Að láta brýna eldhúshnífa

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf daremo » Mán 29. Ágú 2022 23:50

Vitið þið hvort það sé einhver hér á íslandi sem tekur að sér að brýna hnífa?

Eftir smá gúgl fann ég gamlan þráð á bland.is sem nefnir Brynju á Laugaveginum, en það hafa einhver eigandaskipti orðið síðan þá og ég treysti mér ekki alveg til að mæta þangað með dýru japönsku hnífana mína.

Er eitthvað í boði, eða þarf maður bara að læra þetta sjálfur og kaupa allar græjurnar?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7583
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1191
Staða: Tengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf rapport » Þri 30. Ágú 2022 00:37




Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6799
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf Viktor » Þri 30. Ágú 2022 08:07

Þetta eru nú engin geimvísindi :japsmile

https://byggtogbuid.is/catalogsearch/re ... ngarsteinn

Whetstones come in a range of grits:

- Less than 1000 grit is typically used to repair knives with chipped edges,
- 1000 to 3000 grit are used to sharpen dull knives,
- 4000 to 8000 grit are finishing stones and are used to refine your knife edge.


The #1000 grit stone is considered your basic, go to, sharpening stone. If your knives have lost their edge and need a good sharpen, then this is the grit you should start with.

You shouldn’t use this stone often, as it will wear your knife down. The #2000 and #3000 grit stones can be used more often if you are the sort of person who likes to sharpen a bit more regularly as they are less coarse, but again, they are designed for sharpening and not maintaining your edge.Once you get into a routine, you will get to know how often you need to use your medium stone.

NOTE: A little bit of advice we were given by a Chef; a #3000 grit whetstone is ideal for a boning knife and you don’t need to go any higher as refining your edge more will bend the knife on the muscle and sinew of the meat, meaning more frequent sharpening.
Síðast breytt af Viktor á Þri 30. Ágú 2022 08:10, breytt samtals 1 sinni.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 231
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf sigurdur » Þri 30. Ágú 2022 09:36

Skerping á Smiðjuveginum. Þeir brýna allan fjandann þar.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf Pandemic » Þri 30. Ágú 2022 14:30

Handverkshúsið brýnir hnífa. Annars keypti ég svona græju sem þú dregur í gegnum í IKEA frá fiskars og það svínvirkar.



Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf urban » Þri 30. Ágú 2022 15:39

Viktor skrifaði:Þetta eru nú engin geimvísindi :japsmile

https://byggtogbuid.is/catalogsearch/re ... ngarsteinn



Auðvelt líka að eyðileggja hnífa með því að halda þeim vitlaust á svona steinum.
Sumir eiga að vera í 15°aðrir í 18°og svo framvegis.

Það þarf stöðuga hendi og reynslu til að brýna dýra hnífa á svona steinum og gera það án þess að skemma þá.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf dadik » Þri 30. Ágú 2022 17:52



ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf Minuz1 » Þri 30. Ágú 2022 18:11

Pandemic skrifaði:Handverkshúsið brýnir hnífa. Annars keypti ég svona græju sem þú dregur í gegnum í IKEA frá fiskars og það svínvirkar.


Kallast færeyingur.

https://brynja.is/vara/faereyjingur/


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1268
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf Minuz1 » Þri 30. Ágú 2022 18:15

urban skrifaði:
Viktor skrifaði:Þetta eru nú engin geimvísindi :japsmile

https://byggtogbuid.is/catalogsearch/re ... ngarsteinn



Auðvelt líka að eyðileggja hnífa með því að halda þeim vitlaust á svona steinum.
Sumir eiga að vera í 15°aðrir í 18°og svo framvegis.

Það þarf stöðuga hendi og reynslu til að brýna dýra hnífa á svona steinum og gera það án þess að skemma þá.


Ég myndi fara varlega í það að kalla vitlaust brýndan hníf ónýtan, ég hef alveg lagað glataða hnífa sem hafði kvarnast úr vegna of skarprar eggjar. Það er alltaf hægt að laga þá nema þú brýtur blaðið.
Ég hef líka breytt tvískiptum hníf yfir í svona japanskan og aftur tilbaka.

