Veit að ég ætla mér að fá rafvirkja í málið með mér en mig langar að athuga hvort einhver hérna geti hjálpað mér að átta sig á því hvað ég er nákvæmlega með í höndunum.
Helluborðið sem er er að fá heitir Bora Pure og Operation/installation manual fylgir hérna með í link.
https://www.bora.com/fileadmin/downloads/220_manual_en_gb11380.pdf
Upplýsingar um að tengja rafmagn er á bls 31 í bæklingi
Þetta er íbúð í 4x íbúða fjölbýli sem er með 3x63A inn en hver íbúð er svo með 1x 35A frá aðaltöflu og inn í íbúð.
Inn í rafmagnstöflu er helluborð á sér öryggi sem er 20A
Miðað við þessar upplýsingar, er ég þá ekki með bara 1 fasa inn í íbúð?
Og þá að öllu óbreyttu þyrfti 1x 32A í nýja helluborðið nema að ég fengi rafvirkja til að fjölga fösum inn í íbúð?
Óbindandi skoðun frá rafvirkjum á vaktinni vel þegin. Ég mun ræða við rafvirkja en langar að vita aðeins um þetta þegar ég fer í það spjall
