Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 201
- Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
- Reputation: 25
- Staða: Ótengdur
Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Nú er svo komið að þeir sem meiru ráða en ég um jólamáltíðina vilja ólmir hafa "jólakjöt" í matinn. Það er því útlit fyrir að ég þurfi að sjóða hamborgarhrygg - og líklega hrygg af allra stærstu gerð. Nú er úr vöndu að ráða því ég á ekki nógu stóran pott fyrir slíkt kjötstykki. Það næsta sem kæmist því væri líklega Ikea Senior steypujárnspottur. Í fyrra náði ég með naumindum að troða hrygg þar í en í ár þarf ég að sjóða stærri hrygg svo sé ég ekki fyrir mér að hann muni duga. Til að flækja málin er ég með spanhelluborð svo þessir klassísku svörtu steikarpottar ganga ekki fyrir mig.
Ég leita því á náðir ykkar, kæru spjallfélagar, og spyr, hvernig sjóðið þið hamborgarhryggi á spanhelluborði? Eruð þið með ábendingar um einhverja góða og stóra potta sem henta vel?
Ég leita því á náðir ykkar, kæru spjallfélagar, og spyr, hvernig sjóðið þið hamborgarhryggi á spanhelluborði? Eruð þið með ábendingar um einhverja góða og stóra potta sem henta vel?
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 998
- Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
- Reputation: 41
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Ef hryggurinn er of stór þá getur þú alltaf sagað hann í tvennt og notað 2 potta eða geymt hluta þar til síðar.
Kóði: Velja allt
"There's an adapter for that"
-
- spjallið.is
- Póstar: 418
- Skráði sig: Mið 16. Jan 2008 12:42
- Reputation: 42
- Staðsetning: Nokkuð góð!
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Ertu bara með helluborð og ekki ofn?
Ég er með pott sem er nógu hár og læt hrygginn standa ofaní honum til að sjóða hann, það miðast þó við að þú sért með ofn til að klára hann síðan í.
Getur líka soðið í ofninum, vissulega meira maus að þurfa að tæma steikarpottinn og setja inn aftur en virkar samt alveg.
Svo er hægt að kaupa tvo minni hryggi og hafa ca 30 min á milli þeirra þannig að sá fyrsti klárist í fyrrri umferð og sá seinni komi rjúkandi í þá næstu.
Ég er með pott sem er nógu hár og læt hrygginn standa ofaní honum til að sjóða hann, það miðast þó við að þú sért með ofn til að klára hann síðan í.
Getur líka soðið í ofninum, vissulega meira maus að þurfa að tæma steikarpottinn og setja inn aftur en virkar samt alveg.
Svo er hægt að kaupa tvo minni hryggi og hafa ca 30 min á milli þeirra þannig að sá fyrsti klárist í fyrrri umferð og sá seinni komi rjúkandi í þá næstu.
Gigabyte Z790 Aorus Master | I9 14900K | Corsair Vengeance 64GB | Asus TUF 3080 OC | Samsung 990 Pro | Corsair AX 860i | Noctua NH-D15
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
kusi skrifaði:Nú er svo komið að þeir sem meiru ráða en ég um jólamáltíðina vilja ólmir hafa "jólakjöt" í matinn. Það er því útlit fyrir að ég þurfi að sjóða hamborgarhrygg - og líklega hrygg af allra stærstu gerð. Nú er úr vöndu að ráða því ég á ekki nógu stóran pott fyrir slíkt kjötstykki. Það næsta sem kæmist því væri líklega Ikea Senior steypujárnspottur. Í fyrra náði ég með naumindum að troða hrygg þar í en í ár þarf ég að sjóða stærri hrygg svo sé ég ekki fyrir mér að hann muni duga. Til að flækja málin er ég með spanhelluborð svo þessir klassísku svörtu steikarpottar ganga ekki fyrir mig.
Ég leita því á náðir ykkar, kæru spjallfélagar, og spyr, hvernig sjóðið þið hamborgarhryggi á spanhelluborði? Eruð þið með ábendingar um einhverja góða og stóra potta sem henta vel?
Þessir klassísku steikarpottar virka á spanið, eldaði úr þeim á span fyrir nokkrum árum í þeim , ekkert mál, kveikir á tveim hellum og go.
Annars hef ég tekið upp á því ef hryggurinn er of stór fyrir pottinn sem ég er með þá saga ég hann í tvennt. og hendi í 2 potta.
