Ég prufaði að baka dautt GTX1080.

Kortið var byrjað að artifacta eftir ca. 1klst. og ef maður endurræsti tölvuna þá endaði þetta yfirleitt á bara black screen þó kortið væri "skynjað" og windows fór í gang í bakgrunninn við ræsingu. Ég setti kortið í Vram test og fékk framm bilun í á fyrstu 18 bitunum á banka "C". Sem sagði mér nógu mikið til að vita hvaða kubbur var líklegur, en skipti um allan minnisbankann til öryggis þar sem þetta hagar sér eins og dual channel minni. Hinsvegar hélt vandamálið áfram, nákvæmlega eins með sömu WRITE errorum.
Áður en kortið færi í ruslið var hægt að gera eitt ...
Hinsvegar kom hvorki ofn eða byko hitabyssa inní þetta

Strippaði kortið af thermal pöddum og setti í ultra sonic hreinsivél til að losa í burtu oxun af tinkúlum undir gpu die næst lét ég flúss (NC-559) renna undir gpu. Síðan seti ég hitanema á prentið og lét kortið á innrauðan forhitara til að ná prentplötunni uppí ca 180°C og blastaði síðan gpu die með 270°C með rework hitastöðinni minni sem er í stærri kanntinum. Hitinn á kubbnum fór líklega aldrei yfir 230°C og "blastið" stóð stutt yfir.
Kortið svín virkar. Hinsvegar þegar maður fer að hugsa geta nokkrir hlutir komið til greina sem geta valdið þessu.
1. Substratið eða nanó lóðningarnar við gpu die sjálfan við botninn á gpu gæti verið laskaðar, þó ég hafi aldrei séð neina sönnunn fyrir þessari fullyrðingu á netinu. Þá að þetta sé eitthvað í volli með pascal kjarna eða einhver hönnunnargalli.
2. BGA boltarnir skemmdir, og í raun er ekki hægt að laga það nema taka kubbinn af og hreinsa alla tæringu af þessum grilljón pöddum undir kubbnum svo þeir taki tinningu aftur. Venjulega þegar BGA bolti missir samband við flöt, kemur oxun á milli skiljanna.
Að "reflowa" kort getur reddað svona vandamálum , með að mynda þrýsting á biluð samskeyti tímabundið, en ætti að bila aftur eftir nokkur thermal cycles á kortinu.
Hefur einhver gert svipað eða náð einhverjum árangri með bakaraofninum eða blasta kortið með byko hitabyssu á 500°C ?