Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 46
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Pósturaf gRIMwORLD » Þri 18. Feb 2025 22:07

Ég er búinn að panta mér nýtt eldhús og helluborð með því og það er fyrirséð að ég er að framlengja þaðan sem núevrandi helluborð er tengt.
Veit að ég ætla mér að fá rafvirkja í málið með mér en mig langar að athuga hvort einhver hérna geti hjálpað mér að átta sig á því hvað ég er nákvæmlega með í höndunum.

Helluborðið sem er er að fá heitir Bora Pure og Operation/installation manual fylgir hérna með í link.
https://www.bora.com/fileadmin/downloads/220_manual_en_gb11380.pdf
Upplýsingar um að tengja rafmagn er á bls 31 í bæklingi

Þetta er íbúð í 4x íbúða fjölbýli sem er með 3x63A inn en hver íbúð er svo með 1x 35A frá aðaltöflu og inn í íbúð.
Inn í rafmagnstöflu er helluborð á sér öryggi sem er 20A

Miðað við þessar upplýsingar, er ég þá ekki með bara 1 fasa inn í íbúð?
Og þá að öllu óbreyttu þyrfti 1x 32A í nýja helluborðið nema að ég fengi rafvirkja til að fjölga fösum inn í íbúð?

Óbindandi skoðun frá rafvirkjum á vaktinni vel þegin. Ég mun ræða við rafvirkja en langar að vita aðeins um þetta þegar ég fer í það spjall :catgotmyballs


IBM PS/2 8086


TheAdder
Geek
Póstar: 848
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 236
Staða: Ótengdur

Re: Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Pósturaf TheAdder » Þri 18. Feb 2025 23:04

Rafvirki hér, það er væntanlega sér mælir fyrir þína íbúð í aðaltöflunni. Ef þú vildir fara í 3ja fasa fyrir helluborðuð, þá þyrfti að panta breytingu hjá þinni orkuveitu með tilheyrandi kostnaði. Ég myndi byrja á að reyna að koma 32A lögn að, 6q vírar.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2359
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 61
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Tengdur

Re: Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Pósturaf Gunnar » Þri 18. Feb 2025 23:07

Allt rétt sýnist mér.

Það þarf líklegast að setja 3fasa mæli fyrir einfasa mæli sem ætti að vera nuna. Mögulega breyta aðaltöfunni eitthvað fyrir 3 fasa rafmagn til þín.
Þarft að draga fra aðaltöflu í greinatöfluna þína 3 fasa rafmagn og svo breyta töflunni fyrir 3 fasa rafmagn.
Draga svo að helluborðinu 3x2.5q og tengja.
kosnaður mögulega nokkrir 100þ kr

eða skipta bara út 20A örygginu og setja stærri vír (6q) frá greinatöflunni að helluborðinu.
kostnaður mögulega nokkrir 10þ kr




vesley
Kóngur
Póstar: 4261
Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
Reputation: 192
Staðsetning: við talvuna
Staða: Ótengdur

Re: Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Pósturaf vesley » Mið 19. Feb 2025 00:15

Þarft í grunninn að gera ekki neitt. 20A er alveg nóg fyrir þetta helluborð ef þú setur það í power managent = 2 og þá dregur það ekki nema 4.4 KW
á því afli er helluborðið engu að síður að botnkeyra um 2 hellur í max stillingu og því myndi það keyra sig vandræðalaust og þú jafnvel tækir ekki eftir neinum mun ef dregið væri 6Q að helluborði og sett 32A öryggi.



Skjámynd

Höfundur
gRIMwORLD
FanBoy
Póstar: 736
Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
Reputation: 46
Staðsetning: Hafnarfjörður
Staða: Ótengdur

Re: Smá pre-research á orkuþörf / raflögn fyrir helluborð

Pósturaf gRIMwORLD » Mið 19. Feb 2025 00:39

Takk fyrir þetta meistarar.

þó það væri geggjað að setja inn 3ja fasa og hafa möguleikann á því að keyra helluborðið á því og hugsanlega einhverja plötusög sem myndi hvergi passa nema í stofunni :lol:

Held ég byrji að skoða þá 20A (eða 32A) og að dregið upp á nýtt því ég er að færa helluborðið hinum megin í eldhúsinu.
Það er svo rétt og þeir vita þetta sem elda heima hjá sér að maður er sjaldnast með hellur í botni :)

Það er ca einn og hálfur mánuður í að ég fái eldhúsið. Þarf nú að finna mér rafvirkja en veit þá ca hvað ég er að fara að ræða um haha


IBM PS/2 8086