Síðast breytt af hfwf á Sun 19. Des 2021 22:34, breytt samtals 1 sinni.
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 222
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
- Reputation: 24
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Getur líka fengið léttsaltaðan hamborgarahrygg sem þarf ekki að sjóða, skellir honum bara beint í ofninn og málið dautt.
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Alltaf verið hamborgarhryggur hjá mér á jólunum, alltaf verið soðinn í stóru fati í ofni, aldrei á hellu.
-
- has spoken...
- Póstar: 167
- Skráði sig: Fös 12. Apr 2019 21:19
- Reputation: 25
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Hagkaups hrygginn þarf ekki að sjóða og hann er góður. https://verslun.hagkaup.is/product/hagk ... arhryggur/
AMD Ryzen 9 7950X - Asus ROG Strix 4090 oc - ASRock X670E Steel Legend - Kingston FURY Beast Black DDR5-6000 32GB - Corsair HX1200i - Custom Loop Dual D5+MO-RA3+480 - TT Core P5 v2.
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Ég ætla að sous vide elda næst þegar ég geri hrygg, það klikkar ekki
LG 38GN95B-B 3840x1600p160Hz - Logitech GMX508 - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - Asus X470 Strix - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1794
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Við sjóðum alltaf í ofninum í stóru fati, klikkar ekki.
Electronic and Computer Engineer
-
- FanBoy
- Póstar: 777
- Skráði sig: Mið 05. Maí 2010 15:23
- Reputation: 45
- Staðsetning: Grafarholt
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Uppfærði í 30cm pott í ár, kostaði minnir mig um 7k í costco, eru 2 stærðir, stærri potturinn er bara hærri sem hjálpar ekkert
Fractal Design R4 White | MSI Z270 Gaming Pro Carbon | i7 7700K @4.5GHz | Noctua NH-D15 | 32GB Corsair DDR4 @3200MHz | MSI GTX 1080 Ti Gaming X 11GB | 250GB Samsung 850 EVO SSD | Corsair RM750x | 27" ASUS PG279Q | Presonus 22VSL | M-Audio BX5a
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Fractal Design R5 Black | FreeNAS | Gigabyte M3 Sniper | i7 3770K @3.9GHz | Noctua NH-U12s | 24GB DDR3 | 10TB | Eaton 5SC 1000i UPS
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
GuðjónR skrifaði:Langbest að setja í stórt fat og sjóða í ofninum...
Sammála
Gigabyte X570 - Ryzen 5900 @ 4.5ghz all core - 5ghz single core - 64gb TridentZ 3400mhz - GTX 1070 8gb
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Ég er hættur að sjóða Hamborgarhrygg og elda hann núna í álpappír í ofni. Það er hægt að fá hryggi sem eru sérstaklega merktir "þarf ekki að sjóða" en það er líka hægt að nota hina og þá er gott að láta þá liggja í köldu vatni í nokkra klukkutíma fyrir eldun. Hryggurinn verður miklu meira djúsi ef maður sleppir því að sjóða hann.
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/766494/
https://www.mbl.is/greinasafn/grein/766494/
Síðast breytt af einarhr á Mán 20. Des 2021 14:39, breytt samtals 2 sinnum.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
Höfundur - Ofur-Nörd
- Póstar: 201
- Skráði sig: Mið 29. Apr 2009 23:17
- Reputation: 25
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
Bestu þakkir fyrir öll svörin
Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm
Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm
-
- Vaktari
- Póstar: 2553
- Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
- Reputation: 475
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin
Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm
Það á eftir að virka vel, 1-2 lítra af vatni er nóg, sem verður svo sósan.
-
- Vaktari
- Póstar: 2011
- Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
- Reputation: 276
- Staðsetning: 110 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin
Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm
Ef þú ert ekki búin að splæsa í svona pott þá eru þeir oft til í Góða Hirðinum á mjög góðu verði, minni að ég hafi borgað max 1000 kr fyrir minn.
| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 222
- Skráði sig: Sun 29. Sep 2002 00:19
- Reputation: 24
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Að sjóða hamborgarhrygg á spanhellu?
kusi skrifaði:Bestu þakkir fyrir öll svörin
Ég ætla að prófa að sjóða hann inni í ofni í stórum svörtum steikarpotti!
https://byggtogbuid.is/product/steikarpottur-42cm
Endilega prófa að sjóða hann í Coca Cola, það steinliggur
Q: Why can' t you get a cup of tea at Old Trafford?
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.
A: All the mugs are on the field and all the cups are at Anfield.