Er að hugsa um að sameina tvö herbergi, eitt lítið herbergi og stærra í eitt stórt herbergi. Nota þetta litla eiginlega ekkert.
Þetta er gips milliveggur með rafmagnsdósum og rofum.
Ætti svosem að vera auðvelt hugsa ég, en vildi allavega tjékka hérna hvort það sé eitthvað sem þarf að hafa í huga. Hef alllavega ekki gert svona áður. Svo er mér alltaf sagt að ég eigi ekki að gera þetta, meira virði í íbúð með fleiri herbergjum og svona, en þetta herbergi bara nýtist mér ekkert.
Þetta er ekkert sem þarf að tilkynna til skipulagsyfirvalda? lol held varla, eða nágrönnum? Kemur þeim líklega ekkert við. Teikningarnar á íbúðinni verða allavega outdated.
Svo er spurning með rafmagnsdósirnar og hvernig er best að ganga frá því. Það er alveg líklegt að þessir veggir verði settir aftur upp af einhverjum öðrum en mér í framtíðinni, ef maður flytur annað, svo það þyrfti auðvitað að vera hægt að endurtengja allt saman aftur.
Allavega, ef einhver hefur input endilega commenta.
Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Ef þú ætlar að fylgja bókstafa lagana þá þarftu að tilkynna allt og breyta teikningum.
Ef þér er drull þá rífur þú vegginn, fjarlægir raflagnirnir sparslar og lokar öllu.
í framtíðinni er þetta bara seinna tíma vandamál og þá er bara fundið lausn.
Ef þér er drull þá rífur þú vegginn, fjarlægir raflagnirnir sparslar og lokar öllu.
í framtíðinni er þetta bara seinna tíma vandamál og þá er bara fundið lausn.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Önnur spurning.
Það er gegnheilt niðurlímt mahogny herringbone gólf í 25x5 bútum og það koma þá för eftir veggina þar sem er ekki parket. Vitiði hver getur lagfært svona fyrir lítinn pening, sett alveg eins parket þar sem vantar þannig að þetta sé samfellt og líti rétt út?
Það er gegnheilt niðurlímt mahogny herringbone gólf í 25x5 bútum og það koma þá för eftir veggina þar sem er ekki parket. Vitiði hver getur lagfært svona fyrir lítinn pening, sett alveg eins parket þar sem vantar þannig að þetta sé samfellt og líti rétt út?
*-*
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
appel skrifaði:Önnur spurning.
Það er gegnheilt niðurlímt mahogny herringbone gólf í 25x5 bútum og það koma þá för eftir veggina þar sem er ekki parket. Vitiði hver getur lagfært svona fyrir lítinn pening, sett alveg eins parket þar sem vantar þannig að þetta sé samfellt og líti rétt út?
Held að það sé aldrei ódýrt að splæsa saman / laga sár í góflefni, hugsa að það yrði mikið ódýrara að henda nýtt á allt gólfið.
Annars er þetta góð spurning fyrir Iðnaðarmenn Íslands fésbókar hópinn.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Dúlli skrifaði:appel skrifaði:Önnur spurning.
Það er gegnheilt niðurlímt mahogny herringbone gólf í 25x5 bútum og það koma þá för eftir veggina þar sem er ekki parket. Vitiði hver getur lagfært svona fyrir lítinn pening, sett alveg eins parket þar sem vantar þannig að þetta sé samfellt og líti rétt út?
Held að það sé aldrei ódýrt að splæsa saman / laga sár í góflefni, hugsa að það yrði mikið ódýrara að henda nýtt á allt gólfið.
Annars er þetta góð spurning fyrir Iðnaðarmenn Íslands fésbókar hópinn.
Líklega er hægt að setja alveg eins búta í gólfið held ég. Þetta er bara sagaðir maghony bútar, ekki með læsingar, svo er þetta bara pússað og lakkað.
Gólfið er sambærilegt þessu:
*-*
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
appel skrifaði:Dúlli skrifaði:appel skrifaði:Önnur spurning.
Það er gegnheilt niðurlímt mahogny herringbone gólf í 25x5 bútum og það koma þá för eftir veggina þar sem er ekki parket. Vitiði hver getur lagfært svona fyrir lítinn pening, sett alveg eins parket þar sem vantar þannig að þetta sé samfellt og líti rétt út?
Held að það sé aldrei ódýrt að splæsa saman / laga sár í góflefni, hugsa að það yrði mikið ódýrara að henda nýtt á allt gólfið.
