Sæl,
Ég er með íbúð sem var upprunalega með þrjú svefnherbergi en fyrstu kaupendur breyttu henni í tvö stór herbergi. Nú er planið hjá mér að breyta henni aftur í þrjú svefnherbergi, eins og hún var upprunalega hönnuð.
Það sem ég er að velta fyrir mér er rafmagnið. Ég ætla að taka rafmagn frá miðju herberginu og setja það inn á nýja uppfærðar "master" svefnherbergisvegginn svo ég geti sett þar upp sjónvarp. Þá verður nyju tenglarnir fyrir sjónvarpið á annarri rafmagnsgrein en tenglarnir sem eru þar nú þegar inni herberginu. Er eitthvað sérstakt sem ég ætti að hafa í huga í sambandi við þetta?
Svo er annað. Ég þarf að fjarlægja coax og cat5 kapla sem eru fyrir og ekki í notkun. Skiptir einhverju máli þó ég rifi það úr sambandi, eða ætti ég að halda þeim inni fyrir einhvern framtíðarnotkun?
Að lokum, veit einhver hvort ég þurfi að fá samþykki frá sveitarfélaginu fyrir þessar breytingar á íbúðinni? Eru þeir með einhverjar kröfur eða reglur sem ég þarf að fylgja?
Ný herbergi
-
- has spoken...
- Póstar: 180
- Skráði sig: Fim 30. Nóv 2023 12:01
- Reputation: 76
- Staða: Ótengdur
Re: Ný herbergi
Eru þessir Coax og cat kaplar í dósum eða voru þeir látnir liggja utaná?
Ég reyndar veit ekki í hvað þú myndir nota coax í dag en myndi halda cat en það veltur svolítið á því hvernig þetta er útfært.
Hvað innanhúss breytingar varðar þá hef ég aldrei heyrt um það að nokkur maður skrái eða sæki um fyrir því. Efast um að þess þurfi.
Ég reyndar veit ekki í hvað þú myndir nota coax í dag en myndi halda cat en það veltur svolítið á því hvernig þetta er útfært.
Hvað innanhúss breytingar varðar þá hef ég aldrei heyrt um það að nokkur maður skrái eða sæki um fyrir því. Efast um að þess þurfi.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný herbergi
rostungurinn77 skrifaði:Eru þessir Coax og cat kaplar í dósum eða voru þeir látnir liggja utaná?
Ég reyndar veit ekki í hvað þú myndir nota coax í dag en myndi halda cat en það veltur svolítið á því hvernig þetta er útfært.
Hvað innanhúss breytingar varðar þá hef ég aldrei heyrt um það að nokkur maður skrái eða sæki um fyrir því. Efast um að þess þurfi.
Það þarf að fá leyfi til að breyta teikingum af húsnæði. Teikningar þurfa að vera up to date td ef að það kemur upp eldsvoði eða náttúruhamfarir og þá þurfa björgunaraðilar að geta skoðað teikningar til að skipuleggja björgun.
Það var voða vinsælt í 80´s að sleppa því að fylla upp í hólf undir húsum til að stækka eignina en ekki tilkynna tll byggingarfulltrúa, ég hef farið Jarðskjálfta æfingar hjá Almannavörnum og við fundum ekki 3 einstaklinga þar sem þeir voru í rými í grunninum sem átti að vera fyltur af möl en var breytt í Man Cave !
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
Re: Ný herbergi
Kanslari skrifaði:Svo er annað. Ég þarf að fjarlægja coax og cat5 kapla sem eru fyrir og ekki í notkun. Skiptir einhverju máli þó ég rifi það úr sambandi, eða ætti ég að halda þeim inni fyrir einhvern framtíðarnotkun?
Ef þú þarft ekki að fjarlægja þetta, þá myndi ég leyfa því að vera. Fínt í framtíðinni, ef þú þarft að nýta lagnaleiðina fyrir aðra strengi (gefið að allar reglur HMS séu uppfylltar), þá er fínt að hafa gamlan kaplan til að húkka við, þegar þú dregur hann úr og sá nýi er dreginn í leiðinni.
Tek samt fram að ég er ekki rafvirki og alltaf best að fá álit fagmanns.
Síðast breytt af jericho á Mán 09. Sep 2024 10:52, breytt samtals 1 sinni.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3760
- Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
- Reputation: 123
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Ný herbergi
einarhr skrifaði:rostungurinn77 skrifaði:Það þarf að fá leyfi til að breyta teikingum af húsnæði. Teikningar þurfa að vera up to date td ef að það kemur upp eldsvoði eða náttúruhamfarir og þá þurfa björgunaraðilar að geta skoðað teikningar til að skipuleggja björgun.
Það var voða vinsælt í 80´s að sleppa því að fylla upp í hólf undir húsum til að stækka eignina en ekki tilkynna tll byggingarfulltrúa, ég hef farið Jarðskjálfta æfingar hjá Almannavörnum og við fundum ekki 3 einstaklinga þar sem þeir voru í rými í grunninum sem átti að vera fyltur af möl en var breytt í Man Cave !
Það gerir það enginn, enda fáranleg skriffinska og kostnaður sem skilar engu. Þetta er 100% vandamál löggjafans að hafa þetta svona flókið og erfitt ferli.