Sælir,
Ég hef verið að skoða teikningar af húsinu sem er á tveimur hæðum og það er þannig að 50% af neðri hæðinni er uppfyllt rými, plata á fyllingu skv. teikningu.
Ég hef enga reynslu og langaði því bara að forvitnast hvort eitthvað sé hægt að gera til þess að stækka aðeins húsið eða hvort þetta sé biluð vinna og kostnaður sem er ekki að fara skila sér þar sem þarna væru engir gluggar og mögulega lægri lofthæð.
Ef einhver hefur reynslu þá endilega deila.
Grafa út uppfyllt rými
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1179
- Skráði sig: Mán 05. Nóv 2007 15:57
- Reputation: 166
- Staðsetning: Sit í fanginu hans Guðjóns
- Staða: Ótengdur
Grafa út uppfyllt rými
Intel i9-10900KF // Nvidia RTX 3080 // 2x 1TB M.2 // 1TB Samsung 860 Evo // G.Skill 32GB Ripjaws V 3600MHz // ASRock Z490 Extreme4 // Samsung Odyssey G7 32''
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
My CPU's Hot But My Core Runs Cold
-
- Geek
- Póstar: 835
- Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
- Reputation: 145
- Staðsetning: Reykjanesbær
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
Áttu teikningar af húsinu? það eru allskonar hlutir sem skipta máli í þessu, hversu mikið svæði vantar þig, hvernig er að koman fyrir vinnuvélar, liggja lagnir (skolp ofl) niður í svæðinu sem þú vilt nota, hversu þykk er steypan í plötunni yfir svæðinu ofl ofl?
Hvort þetta borgi sig fer líka eftir á hvaða svæði húsið er og hvort þú viljir búa þarna að "eilífu." Stundum er ódýrara að kaupa stærra frekar en að standa í þessu.
Hvort þetta borgi sig fer líka eftir á hvaða svæði húsið er og hvort þú viljir búa þarna að "eilífu." Stundum er ódýrara að kaupa stærra frekar en að standa í þessu.
Verðlöggur alltaf velkomnar.
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
Ef að það er steypt plata þarna fyrir innan gæti jafnvel verið að rýmið sé ekki uppfyllt heldur sé það bara tekið fram.
-
- Nörd
- Póstar: 126
- Skráði sig: Fim 12. Des 2019 00:04
- Reputation: 32
- Staðsetning: 101
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
Í flestum tilfellum er ekki hátt til lofts í svona rýmum, hef séð þau notuð sem verkfæra geymslur, pool room og svo framvegis.
Fractal Design Pop Air - Intel I9-9900K - 32GB DDR4 3600Mhz - ASUS TUF Z390M-PRO GAMING - Asus TUF RTX4080 OC 16GB Gaming - Samsung 970 PRO 500GB M.2 - Samsung 990 EVO 2TB M.2 - Samsung 870 EVO 4TB SSD - Seagate 4TB HDD
-
- Vaktari
- Póstar: 2347
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 59
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
veit um einstakling sem hreinsaði undan öllu einbýlishúsinu sínu og tvöfaldaði plássið sitt en það var gert í byrjun með rassgatinu og ég tók þátt þegar þetta var svona hálfnað en kláraði ekki svo ég veit ekki hvernig enda útkoman var.
Húsið var ofaná mold svo það var auðvelt fyrir hann að grafa niður nema hann hefði átt að halda áfram neðar. hann þurfti að taka niður loftið og setja falskloft til að koma rafmagni á milli og skolpi, já hann setti skolpið í loftið.
hefði þetta ekki verið gert með rassgatinu hefði hann átt að fara neðar og setja einangrun ofaná moldina svo hitinn í gólfinu væri ekki að hita upp jörðina undir plötunni og hann hefði átt að setja skolpið í plötuna líka með brunn. jafnvel eitthvað af rafmagninu en nei hann steypti hita beint ofaná mold með hitalögnum í steypunni.
svo steypti hann líka veggina beint á moldina að utan svo það er engin einangrun svo það lekur inn um veggi og þótt hann fylli uppi sprungur koma alltaf fleyri svo hann verður að elta það endalaust.
annars flott. pool herbergi, bar herbergi, bíosalur, lítil studioíbúð.
