Verktakalaun
Verktakalaun
Hæ
Ekki eru einhverjir verktakar hérna? Nú er ég verktaki og er að fá einhvern 100.000kr á mánuði, og af því á ég að borga 37% skatt. Mér var sagt um daginn að ég gæti keypt mér eitthvað sem mundi hjálpa við vinnuna fyrir skattinn s.s. ég þarf mikið að vera með síma í vinnunni og ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti notað skattinn til að kaupa mér síma? Einhver hérna sem veit þetta?
Ekki eru einhverjir verktakar hérna? Nú er ég verktaki og er að fá einhvern 100.000kr á mánuði, og af því á ég að borga 37% skatt. Mér var sagt um daginn að ég gæti keypt mér eitthvað sem mundi hjálpa við vinnuna fyrir skattinn s.s. ég þarf mikið að vera með síma í vinnunni og ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti notað skattinn til að kaupa mér síma? Einhver hérna sem veit þetta?
Re: Verktakalaun
Fer eftir því hvort þú sért með þina kennitölu eða fyrirtæki. þarf að vera með x háa veltu.
en þú getur ekki keypt neitt fyrir skattinn heldur notað inn og útskatt.
en þú getur ekki keypt neitt fyrir skattinn heldur notað inn og útskatt.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
Ef þú ert ekki með hærri laun en 100.000 þá er skattkortið að taka á því, ættir ekki að greiða skattinn. Mátt vera með verktakalaun upp á 1 millj. á ári án þess að nota vsk, ef það fer yfir það, þá þarftu að nota vsk. Þú getur notað síma og símareikninga í kostnað og sannanlega kostnað. Tala við endurskoðanda og fá á hreint hvað þú getur notað.
-
- Fiktari
- Póstar: 62
- Skráði sig: Mið 22. Jan 2014 02:12
- Reputation: 9
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
Þú getur talið símann fram sem rekstrarkostnað á skattframtalinu þínu (2018) og þá dregst fjárhæðin frá stofni til tekjuskatts (borgar s.s. lægri skatt). Þú nærð væntanlega ekki VSK markinu (2mkr á ári), en ef svo væri þá gætiru fært vsk af símanum sem þú greiddir sem innskatt til frádráttar af útskatti sem þú þyrftir að greiða (ef þú værir vsk skyldur).
-
- Stjórnandi
- Póstar: 16568
- Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
- Reputation: 2135
- Staðsetning: Hérna
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
Svo þarftu væntanlega að greiða tryggingagjald sem er 6,85% af laununum og lífeyrissjóð sem er 14%.
Þú átt ekki orlof (10.17%) og átt ekki rétt á veikindardögum eða launum á almennum frídögum.
Veit ekki hvaða rétt þú hefur til að nota reikninga í kostnað.
Þú átt ekki orlof (10.17%) og átt ekki rétt á veikindardögum eða launum á almennum frídögum.
Veit ekki hvaða rétt þú hefur til að nota reikninga í kostnað.
Re: Verktakalaun
Hizzman skrifaði:er verktakan aukavinna? ertu líka launamaður?
Þetta er aukavinna nuna í sumar, en í vetur verður þetta eina vinnan mín. Ég er að vinna fyrir svona 450.000kr á mánuði núna í sumar í sumarvinnunni minni, þannig ég er að klára mestallan persónuafsláttinn núna í sumar.
-
- /dev/null
- Póstar: 1453
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
- Reputation: 226
- Staðsetning: In the forest
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
Þegar þú verður bara verktaki, þá þarftu að fara að sjá um allan launakostnað sjálfur og senda það til skattsins og fl. vesen.
Þú átt að geta sett inn kostnað vegna kaupa á tækjum og fleira vegna vinnunar sem á að vera hægt að nota til lækkunar, en það er best að hafa endurskoðanda sem sér um þetta fyrir þig, þótt að þetta sé allt á þinni kt.
Þú átt að geta sett inn kostnað vegna kaupa á tækjum og fleira vegna vinnunar sem á að vera hægt að nota til lækkunar, en það er best að hafa endurskoðanda sem sér um þetta fyrir þig, þótt að þetta sé allt á þinni kt.
Re: Verktakalaun
hvað ertu að fá per tíma sem verktaki? Athugaðu að aukakostnaður er ca 50%.
þannig að til að fá 2000kr á tíman sem launþegi (fyrir staðgreiðsluskatt) þarftu að rukka ca 3000kr sem verktakagreiðslu, án vsk
aukakostnaðurinn er td tryggingagjald, lífeyrissjóður, orlof, veikindadagar, desemberuppbót
edit: þú borgar miklu meira en 37% í skatt af verktakagreiðslunni!! Ef þú rukkar 3000 ertu etv að fá 1300 útborgað
var þér sagt að þú myndir aðeins greiða 37%
þetta lyktar smá, eins og sá sem þú ætlar vinna fyrir þig sé að blekkja -> red flag
þannig að til að fá 2000kr á tíman sem launþegi (fyrir staðgreiðsluskatt) þarftu að rukka ca 3000kr sem verktakagreiðslu, án vsk
aukakostnaðurinn er td tryggingagjald, lífeyrissjóður, orlof, veikindadagar, desemberuppbót
edit: þú borgar miklu meira en 37% í skatt af verktakagreiðslunni!! Ef þú rukkar 3000 ertu etv að fá 1300 útborgað
var þér sagt að þú myndir aðeins greiða 37%
þetta lyktar smá, eins og sá sem þú ætlar vinna fyrir þig sé að blekkja -> red flag
Re: Verktakalaun
Góð regla fyrir laun er tímakaup * 15% = Tímakaup fyrir skatt.
