Rafmagnsspurning

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Sir_Binni
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Fim 18. Sep 2014 16:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Rafmagnsspurning

Pósturaf Sir_Binni » Þri 03. Jan 2023 17:16

Sælir

Ég pantaði mér svona snjóblásaragræju af bandaríska Amazon og kom hún í gær.
Svo fattaði ég eftirá að ég gæti ekki sett hana í samband hérna heima því rafmagnið hérna í evrópu er 220V en í US er það 120V þannig að ég fór og keypti svona spennubreyti.
Svo var ég að prufa áðan og græjan fór í gang en eftir u.þ.b. 30-60 sek þá stoppaði vélin og fer ekki aftur í gang.

Specs á snjóblásara
    Power supply voltage: 120V - 60hz
    Power consumtion: 12.5A

Specs á spennubreyti
    Input voltage 230 V AC / 50hz
    Output voltage 110 V AC / 50hz
    Continue output power 70 VA
    Max output power 100 VA (max 60 min)


Var ég að skemma vélina með að nota vitlausan spennubreyti eða hvað er í gangi? :baby




Hausinn
FanBoy
Póstar: 707
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 153
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Hausinn » Þri 03. Jan 2023 17:36

Sýnist þessi spennir vera allt of aumingjalegur til þess að drífa þennan snjóblásara.



Skjámynd

Steini B
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Mið 02. Feb 2011 21:59
Reputation: 12
Staðsetning: í bjórbaði
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Steini B » Þri 03. Jan 2023 17:36

Ööö þessi blásari er 1600w en spennubreytirinn bara 100w, breytirinn er alltof lítill og þarmeð búinn á því

Hefðir bara átt að kaupa þennann, svipað verð, öflugri og ekkert vesen
https://aflvelar.is/vara/snjoblasari-al ... -snowline/




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf TheAdder » Þri 03. Jan 2023 17:39

1600W blásari í 100W spennubreyti? Mér finnst líklegast að spennubreytirinn sé steiktur.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Höfundur
Sir_Binni
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Fim 18. Sep 2014 16:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Sir_Binni » Þri 03. Jan 2023 17:40

Ehehehe jáok :face
Takk fyrir skjót svör :happy




Uncredible
Nörd
Póstar: 135
Skráði sig: Mið 01. Júl 2020 18:48
Reputation: 35
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Uncredible » Þri 03. Jan 2023 17:50

Þessir spennubreytir er drasl. Hann er bara 100W. Þú ert að reyna keyra græju sem dregur yfir 1000W.


Fékkstu manual með þessari græju? Gallinn við að kaupa svona dót er lack af documentation. Það gæti alveg verið að þessi græja virki á 230V/50Hz.




TheAdder
Geek
Póstar: 821
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 225
Staða: Tengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf TheAdder » Þri 03. Jan 2023 18:01

Svona græja með mótor er að fara að brenna á 230V. Ég mæli sterklega gegn því að reyna það.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo


Sam
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 302
Skráði sig: Mið 03. Des 2014 18:50
Reputation: 23
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Sam » Þri 03. Jan 2023 18:04

Þar sem þessi spennir er gefin upp fyrir að gefa 70 VA "volt amper"
Þá sérðu hvað hann er rosalega mikið of lítil með því að reikna spekkana á blásaranum svona 120 x 12,5 það eru 1500 VA "volt amper" sem beðið er um




Trihard
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 303
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 57
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Trihard » Þri 03. Jan 2023 18:11

3000W spennubreytir https://www.amazon.com/Rockstone-3000-W ... YMMCC?th=1
Mynd nr. 3 skýrir af hverju hann þarf að vera 3000W, þ.e. tækið er rate-að fyrir 1600W þá mælir framleiðandinn með 1600W*1.5=2400W spennubreyti til að vera on the safe side býst ég við.



Skjámynd

Höfundur
Sir_Binni
Fiktari
Póstar: 93
Skráði sig: Fim 18. Sep 2014 16:48
Reputation: 2
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf Sir_Binni » Þri 03. Jan 2023 18:54

Vá ég ætlaði að vera voða sniðugur að panta frá USA ódýrt. Neinei bara miklu dýrara ](*,)
En takk fyrir mjög góð svör =D>
Ég finn eitthvað útúr þessu. Annars sel ég þetta bara hræódýrt



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3125
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 455
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf hagur » Þri 03. Jan 2023 21:07

Sir_Binni skrifaði:Vá ég ætlaði að vera voða sniðugur að panta frá USA ódýrt. Neinei bara miklu dýrara ](*,)
En takk fyrir mjög góð svör =D>
Ég finn eitthvað útúr þessu. Annars sel ég þetta bara hræódýrt


Regla nr. 1 er að kaupa ekki "mains" powered raftæki frá USA nema vera viss um að þau séu "dual voltage". Svona stærri og straumfrekari tæki virðast sjaldan vera það.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7591
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1193
Staða: Ótengdur

Re: Rafmagnsspurning

Pósturaf rapport » Mið 04. Jan 2023 15:26

hagur skrifaði:
Sir_Binni skrifaði:Vá ég ætlaði að vera voða sniðugur að panta frá USA ódýrt. Neinei bara miklu dýrara ](*,)
En takk fyrir mjög góð svör =D>
Ég finn eitthvað útúr þessu. Annars sel ég þetta bara hræódýrt


Regla nr. 1 er að kaupa ekki "mains" powered raftæki frá USA nema vera viss um að þau séu "dual voltage". Svona stærri og straumfrekari tæki virðast sjaldan vera það.


Búinn að brenna mig svo oft á þessu UK og USA að það er regla... raftæki eru keypt á amazon.de