Húsið var ofaná mold svo það var auðvelt fyrir hann að grafa niður nema hann hefði átt að halda áfram neðar. hann þurfti að taka niður loftið og setja falskloft til að koma rafmagni á milli og skolpi, já hann setti skolpið í loftið.
hefði þetta ekki verið gert með rassgatinu hefði hann átt að fara neðar og setja einangrun ofaná moldina svo hitinn í gólfinu væri ekki að hita upp jörðina undir plötunni og hann hefði átt að setja skolpið í plötuna líka með brunn. jafnvel eitthvað af rafmagninu en nei hann steypti hita beint ofaná mold með hitalögnum í steypunni.
svo steypti hann líka veggina beint á moldina að utan svo það er engin einangrun svo það lekur inn um veggi og þótt hann fylli uppi sprungur koma alltaf fleyri svo hann verður að elta það endalaust.
annars flott. pool herbergi, bar herbergi, bíosalur, lítil studioíbúð.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 350
- Skráði sig: Mið 22. Mar 2006 09:10
- Reputation: 6
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
g0tlife skrifaði:Sælir,
Ég hef verið að skoða teikningar af húsinu sem er á tveimur hæðum og það er þannig að 50% af neðri hæðinni er uppfyllt rými, plata á fyllingu skv. teikningu.
Ég hef enga reynslu og langaði því bara að forvitnast hvort eitthvað sé hægt að gera til þess að stækka aðeins húsið eða hvort þetta sé biluð vinna og kostnaður sem er ekki að fara skila sér þar sem þarna væru engir gluggar og mögulega lægri lofthæð.
Ef einhver hefur reynslu þá endilega deila.
Þarft að hafa í huga að plata à fyllingu er almennt ekki sjàlfberandi. Það þíðir að það þarf að fara varlega þegar grafið er undan plötunni og stoða með reglulegu millibili og svo mögulega að styrkja plötuna. Best að fà fagman til að skoða með þér teikningar og fara yfir mögulegan kostnað.
AM4 Ryzen-Gigabyte X470 AORUS Ultra Gaming - AMD Ryzen 7 2700X 3.7GHz, Turbo 4.3GHz, 8-kjarna
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.
Corsair 16GB kit (2x8GB) DDR4 3200MHz, CL16, Vengeance LPX - Samsung 960 EVO M.2 500GB SSD,
Nvidia GTX 1080 Ti.
-
- Nörd
- Póstar: 135
- Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
- Reputation: 35
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
Getur byrjað að bora inní rýmið og athuga hvort það sé fyllt með því að nota sérstaka myndavél. Það þarf ekki að hafa verið fyllt og það gæti einnig bara verið fyllt að hluta.
Til þess að vera öruggur er samt best að fá fagmenn með sér í lið þeir sem hafa reynslu af þessu.
Til þess að vera öruggur er samt best að fá fagmenn með sér í lið þeir sem hafa reynslu af þessu.
-
- FanBoy
- Póstar: 726
- Skráði sig: Fös 19. Des 2008 21:19
- Reputation: 43
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Staða: Ótengdur
Re: Grafa út uppfyllt rými
Ekki gleyma því að svona breyting á húsnæði þarfnast samþykkis og líklega þarf að borga eitthvað fyrir stækkun á pappír.
Ef þú byrjar án þess að fá samþykki gætir þú í worst case scenario þurft að fylla í aftur.
Ef þú byrjar án þess að fá samþykki gætir þú í worst case scenario þurft að fylla í aftur.
IBM PS/2 8086
Re: Grafa út uppfyllt rými
Er ekki fagmaður en sé fyrir mér:
1) Fá hönnuð til að meta hvort að núverandi hönnun plötu sé nægileg m.t.t. burðar (held að það hljóti að vera) sökkull nýtir ekki púða sem burð (held ég).
2) Hanna breytinguna, sækja um byggingarleyfi og finna byggingarstjóra (sem getur líka verið verktakinn á svona litlu verki .. held ég)
3) Uppfæra skráningu (eru sér vísindi) - https://www.skra.is/library/Samnyttar-s ... ,00_v2.pdf
4) Lifa og njódda.
Hef heyrt af fólki sem hefur gert virkilega góða hluti úr svona í húsum frá c.a. 60-70, jafnvel uppundir 80. Sagan segir að það var eitthvað "lánahámark" tengd rúmmetrum og útsjónarsamt fólk byggði með þessum hætti með það að markmiði að geta stækkað húsið seinna, grafið út rými sem höfðu verið fyllt og þá ekki verið talin með í lántökudæminu.
1) Fá hönnuð til að meta hvort að núverandi hönnun plötu sé nægileg m.t.t. burðar (held að það hljóti að vera) sökkull nýtir ekki púða sem burð (held ég).
2) Hanna breytinguna, sækja um byggingarleyfi og finna byggingarstjóra (sem getur líka verið verktakinn á svona litlu verki .. held ég)
3) Uppfæra skráningu (eru sér vísindi) - https://www.skra.is/library/Samnyttar-s ... ,00_v2.pdf
4) Lifa og njódda.
Hef heyrt af fólki sem hefur gert virkilega góða hluti úr svona í húsum frá c.a. 60-70, jafnvel uppundir 80. Sagan segir að það var eitthvað "lánahámark" tengd rúmmetrum og útsjónarsamt fólk byggði með þessum hætti með það að markmiði að geta stækkað húsið seinna, grafið út rými sem höfðu verið fyllt og þá ekki verið talin með í lántökudæminu.