Þakið hjá mér var málað fyrir um fjórum árum og ég tók eftir nokkrum ryðblettum í kringum einstaka nagla (kannski 10).
Geri ráð fyrir því að skipta þakinu út eftir 5-10 ár og ætlaði að pússa þetta upp, grunna og mála.
Þekkir einhver hér hvort ég geti keypt ryðgrunn í spreybrúsa til að nota í þetta verkefni og jafnvel málningu sem hentar í spreybrúsa eða er einfaldast að nota bara oxýðmenju og bletta svo með þol?
Bletta þak
-
- Gúrú
- Póstar: 522
- Skráði sig: Mið 17. Maí 2006 20:27
- Reputation: 38
- Staða: Ótengdur
Re: Bletta þak
Grunnaðu og málaðu með sömu efnum og voru notuð þegar þakið var málað fyrir fjórum árum. Ef það voru alkýðbundin efni sem voru notuð skaltu halda þig við þau. Þú gætir tæknilega séð notað hvaða ryðvarnargrunn sem er það er erfitt að leggja brúsamálningu í einhverjum almennilegum þykktum, ég myndi halda mig við að gluða þessu á með pennsli.