Síða 1 af 1

Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 20:57
af GuðjónR
Ég hét því fyrir löngu að kaupa ekki trampólín handa börnunum, hef alltaf verið of nojaður yfir slysahættunni. Er samt að spá í að láta undan þrýsingi, það verður kannski til þess að þau fást að fara út úr húsi.

Eru þessi trampólín ekki öll eins? Og hvort mynduð þið hafa netið að innan eða utan?

https://trampolin.is/vefverslun/trampolin/4-26m-14-fet/

https://www.husa.is/netverslun/arstidar ... id=3900586

https://www.byko.is/vefverslun/heimilis ... /vnr/30269

https://www.rumfatalagerinn.is/stok-var ... ax-150-kg/

Mér sýnist Húsasmiðjan og trampolin.is vera með nákvæmlega sama trampólínið.
Húsa, Byko og Rúmfó eru með 10k afsl. af þessu núna.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:10
af worghal
þú ert væntanlega að grínast?
þú býrð á kjalarnesi, þetta endar inni í stofu hjá þér eða nágranna um leið og það er komið upp :lol:

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:13
af Zorba
Þetta er mjög skemmtilegt fyrir krakkana, en líka líklegt að einhver meiði sig og því fleiri sem eru á því því líklegra. Svo þarftu að nenna að setja þetta saman og taka í sundur á hverju sumri. 8-[

Annars er eina vitið að vera með öryggisnet. Minnir að það hafi alltaf verið fyrir utan þegar ég var krakki og það var allt í góðu. En finnst samt einhvernvegin meika meira sens að hafa það fyrir innan.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:20
af GuðjónR
worghal skrifaði:þú ert væntanlega að grínast?
þú býrð á kjalarnesi, þetta endar inni í stofu hjá þér eða nágranna um leið og það er komið upp :lol:

hehehehe, nágranni minn var með svona í mörg ár, hann beygði c.a. 2m steypustyrktarjárn í U og festi það niður þannig.
Það stóð af sér 40m+/sec vind.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:41
af appel
Sé fyrir að krakkarnir fjúki út á hafsauga á þessu, svona einsog á arabísku töfrateppi.

En ertu ekki með áhyggjur af slysagildrunni? Sögurnar sem maður hefur heyrt! Svo ef að krakki nágrannans slasar sig á þessu, ertu ekki bótaskyldur?

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 21:55
af birgirs
Það er eitt úr Toys’R’Us í garðinum hjá okkur og það er flottasta og massívasta trampólín sem ég hef séð. Ég keypti það ekki en við fjölskyldan notuðum það oft síðasta sumar og þetta er geggjað hopputæki.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 16. Apr 2018 22:51
af einarn
appel skrifaði:Sé fyrir að krakkarnir fjúki út á hafsauga á þessu, svona einsog á arabísku töfrateppi.

En ertu ekki með áhyggjur af slysagildrunni? Sögurnar sem maður hefur heyrt! Svo ef að krakki nágrannans slasar sig á þessu, ertu ekki bótaskyldur?


Systursonur minn var einmitt handleggsbrjóta sig í eitthverjum trambólín stað í kóp... Systir mín ætlar allavegna aldrei að hleypa börnunum sínum í þessar græjur aftur.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Þri 17. Apr 2018 00:45
af Frussi
Hehe þessi trampólínhræðsla finnst mér fyndin. Við vorum með trampólín í mörg ár þegar ég var yngri, ekkert öryggisnet, eitt handleggsbrot. Krakkar brotna, bein gróa, krakkar læra af reynslunni

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Þri 17. Apr 2018 08:47
af KristinnK
Ég handleggsbrotnaði tvisvar þegar ég var lítill. Það er ekkert stórslys. Ef þú hefur svona miklar áhyggjur af því að börnin þín meiði sig ættir þú kannski að pakka þeim inn í frauðplast?

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Þri 17. Apr 2018 09:01
af Viktor
Já, það er lang örugglasta leiðin að taka Josef Fritzl á þetta og læsa krakkana bara niðri í kjallara.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Þri 17. Apr 2018 09:08
af GuðjónR
On topic boys, and a girl.
Er eitthvað eitt frekar en annað sem maður á að kaupa? Er þetta ekki allt sama dótið?
Þetta EXTREME trampólín sem fæst í Toy'sR'us kostar 50k ... finnst það of dýrt þó það sé jú mjög flott.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Þri 17. Apr 2018 09:54
af Televisionary
Er með eitt svona keypt fyrir tveimur árum:

https://www.toysrus.is/product/outra-pr ... 0102804001

Hálft hverfið búið að djöflast á þessu. Hef tekið grindina inn yfir veturinn en nennti því ekki í vetur. Það virðist hafa staðið veturinn vel af sér og það verður sett upp aftur á næstu dögum.

GuðjónR skrifaði:On topic boys, and a girl.
Er eitthvað eitt frekar en annað sem maður á að kaupa? Er þetta ekki allt sama dótið?
Þetta EXTREME trampólín sem fæst í Toy'sR'us kostar 50k ... finnst það of dýrt þó það sé jú mjög flott.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 06. Maí 2019 12:26
af blitz
Hefur einhver hérna reynslu af trampólínum frá trampolin.is ?

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 06. Maí 2019 12:55
af Moldvarpan
Er þetta ekki bara eins og hvað annað drasl, notað nokkru sinnum og svo hverfur áhuginn fyrir þessu.

Væri nær að gefa þeim árskort í sund og fjölskyldukort í bíó eða eh.

Allavegana eitthvað sem nýtist betur en foreldra samviskubit. Trampólín er useless drasl.

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 06. Maí 2019 14:15
af akarnid
Það er nú bara mismunandi - við eigum svona stærri gerðina úr ToysRUs Fyrsta sumarið var það heima í garði og síustu 2 ár hefur það verið uppi í bústað. Ég tek það í sundur á haustin og set undir hús. Virkar fínt og ég fer oft sjálfur á þetta þegar mig langar, getur verið alveg geggjað gaman :)

Re: Trampólín, reynslusögur?

Sent: Mán 06. Maí 2019 15:26
af Tbot
Spennan er mest svona í 1-2 vikur eftir að það er sett upp.

Það er hættulegast þegar margir krakkar eru á því og af mismunandi þyngd.
Minnir að á þeim öllum sé ábending frá framleiðendum að það sé ætlað einungis einum í einu.

Var með eitt frá rúmfatalagernum í 5 eða 6 ár og já, hafði öryggisnetið.