Dauða símahleðslutæki frá AliExpress

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Dauða símahleðslutæki frá AliExpress

Pósturaf jonsig » Þri 09. Apr 2024 14:00

Sælir
Varð að smella mér á 120W GaN Xioami hraðhleðslutæki. Á einungis 2þúsund krónur. (Kostar heima 16þ.)

Allavegana ég sló til og gat ekki grunað annað en ég fengi nú genuine Xioami uber hleðslutæki fyrir 2þ.kr :lol:

Þetta er pantað af aliexpress og kemur innan 14 daga, tollafgreitt enda ekkert vesen með allar vottanir sem eru prentaðar á þetta. Heil 0,15% af tollinum fer í eftirlit með raftæjum. Ég er alveg handviss um að það séu amk 2x jonsig sem sinna þessu eftirliti hjá tollinum og líklega mun klárari.

Tækið er vel pakkað inn og frekar þungt ! Líklega útaf massívum spenninum inní því sem getur fretað út 120W@20V allan sólarhringinn.

En tækið var ekki að hlaða neitt meira en 15W og varð mjög heitt við það. Einmitt það sem ég átti ekki von á með GaN tækni.

Ég chekka á hleðsluprótocolinu. Og virðast 20V@6A ekki vera í boði, bara þessi default 5V@3A.

Allavegana, þá bara opna ég dótið með skrúfstykki og í hendurnar á mér detta ársbyrgðir af KENNARATYGGJÓI :lol:
vá ég hélt nefnilega að þetta væri kopar hnulla SMPS spennirinn :D

Síðan er búið að pússa af merkingarnar fyrir USB hleðsluprótocól kubbinn. Giska á að þessir scammers vilja ekki lenda í counterfeit á replicunni sinni #-o

Þeir hafa ekki klikkað á að setja gott bil milli 320V og smáspennuhliðarinnar. Verst að kennaratyggjóið fyllti uppí það og því sést ekki á myndunum. Líklega rafmagnsvottað uppá 10000V þetta kennaratyggjó, alls ekki víst að þetta myndi stúta manni þetta tæki.


Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd




Viggi
FanBoy
Póstar: 752
Skráði sig: Fim 26. Apr 2007 02:04
Reputation: 116
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dauða símahleðslutæki frá AliExpress

Pósturaf Viggi » Þri 09. Apr 2024 15:24

Bara verðið er rautt flagg. 100w hleðslutæki kosta ca 6-7k fyrir utan gjöld. Hef verið að kaupa baseus tæki frá baseus búðinni :)

Munar ca helming að kaupa úti og hér

Gaman samt að sjá hvað svindlurunum dettur í hug :sleezyjoe

Lítið mál að fá endurgreitt
Síðast breytt af Viggi á Þri 09. Apr 2024 15:37, breytt samtals 2 sinnum.


B450M Steel Legend (AM4). AMD Ryzen 5 3600X. TEAM TM8FP4512G (SSD). 2 tb HDD. 3 tb HDD. 4 tb HDD GeForce RTX 2060 SUPER. 16 gb 3600 mhz RAM.

Skjámynd

peturthorra
vélbúnaðarpervert
Póstar: 956
Skráði sig: Þri 18. Apr 2006 01:26
Reputation: 70
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Dauða símahleðslutæki frá AliExpress

Pósturaf peturthorra » Þri 09. Apr 2024 16:57

jonsig skrifaði:Sælir
Varð að smella mér á 120W GaN Xioami hraðhleðslutæki. Á einungis 2þúsund krónur. (Kostar heima 16þ.)

Allavegana ég sló til og gat ekki grunað annað en ég fengi nú genuine Xioami uber hleðslutæki fyrir 2þ.kr :lol:

Xiaomi :D


LEGION 5 PRO | ASUSTOR NAS 26TB | LG B1 OLED | PS5 | XBOX SX | Klipsch 5.0 | Yamaha |