Annars er þetta góð spurning fyrir Iðnaðarmenn Íslands fésbókar hópinn.
Líklega er hægt að setja alveg eins búta í gólfið held ég. Þetta er bara sagaðir maghony bútar, ekki með læsingar, svo er þetta bara pússað og lakkað.
Gólfið er sambærilegt þessu:
ah skil þig, þarna er ég komin fyrir utan mitt fagsvið, er bara rafvirki. Mæli með þessu facebook hóp mikið af góðum ráðum hægt að fá þér.
En ef ég myndi giska þá væri erfitt að halda þessu mynstri, ef þetta er niðurlímt þá er mjög erfitt að fá upp stökum kubbum til að halda áfram með mynstrið og það þyrfti að slipa og lakka upp á nýtt í heildina. Þetta er alveg hægt en þetta er líklega hvergi nálægt því að vera ódýrt.
-
Höfundur - Stjórnandi
- Póstar: 5599
- Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
- Reputation: 1054
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Já, takk, er búinn að subscriba á grúppuna. Líklega besti staðurinn þar.
*-*
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
appel skrifaði:Já, takk, er búinn að subscriba á grúppuna. Líklega besti staðurinn þar.
Já myndi segja það, fyrir þetta þarftu einhverjar sérfræðinga í gólfefnum, myndi hafa samband við fyrirtæki sem eru í góflefna viðgerðum, slippun, lökkun þeir ættu að geta svarað til um kostnað.
-
- Stjórnandi
- Póstar: 3750
- Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
- Reputation: 474
- Staðsetning: Undir hægra megin
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Dúlli skrifaði:
ah skil þig, þarna er ég komin fyrir utan mitt fagsvið, er bara rafvirki. Mæli með þessu facebook hóp mikið af góðum ráðum hægt að fá þér.
En ef ég myndi giska þá væri erfitt að halda þessu mynstri, ef þetta er niðurlímt þá er mjög erfitt að fá upp stökum kubbum til að halda áfram með mynstrið og það þyrfti að slipa og lakka upp á nýtt í heildina. Þetta er alveg hægt en þetta er líklega hvergi nálægt því að vera ódýrt.
Alveg spurning hvort að mynstrið bara almennt standist á, á milli herbergja.
Ef að það gerir það, þá ætti þetta alveg að vera hægt með því að pússa allt upp og lakka uppá nýtt eftir viðgerðir.
En líkurnar á því að það standist alveg 100% á á milli herbergja eru bara alveg rosalega litlar í rauninni.
Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
urban skrifaði:Dúlli skrifaði:
ah skil þig, þarna er ég komin fyrir utan mitt fagsvið, er bara rafvirki. Mæli með þessu facebook hóp mikið af góðum ráðum hægt að fá þér.
En ef ég myndi giska þá væri erfitt að halda þessu mynstri, ef þetta er niðurlímt þá er mjög erfitt að fá upp stökum kubbum til að halda áfram með mynstrið og það þyrfti að slipa og lakka upp á nýtt í heildina. Þetta er alveg hægt en þetta er líklega hvergi nálægt því að vera ódýrt.
Alveg spurning hvort að mynstrið bara almennt standist á, á milli herbergja.
Ef að það gerir það, þá ætti þetta alveg að vera hægt með því að pússa allt upp og lakka uppá nýtt eftir viðgerðir.
En líkurnar á því að það standist alveg 100% á á milli herbergja eru bara alveg rosalega litlar í rauninni.
Algjörlega það líka.
-
- Vélbúnaðarníðingur
- Póstar: 341
- Skráði sig: Mán 29. Jún 2009 15:56
- Reputation: 116
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Mæli algerlega með því að fá fagmann til að ganga frá raflögnunum, sérstaklega ef þú ert að hugsa útí framtíðina með húsnæðið að nýr eigandi gæti viljað vegginn upp aftur.
Annars mæli ég hreinlega með fagmönnum í allann frágang, niðurrifið er ekki gífurlega flókið í sjálfu sér.
Annars mæli ég hreinlega með fagmönnum í allann frágang, niðurrifið er ekki gífurlega flókið í sjálfu sér.
-
- Nörd
- Póstar: 125
- Skráði sig: Mið 30. Apr 2014 10:02
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Mæli með aðmfá fagmann til að laga parketið, einhverja sem hafa reynslu af fílabeinsparketlögn.
Mæli með að heyra í hgoghinir varðandi það, ekkert nema fagmenn þar!
