Hátíðnisuð í íbúð
Hátíðnisuð í íbúð
Ég er nýlega fluttur inn í 12 ára gamla blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu. Síðustu daga hefur konan farið að kvarta mikið undan hátíðnisuði sem ég heyri ekki sjálfur. Það getur vel verið, næmni á háðtíðnihljóð minnkar með aldri og fer fyrr hjá körlum en konum. Hún lýsir þessu sem púlsandi hljóði og þetta er nógu hátt til þess að valda henni miklu ónæði, trufla svefn og valda mikilli vanlíðan. Af því sem ég hef googlað þá finnst mér ofnakerfi hússins býsna líklegur sökudólgur, án þess að ég hafi neina sérstaka þekkingu á þessu. Ég prófaði að skrúfa fyrir inntakið á ofnakerfið í nokkrar mínútur og hún taldi sig finna hljóðið minnka.
Kannast einhver við svona lagað? Hvað getur verið að valda þessu og hvað er til ráða?
Kannast einhver við svona lagað? Hvað getur verið að valda þessu og hvað er til ráða?
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Lenti í þessu með straumbreytinn fyrir prentarann. Borgar sig kannski að kíkja á alla straumbreyta og fá konuna til að hlusta hjá þeim. Gangi ykkur vel með þetta.
Síðast breytt af jericho á Lau 01. Ágú 2020 23:52, breytt samtals 1 sinni.
5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Eitt solod trikk.
Taktu út bilunarstaumsrofan þá er vonandi dautt á öllu innanhúss. Ætti að hverfa við það.
Annars er þetta CIA
Taktu út bilunarstaumsrofan þá er vonandi dautt á öllu innanhúss. Ætti að hverfa við það.
Annars er þetta CIA
Re: Hátíðnisuð í íbúð
jericho skrifaði:Lenti í þessu með straumbreytinn fyrir prentarann. Borgar sig kannski að kíkja á alla straumbreyta og fá konuna til að hlusta hjá þeim. Gangi ykkur vel með þetta.
jonsig skrifaði:Eitt solod trikk.
Taktu út bilunarstaumsrofan þá er vonandi dautt á öllu innanhúss. Ætti að hverfa við það.
Annars er þetta CIA
Takk fyrir þetta. Ég var líka búinn að prófa að slá út rafmagni í íbúðinni og það virtist ekki hafa áhrif þannig að þetta eru ekki straumbreytar eða annað rafmagnstengt í íbúðinni.
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 922
- Skráði sig: Þri 21. Nóv 2017 22:49
- Reputation: 404
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Getur hún stsaðsett hljóðið?
Gæti verið að þetta sé vifta í loftstokk inná baði/geymslu eða eitthvað svoleiðis?
Gæti verið að þetta sé vifta í loftstokk inná baði/geymslu eða eitthvað svoleiðis?
Síðast breytt af Mossi__ á Sun 02. Ágú 2020 11:14, breytt samtals 1 sinni.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Ég heyrði alltaf svona furðulegt hljóð þegar ég bjó í efra brh, sem kom yfirleitt seint á nóttunni þegar það var hljótt, og man eftir að hafa heyrt það líka seint á nóttunni fyrir svona 25árum síðan í fossvogi. Í dag heyri ég bara í tinnitus þegar það er hljótt
-
- </Snillingur>
- Póstar: 1034
- Skráði sig: Fim 24. Jún 2004 12:36
- Reputation: 132
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Þú gætir notað tíðnigreini (e. spectrum analyzer) forrit í símanum til að geta séð sjónrænt hvar og hvort einhver hátíðni er í gangi.
Ég notaði svoleiðis til að finna út hátíðnisuð í hurðapumpu (sem minnir mig var um 16 kHz) sem ég rétt náði að heyra en aðrir í vinnunni heyrðu ekki.
Forritið sem ég notaði fyrir Android var "Advanced Spectrum Analyzer PRO".
Ég notaði svoleiðis til að finna út hátíðnisuð í hurðapumpu (sem minnir mig var um 16 kHz) sem ég rétt náði að heyra en aðrir í vinnunni heyrðu ekki.
Forritið sem ég notaði fyrir Android var "Advanced Spectrum Analyzer PRO".
-
- Vaktari
- Póstar: 2409
- Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
- Reputation: 156
- Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Ég varð fyrir miklunónæði af gámasvæðinu í sundahöfn þegar ég bjó í grafarvogi, púlsandi hátíðnihljóð heyrðist vel í bakkflautum og skipum og dóti
Svo spurning hvort þetta sé utanaðkomandi hljóð.
