Þetta er gips milliveggur með rafmagnsdósum og rofum.
Ætti svosem að vera auðvelt hugsa ég, en vildi allavega tjékka hérna hvort það sé eitthvað sem þarf að hafa í huga. Hef alllavega ekki gert svona áður. Svo er mér alltaf sagt að ég eigi ekki að gera þetta, meira virði í íbúð með fleiri herbergjum og svona, en þetta herbergi bara nýtist mér ekkert.
Þetta er ekkert sem þarf að tilkynna til skipulagsyfirvalda?

Svo er spurning með rafmagnsdósirnar og hvernig er best að ganga frá því. Það er alveg líklegt að þessir veggir verði settir aftur upp af einhverjum öðrum en mér í framtíðinni, ef maður flytur annað, svo það þyrfti auðvitað að vera hægt að endurtengja allt saman aftur.
Allavega, ef einhver hefur input endilega commenta.