Fáðu þér bókara, kostar svona 15-25.000 á mánuði sem er ekki mikið miðað við hvað þetta er verulegt vesen og umfang.
Fáðu þér bókara, kostar svona 15-25.000 á mánuði sem er ekki mikið miðað við hvað þetta er verulegt vesen og umfang.
-
- has spoken...
- Póstar: 181
- Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 17:36
- Reputation: 12
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
En sniðugt að borga einu sinni fyrir ráðgjöf hjá bókara, hvernig þú átt að hafa þetta og haga bókhaldinu.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
Líka alltaf gaman af fólki sem borgar ekkert í lífeyri alla sína starfsæfi og endar síðan á rassinum í ellinni.
Re: Verktakalaun
Þetta er bölvað bras, hef gert þetta fyrir nokkra hundrað kalla fyrir langa langa löngu, en þvílíkt vesen og bull að standa í þessu þegar þetta er bara eitthvað til skamms tíma og fyrir litla upphæðir. En þú getur lent illilega í því gagnvart skattinum ef þú gerir ekki allt rétt, sérstaklega varðandi skil á virðisaukaskatt og öðrum lögbondnu dóti.
Kerfið svolítið hannað til að gera þetta mjög erfitt finnst manni og koma aftan að nýgræðingum til að kenna þeim lexíu að dirfast ekki að reyna vinna smá svona sjálfstætt, sem er auðvitað hamlandi fyrir fólk, og beinir þeim í svarta hagkerfið þar sem ekkert er gefið upp. Ekki hagnast ríkið mikið á því. </Smá nöldur>
Kerfið svolítið hannað til að gera þetta mjög erfitt finnst manni og koma aftan að nýgræðingum til að kenna þeim lexíu að dirfast ekki að reyna vinna smá svona sjálfstætt, sem er auðvitað hamlandi fyrir fólk, og beinir þeim í svarta hagkerfið þar sem ekkert er gefið upp. Ekki hagnast ríkið mikið á því. </Smá nöldur>
*-*
Re: Verktakalaun
Jamm @jonsig vegna þess að lífeyrirsjóðir ábyrgjast að allir þínir peningar verði enþá til staðar þegar þú nærð þeim aldri.
-
- Kóngur
- Póstar: 4273
- Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
- Reputation: 67
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
netscream skrifaði:Jamm @jonsig vegna þess að lífeyrirsjóðir ábyrgjast að allir þínir peningar verði enþá til staðar þegar þú nærð þeim aldri.
Og þú fáir allan peninginn sem þú lagðir í hann...
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1780
- Skráði sig: Þri 22. Jan 2008 13:36
- Reputation: 142
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
KermitTheFrog skrifaði:netscream skrifaði:Jamm @jonsig vegna þess að lífeyrirsjóðir ábyrgjast að allir þínir peningar verði enþá til staðar þegar þú nærð þeim aldri.
Og þú fáir allan peninginn sem þú lagðir í hann...
samtrygging [skilgr.] Vátrygging sem tveir eða fleiri vátryggjendur taka að sér að ábyrgjast sameiginlega.
PS4
-
- /dev/null
- Póstar: 1476
- Skráði sig: Þri 01. Nóv 2011 13:42
- Reputation: 304
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: Verktakalaun
netscream skrifaði:Jamm @jonsig vegna þess að lífeyrirsjóðir ábyrgjast að allir þínir peningar verði enþá til staðar þegar þú nærð þeim aldri.
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa speki.
Raunin er sú að sjóðirnir töpuðu ekki nokkrum fimm köllum í hruninu heldur hundruðum miljarða sem hefur þýtt skerðingu á réttindum lífeyrirþega.
Ef þú drepst fyrir aldur fram þá fá erfingjar ansi lítið.
Re: Verktakalaun
Já... dásamlegu lífeyrissjóðirnir okkar!
Þeir eru alltaf á réttum stað og réttum tíma með sínar fjárfestingar.. nýverið hafa þeir td verið að hjálpa vinum sínum sem voru eignamiklir í túristageiranum...
Þeir eru alltaf á réttum stað og réttum tíma með sínar fjárfestingar.. nýverið hafa þeir td verið að hjálpa vinum sínum sem voru eignamiklir í túristageiranum...
Re: Verktakalaun
Reyndar er það þannig í dag að ríkið borgar einhvern grunnlífeyrir ef þú ert ekki að fá neitt úr lífeyrissjóðunum. Þannig er það alveg til að þeir sem hafa ekki borgað neitt í lífeyrissjóð fá svipað mikið og þeir sem hafa borgað alla sína ævi.
*-*
Re: Verktakalaun
Omg nei þú segir ekki?
Hvernig var ekki hægt að sjá kaldhæðnina í commentinu ?
Tbot skrifaði:netscream skrifaði:Jamm @jonsig vegna þess að lífeyrirsjóðir ábyrgjast að allir þínir peningar verði enþá til staðar þegar þú nærð þeim aldri.
Ég veit ekki hvaðan þú hefur þessa speki.
Raunin er sú að sjóðirnir töpuðu ekki nokkrum fimm köllum í hruninu heldur hundruðum miljarða sem hefur þýtt skerðingu á réttindum lífeyrirþega.
Ef þú drepst fyrir aldur fram þá fá erfingjar ansi lítið.