Svo spurning hvort þetta sé utanaðkomandi hljóð.
CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Ég varð var við leiðinlegar lágtíðnidrunur í íbúðinni minni fyrir nokkrum mánuðum.
Seinna komst ég að því að þetta voru drunur sem eyrun á mér voru að framleiða sjálf af ástæðum sem ég fer ekki út í hér.
Síðan hef ég lagast að fullu.
Seinna komst ég að því að þetta voru drunur sem eyrun á mér voru að framleiða sjálf af ástæðum sem ég fer ekki út í hér.
Síðan hef ég lagast að fullu.
Re: Hátíðnisuð í íbúð
ef þú ert búinn að slá út rafmagninu og loka fyrir vatnið í íbúðini hjá þér og það lagast ekkert, er þá ekki möguleiki að þetta suð komi úr íbúðini fyrir ofan þig eða neðan ?
er kanski íbúðin hjá þér hliðiná aðaltöfluni í húsinu og hún sé með spólurofa eða álíka sem eru lélegir ?
ertu hliðiná stigaganginum í húsinu og eru út/exit ljós í ganginum sem eru léleg ?
eru einhverjir staðir í íbúðini þar sem hún heyrir þetta betur en annarstaðar ?
er kanski íbúðin hjá þér hliðiná aðaltöfluni í húsinu og hún sé með spólurofa eða álíka sem eru lélegir ?
ertu hliðiná stigaganginum í húsinu og eru út/exit ljós í ganginum sem eru léleg ?
eru einhverjir staðir í íbúðini þar sem hún heyrir þetta betur en annarstaðar ?
Síðast breytt af beggi702 á Mán 03. Ágú 2020 22:57, breytt samtals 1 sinni.
-
- Fiktari
- Póstar: 82
- Skráði sig: Fim 15. Okt 2020 14:53
- Reputation: 26
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
beggi702 skrifaði:ef þú ert búinn að slá út rafmagninu og loka fyrir vatnið í íbúðini hjá þér og það lagast ekkert, er þá ekki möguleiki að þetta suð komi úr íbúðini fyrir ofan þig eða neðan ?
er kanski íbúðin hjá þér hliðiná aðaltöfluni í húsinu og hún sé með spólurofa eða álíka sem eru lélegir ?
ertu hliðiná stigaganginum í húsinu og eru út/exit ljós í ganginum sem eru léleg ?
eru einhverjir staðir í íbúðini þar sem hún heyrir þetta betur en annarstaðar ?
Spurning um að setja heyrnarhlífar á konuna og vita hvort að hljóðið hverfur?
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Ég lendi í svipuðu og komst að því að ég þurfti að opna glugga hjá mér,
ef ég er með allt lokað þá kemur mikill þrýstingur og loft reynir að smeygja sig út úr minnstu götum (framhjá gúmmíeinangrunni í opnanlegum glugga) og myndar mjög óþægilegt hátíðnihljóð
ef ég er með allt lokað þá kemur mikill þrýstingur og loft reynir að smeygja sig út úr minnstu götum (framhjá gúmmíeinangrunni í opnanlegum glugga) og myndar mjög óþægilegt hátíðnihljóð
Síðast breytt af KRASSS á Mán 14. Jún 2021 14:09, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Kannski pínu longshot en ertu búinn að spyrja nágranna hvort þeir séu með músafælur hjá sér hef lent í þannig veseni.
Work In Progress: CPU: AMD Ryzen 3800X I GPU: MSI Gaming X Trio 3090 I Case: CoolerMaster NR200P.
PS5
PS5
Get ekki talað, konan er að baka brauð og ég ætla að horfa á það hefast.
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Þetta er án efa ísskápur. Það er óþolandi hljóð í þeim sem berst í gegnum veggi ef þjappan í þeim er farin.
Sumir heyra þetta en aðrir ekki. Aldur skiptir ekki öllu máli held ég.
Sumir heyra þetta en aðrir ekki. Aldur skiptir ekki öllu máli held ég.
Síðast breytt af daremo á Þri 15. Jún 2021 02:31, breytt samtals 1 sinni.
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Það getur nú verið hræðilegt væl í sumum ljósaperum, veit svosem ekki hvort það myndi flokkast undir það sem þú ert að tala um, en kannski vert að minnast á það
-
- vélbúnaðarpervert
- Póstar: 986
- Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
- Reputation: 42
- Staðsetning: RVK
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Eitt sem ég get bætt við er blístur í vatnskassa fyrir klósettið, þá dugar oftast að rétt ýta á hnappinn til að sturta og þá jafnast loftþrýstingurinn sem þröngvar sér í gegnum lítið bil.
