Hvar kaupir maður innihurð?

Athvarf handlagna heimilisnördsins
Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf Viktor » Lau 05. Des 2020 09:06

Hvar er best að kaupa innihurðir?

Vantar fjórar hurðir með lista sem lokar hurðinni að neðan, svo það þurfi ekki þröskulda.

Vil helst hafa þetta í ódýrari kantinum, en þó ekki þannig að maður heyri fólk anda í gegnum þær.

:happy


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

krissdadi
Geek
Póstar: 826
Skráði sig: Sun 24. Jan 2010 11:50
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf krissdadi » Lau 05. Des 2020 09:27

Byko
Húsasmiðjan
Bauhaus
Víkurás (sésmíðað)
Birgisson o.fl




mjolkurdreytill
Ofur-Nörd
Póstar: 267
Skráði sig: Sun 14. Jún 2020 21:21
Reputation: 59
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf mjolkurdreytill » Lau 05. Des 2020 09:32

Sallarólegur skrifaði:
Vil helst hafa þetta í ódýrari kantinum, en þó ekki þannig að maður heyri fólk anda í gegnum þær.

:happy


Þetta tvennt passar ekki saman, því miður.




ColdIce
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 95
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf ColdIce » Lau 05. Des 2020 09:41

Mæli með Birgisson


Eplakarfan: Apple Watch S8 | iPad Pro M1 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 16 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | ThinkPad T14
Útiveran: Honda CR-V 2021 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


siggik
spjallið.is
Póstar: 409
Skráði sig: Mið 07. Feb 2007 18:53
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf siggik » Lau 05. Des 2020 09:41

keypti ódýrustu hurðirnar í Birgisson (einfaldlega vegna útlits ekki verðs) keypti dýrari húna hinsvegar
hurðar með fellilista, mjög sáttur



Skjámynd

Höfundur
Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6798
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 940
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf Viktor » Lau 05. Des 2020 09:55

mjolkurdreytill skrifaði:
Sallarólegur skrifaði:
Vil helst hafa þetta í ódýrari kantinum, en þó ekki þannig að maður heyri fólk anda í gegnum þær.

:happy


Þetta tvennt passar ekki saman, því miður.


Ósammála.

Það er hægt að kaupa hurðir á 10.000 kr. en það er líka hægt að láta sérsmíða hverja hurð fyrir nokkra 100.000 kalla.

Ég er að leita að hurð sem er ekki ódýrust, og ekki dýrust.

Passar mjög vel saman.


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7523
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1181
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf rapport » Lau 05. Des 2020 10:58

Eru þetta standard stærðir eða þarf að sérpanta?

JeldWen / Swedoor yfirfelldar finnst mér alltaf lang fallegastar. Er með BYKO hurðir sem ég mun skipta út einn daginn.

En innvols hurðanna skiptir máli, getur fengið hurð úr pressuðum pappa yfir í gegnheilan við yfir í eld eða hljóðdrepandi efni.

Þú getur þessvegna sleppt lista undir hurðina og fengið felliþröskuld í hurðina fyrir 10þ. Það eru oft lang flottustu lausnirnar.



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 833
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 141
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf Hrotti » Lau 05. Des 2020 13:10

Ég er mikið að byggja og selja, í hverju verkefni fær maður tilboð frá öllum helstu aðilunum en enda í 9 af hverjum 10 skiptum hjá Birgisson. Markmiðið hjá manni er alltaf að fá góða vöru á sanngjörnu verði, ekkert snobb en ekkert rusl.


Verðlöggur alltaf velkomnar.


Televisionary
FanBoy
Póstar: 701
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 122
Staða: Tengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf Televisionary » Lau 05. Des 2020 14:21

Hrotti veit hvað hann syngur í þessum málum.

Ég hef fengið góðar vörur og þjónustu hjá Agli Árnasyni bæði flísar og hurðir. Það myndi ekki skaða að kíkja þangað.

Einnig hefur fagmannaverslunin hjá Húsasmiðjunni staðið sig mjög vel.



Skjámynd

mort
Fiktari
Póstar: 91
Skráði sig: Fim 31. Jan 2008 15:47
Reputation: 52
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf mort » Lau 05. Des 2020 14:53

Ringo frá Birgisson eru mjög fínar. Verst að þú misstir af afslættinum sem þeir voru með ;) - keypti 4 hurðir.

Gerði verðsamanburð , þeir (án black friday) afslátttar voru á sama verði og Swedoor hjá Húsasmiðjunni (tilboð frá Tjörva í fagmannaversluninni). Bauhaus eru líka með Swedoor en þær voru töluvert dýrari hjá þeim (20%).

Er með eina frá Parka - veit ekki hvaða merki - mjög sambærilegt og Ringo og Swedoor - en Ringo er soldid frá Þýskalandi (ekki græna hvort þær séu framleiddar þar)


---


ÓmarSmith
Vaktari
Póstar: 2542
Skráði sig: Fim 13. Júl 2006 19:30
Reputation: 43
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Re: Hvar kaupir maður innihurð?

Pósturaf ÓmarSmith » Lau 05. Des 2020 14:56

Keypti 2 innihurðar ( á bað og svefnherbergi ) í Birgisson 2018.

Einfalt, fallegt og kostaði ekki mikið.
Eru hvítar sléttar og innfeldar, ss ekki þröskuldur.


Með einhverjum afsláttum var þetta minnir mig um 70-80k fyrir báðar með öllu tilheyrandi.

Amk þá mæli ég verulega með Birgisson, bæði hvað efni og þjónustu varðar.
Allt upp á 10 hjá þessum herramönnum.
Síðast breytt af ÓmarSmith á Lau 05. Des 2020 14:57, breytt samtals 1 sinni.


Gigabyte Aorus Elite V2 * Ryzen 5 5600x * Nvidia RTX3080 * 16Gb Corsair LPX CL16 3600 * Corsair RM850x * Acer Predator X34 34" 100hz * Corsair Carbite 400D * Sennheiser HD560s