Step 1 knifecare: honing steel.
Síðast breytt af Minuz1 á Þri 30. Ágú 2022 18:16, breytt samtals 2 sinnum.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 474
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf urban » Þri 30. Ágú 2022 20:02

Minuz1 skrifaði:
urban skrifaði:
Viktor skrifaði:Þetta eru nú engin geimvísindi :japsmile

https://byggtogbuid.is/catalogsearch/re ... ngarsteinn



Auðvelt líka að eyðileggja hnífa með því að halda þeim vitlaust á svona steinum.
Sumir eiga að vera í 15°aðrir í 18°og svo framvegis.

Það þarf stöðuga hendi og reynslu til að brýna dýra hnífa á svona steinum og gera það án þess að skemma þá.


Ég myndi fara varlega í það að kalla vitlaust brýndan hníf ónýtan, ég hef alveg lagað glataða hnífa sem hafði kvarnast úr vegna of skarprar eggjar. Það er alltaf hægt að laga þá nema þú brýtur blaðið.
Ég hef líka breytt tvískiptum hníf yfir í svona japanskan og aftur tilbaka.

Step 1 knifecare: honing steel.


Tjahh jájá, hann getur alveg skorið áfram.
En ef að hnífur á að vera með eggina í 18° þá er hann ekki einsog hann á að vera ef að þú setur hana í 14°
Vissuelga alveg nothæfur hnífur áfram, en það er ekki sami hnífurinn og hann var.

Skiptir engu máli með ódýra hnífa en ég væri ekki sáttur við að fá 40 þús króna hníf úr brýningu öðruvísi en hann á að vera :)

Persónulega hefði ég samt meiri áhyggjur ef að eggin væri ekki eins, rokkandi frá 10°-20°er sáraeinfalt að gera með lausum steini.

Alveg vel hægt að brýna hnífa á steini, en það þarf meiri reynslu en að bara að kaupa stein og ætla að gera þetta sjálfur, allavega myndi ég sjálfur aldrei gera þetta við dýra hnífa fyrr en ég væri búin að læra tæknina vel og lengi.

Annars þurfa hnífar náttúrulega alls ekki að vera dýrir til að vera góðir.
Besti hnífurinn sem að ég hef komist í tæri við, sá sem að heldur endalaust biti og stálast frábærlega er hnífur úr pakka sem að kostaði 990 kr í IKEA :)
Síðast breytt af urban á Þri 30. Ágú 2022 20:05, breytt samtals 1 sinni.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !


MuffinMan
Græningi
Póstar: 32
Skráði sig: Lau 03. Des 2016 21:55
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf MuffinMan » Mið 31. Ágú 2022 15:59

getur komið með þá hingað í Skerpu og ég get gert þetta fyrir þig þegar ekkert vesen


I7 4790K 4.6ghz. RTX 2080 . Z97 Asus. Corsair 570x. Corsair H150I. SSD Samsung pro 2x raid 0. 2x hdd

Skjámynd

Höfundur
daremo
spjallið.is
Póstar: 465
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 73
Staða: Ótengdur

Re: Að láta brýna eldhúshnífa

Pósturaf daremo » Mið 31. Ágú 2022 23:33

urban skrifaði:Tjahh jájá, hann getur alveg skorið áfram.
En ef að hnífur á að vera með eggina í 18° þá er hann ekki einsog hann á að vera ef að þú setur hana í 14°
Vissuelga alveg nothæfur hnífur áfram, en það er ekki sami hnífurinn og hann var.


Já þetta er akkúrat það sem ég hef áhyggjur af. Ég held að þessir hnífar þurfi að vera í 15°.
Hendurnar mínar henta alls ekki í svona nákvæmnisvinnu. Löngu búinn að skemma þær með óhóflegri músa og lyklaborðsnotkun :)

Takk fyrir svörin öllsömul. Það er greinilega fullt af úrræðum til.