Mæli með að heyra í hgoghinir varðandi það, ekkert nema fagmenn þar!
-
- Kóngur
- Póstar: 4257
- Skráði sig: Mán 08. Sep 2008 19:39
- Reputation: 192
- Staðsetning: við talvuna
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Að rífa herbergið er minnsta málið. Rafvirki er enga stund að aftengja það rafmagn sem er fyrir herbergið og taka það úr og veggirnir lítið mál líka.
Aðalatriðið er gólfefni og loftið. Held það sé alltaf betra að skipta út gólfefni heldur en að reyna að redda því saman, það mun alltaf sjást viðgerðin og ansi líklegt að hún verði áberandi. Með loftið þá er spurning hvort það sé hraunað hjá þér eða ekki. Varðandi að það sjáist ekki raufin eftir létta vegginn.
Varðandi tilkynningaskildu þá skaltu ekki hafa áhyggjur af því. Ansi líklegt er með rafmagn að herbergið deili öryggi með öðru rými og því engin breyting á rafmagnstöflu. Hvort þú hrærir í léttum veggjum, þá er ekkert sem þarf samþykki sérstaklega þar. Þú hefur engin áhrif á burðarþol eða neitt sem skiptir máli.
Aðalatriðið er gólfefni og loftið. Held það sé alltaf betra að skipta út gólfefni heldur en að reyna að redda því saman, það mun alltaf sjást viðgerðin og ansi líklegt að hún verði áberandi. Með loftið þá er spurning hvort það sé hraunað hjá þér eða ekki. Varðandi að það sjáist ekki raufin eftir létta vegginn.
Varðandi tilkynningaskildu þá skaltu ekki hafa áhyggjur af því. Ansi líklegt er með rafmagn að herbergið deili öryggi með öðru rými og því engin breyting á rafmagnstöflu. Hvort þú hrærir í léttum veggjum, þá er ekkert sem þarf samþykki sérstaklega þar. Þú hefur engin áhrif á burðarþol eða neitt sem skiptir máli.
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Varðandi parketið þá mun mynstrið nokkuð örugglega ekki halda sér milli rýma og yrði líklega klúður að reyna að fella það saman en þarf alls ekki að vera ljótt að fella fallega harðviðar fjöl í sárið efitr endilöngu þar sem veggurinn var, slípa saman og lakka svo gólfið.
Þó þetta sé föndur og nákvæmnisvinna þá er ekkert fjarstætt að gera þetta sjálfur ef þú ert handlaginn.
Þó þetta sé föndur og nákvæmnisvinna þá er ekkert fjarstætt að gera þetta sjálfur ef þú ert handlaginn.
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
Gæti einmitt verið sterkur leikur að eyða ekki alltof miklu púðri í að fá parketið til að stemma 100%, þar sem það er frekar ólíklegt að það takist yfir höfuð. Fyrri uppástunga hér að ofan, að fella hreinlega eitthvað annað skemmtilegt/smekklegt inn í það gæti verið ljómandi gott.
Það er víst lítið mál að setja upp nýjan millivegg, allskonar lausnir. Ef það er auðvelt að komast aftur í rafmagnið til að leggja nýjar dósir í þann vegg, þá er þetta bara besta mál.
Það er víst lítið mál að setja upp nýjan millivegg, allskonar lausnir. Ef það er auðvelt að komast aftur í rafmagnið til að leggja nýjar dósir í þann vegg, þá er þetta bara besta mál.
-
- Internetsérfræðingur
- Póstar: 6799
- Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
- Reputation: 940
- Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Breyta skipulagi íbúðar - taka niður milliveggi
http://www.mannvirkjastofnun.is/bygging ... amkvaemda/
Í 2.3.5. gr. byggingarreglugerðar eru tilgreindar þær minniháttar framkvæmdir sem ekki þurfa byggingarleyfi.
Framkvæmdir innanhúss í íbúðarhúsnæði
- Allt viðhald innanhúss í íbúðarhúsum, s.s. endurnýjun innréttinga, viðhald lagnabúnaðar innan íbúðar o.þ.h.
- Breytingar eða endurnýjun á léttum innveggjum íbúðar, að undanskildum burðarveggjum og eldvarnarveggjum. Ekki má þó flytja til votrými eða eldhús innan íbúðar, né breyta burðarvirki, nema að fengnu byggingarleyfi.
I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things
Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB
Ryzen 3600X 2070S 16GB