Ofnar og vatnslokar eiga það til að vera með svona hátíðnihljóð ef þéttingar eða pakkdósir eru lélegar, þú getur prófað að skrúfa fyrir eða frá ofnum og sjáðu hvort að tíðnin á hljóðinu breytist.
Það er oft lúmskt erfitt að einangra svona hljóð, geta líka verið viftur og auðvitað spólur inní tækjum, eða spennar.
Ofnar og vatnslokar eiga það til að vera með svona hátíðnihljóð ef þéttingar eða pakkdósir eru lélegar, þú getur prófað að skrúfa fyrir eða frá ofnum og sjáðu hvort að tíðnin á hljóðinu breytist.
Það er oft lúmskt erfitt að einangra svona hljóð, geta líka verið viftur og auðvitað spólur inní tækjum, eða spennar.
Hlynur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Revenant skrifaði:Þú gætir notað tíðnigreini (e. spectrum analyzer) forrit í símanum til að geta séð sjónrænt hvar og hvort einhver hátíðni er í gangi.
Ég notaði svoleiðis til að finna út hátíðnisuð í hurðapumpu (sem minnir mig var um 16 kHz) sem ég rétt náði að heyra en aðrir í vinnunni heyrðu ekki.
Forritið sem ég notaði fyrir Android var "Advanced Spectrum Analyzer PRO".
Þetta hér að ofan.
Ég ætlaði að stinga upp á hljóðnema og forriti til að greina hvað hann nemur. En vitaskuld er farsíminn klár í verkið með réttum hugbúnaði.
Plúsinn við þetta er að það tekur af allan vafa. Ef það er virkilega hátíðnihljóð 12-20khz sem að konan þín heyrir þá kemur það fram við svona próf. Og ef svo er þá er hægt að byrja að leita að því kerfisbundið. Ef ekki gæti konan þín verið að þróa með sér tinnitus eða eitthvað þvíumlíkt. Mikilvægar upplýsingar!
Síðast breytt af Vinni á Sun 15. Ágú 2021 17:04, breytt samtals 1 sinni.
-
- Of mikill frítími
- Póstar: 1795
- Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: DK
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Revenant skrifaði:Þú gætir notað tíðnigreini (e. spectrum analyzer) forrit í símanum til að geta séð sjónrænt hvar og hvort einhver hátíðni er í gangi.
Ég notaði svoleiðis til að finna út hátíðnisuð í hurðapumpu (sem minnir mig var um 16 kHz) sem ég rétt náði að heyra en aðrir í vinnunni heyrðu ekki.
Forritið sem ég notaði fyrir Android var "Advanced Spectrum Analyzer PRO".
Ég hef verið að nota Spectroid það sem ég fíla við það að það er með fítus sem heitir waterfall, en þá geturðu séð betur myndrænt hvaða tíðnir eru sterkastar yfir tíma.
Electronic and Computer Engineer
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Var að lenda í svona rugli .
Tíðnin var kringum 7kHz allan sólarhringinn og var að gera alla nuts heima. þetta var bara fastur krani sem hitastillið situr á.
Tíðnin var kringum 7kHz allan sólarhringinn og var að gera alla nuts heima. þetta var bara fastur krani sem hitastillið situr á.
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Geggjað app...
Hvaða er samt eðlililegt noise?
Heima núna, nálægt glugga og smá rok.
Hvaða er samt eðlililegt noise?
Heima núna, nálægt glugga og smá rok.
-
- Skjákortaníðingur
- Póstar: 5106
- Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
- Reputation: 930
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Hátíðnisuð í íbúð
Ef þú ert að sjá -dB þá hefði ég haldið að þú sért með stillt á eitthvað ákveðið hátt referance dB. Annars ekki mitt field.
En þegar allt er kyrrt og hljótt hjá þér þá ættiru þú að sjá 30-40dB á 0-500Hz og gott sem engin hljóð á hærri tíðnum nema nágranninn sé að vinna hjá CIA. Hefði litlar áhyggur af KGB því þeir eru hugmyndabræður þínir.
En þegar allt er kyrrt og hljótt hjá þér þá ættiru þú að sjá 30-40dB á 0-500Hz og gott sem engin hljóð á hærri tíðnum nema nágranninn sé að vinna hjá CIA. Hefði litlar áhyggur af KGB því þeir eru hugmyndabræður þínir.
Síðast breytt af jonsig á Fös 23. Jún 2023 13:13, breytt samtals 1 sinni.