 09:52
af Viktor
Þetta er til hjá Íhlutum en alvöru svona spennubreytir er ekki gefins, flest 12V tæki eru 0.1-2A svo 5A er dálítið mikið.

www.ilhutir.is

319474 SPENNUGJAFI 12 VDC 5,0A 2,5 te 7.415 kr

https://www.distrelec.biz/en/power-supp ... ggest=true

Re: Hvernig straumbreytir?

Sent: Mán 02. Júl 2018 00:15
af russi
Þetta er spennugjafi, ekki straumbreytir, ætlaði að benda þér á þann sem Sallarólegur benti á, hannhefur reynst mér vel, hef örugglega verslað yfir 100 svona stykki, ef þú ferð í íhluti og kallar þetta straumbreytti þá mun maðurinn með slaufuna gera grín af þér, það er ákveðin skellur.

Re: Hvernig straumbreytir?

Sent: Mán 02. Júl 2018 00:46
af olihar
russi skrifaði:ef þú ferð í íhluti og kallar þetta straumbreytti þá mun maðurinn með slaufuna gera grín af þér, það er ákveðin skellur.


True story.